Neyddust til að sýna á sér píkuna á HM Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 15:00 Nilla Fischer í leik með Svíþjóð á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi 2011. Getty/Alex Livesey Nilla Fischer, fyrrverandi landsliðskona Svíþjóðar, segir frá því í ævisögu sinni að á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi 2011 hafi leikmenn, að kröfu FIFA, bókstaflega þurft að sýna að þær væru með kynfæri konu en ekki karls, vegna gruns um svindl. Á mótinu var Miðbaugs-Gínea sökuð um að tefla fram liði með þremur leikmönnum sem ekki væru kvenkyns. Tvær af stjörnum liðsins voru sendar heim rétt fyrir mótið. Í kjölfarið krafðist FIFA þess að allir leikmenn á mótinu myndu sanna kyn sitt, og segir Fischer að það hafi leikmenn Svíþjóðar þurft að gera með því að girða niður um sig fyrir framan lækni og kvenkyns sjúkraþjálfara, sem gengið hafi á milli hótelherbergja. Héldu fyrst að um grín væri að ræða „Ég skil hvað ég þarf að gera og dreg strax niður æfingabuxurnar og nærbuxurnar um leið. Sjúkraþjálfarinn kinkar kolli og segir „jamm“, og lítur svo á lækninn sem stendur í dyrunum. Þegar búið er að skoða alla leikmennina í liðinu okkar, það er að segja að þær höfðu sýnt á sér píkuna, gat landsliðslæknirinn okkar kvittað undir að það væru aðeins konur í kvennalandsliðinu okkar,“ skrifar Fischer í bók sína. Nilla Fischer tvingades visa upp sitt könsorgan för att bevisa att hon är kvinna: Chockad https://t.co/GWijZdsC3H— SportExpressen (@SportExpressen) June 10, 2023 Fischer, sem er 38 ára, lagði skóna á hilluna í fyrra en hún lék hátt í 200 landsleiki fyrir Svíþjóð. Fischer segir í samtali við SVT Sport að í fyrstu hafi leikmenn haldið að þetta væri eitthvað grín, en svo fengið áfall. Sér finnist það sem gerðist sjúklegra í hvert sinn sem hún hugsi til þess, og að það hljóti að vera til önnur leið. En talaði hún við sænska knattspyrnusambandið? Nilla Fischer með fyrirliðabandið í leik gegn Íslandi á Algarve-mótinu 2012, vorið eftir HM í Þýskalandi.Getty/Vasco Celio „Nei, ekki um að stöðva þetta. Skipunin var frá FIFA og ég kenni sænska sambandinu ekki um neitt, og tel ekki að það hafi höndlað þetta mál illa. Þau gerðu það sem þeim var skipað að gera.“ Vanalega nóg að haka í reit Mats Börjesson var landsliðslæknir Svía á sínu fyrsta stórmóti á HM 2011 og staðfestir að FIFA hafi fyrirskipað skoðunina. „Á öllum mótum staðfestum við að leikmennirnir séu kvenkyns með því að haka í reit, rétt eins og varðandi það að þeir séu ekki með neina hjartakvilla. Það að þessi krafa hafi komið allt í einu þetta ár, og meira þurft til en að haka í reit, var líklega vegna þess að það kom í ljós að einhverjir hefðu svindlað,“ sagði Börjesson við SVT og bætti við: „Maður skilur vel óánægju með þessi próf en mótshaldarinn vildi ekki valda neinum skaða.“ Fótbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Á mótinu var Miðbaugs-Gínea sökuð um að tefla fram liði með þremur leikmönnum sem ekki væru kvenkyns. Tvær af stjörnum liðsins voru sendar heim rétt fyrir mótið. Í kjölfarið krafðist FIFA þess að allir leikmenn á mótinu myndu sanna kyn sitt, og segir Fischer að það hafi leikmenn Svíþjóðar þurft að gera með því að girða niður um sig fyrir framan lækni og kvenkyns sjúkraþjálfara, sem gengið hafi á milli hótelherbergja. Héldu fyrst að um grín væri að ræða „Ég skil hvað ég þarf að gera og dreg strax niður æfingabuxurnar og nærbuxurnar um leið. Sjúkraþjálfarinn kinkar kolli og segir „jamm“, og lítur svo á lækninn sem stendur í dyrunum. Þegar búið er að skoða alla leikmennina í liðinu okkar, það er að segja að þær höfðu sýnt á sér píkuna, gat landsliðslæknirinn okkar kvittað undir að það væru aðeins konur í kvennalandsliðinu okkar,“ skrifar Fischer í bók sína. Nilla Fischer tvingades visa upp sitt könsorgan för att bevisa att hon är kvinna: Chockad https://t.co/GWijZdsC3H— SportExpressen (@SportExpressen) June 10, 2023 Fischer, sem er 38 ára, lagði skóna á hilluna í fyrra en hún lék hátt í 200 landsleiki fyrir Svíþjóð. Fischer segir í samtali við SVT Sport að í fyrstu hafi leikmenn haldið að þetta væri eitthvað grín, en svo fengið áfall. Sér finnist það sem gerðist sjúklegra í hvert sinn sem hún hugsi til þess, og að það hljóti að vera til önnur leið. En talaði hún við sænska knattspyrnusambandið? Nilla Fischer með fyrirliðabandið í leik gegn Íslandi á Algarve-mótinu 2012, vorið eftir HM í Þýskalandi.Getty/Vasco Celio „Nei, ekki um að stöðva þetta. Skipunin var frá FIFA og ég kenni sænska sambandinu ekki um neitt, og tel ekki að það hafi höndlað þetta mál illa. Þau gerðu það sem þeim var skipað að gera.“ Vanalega nóg að haka í reit Mats Börjesson var landsliðslæknir Svía á sínu fyrsta stórmóti á HM 2011 og staðfestir að FIFA hafi fyrirskipað skoðunina. „Á öllum mótum staðfestum við að leikmennirnir séu kvenkyns með því að haka í reit, rétt eins og varðandi það að þeir séu ekki með neina hjartakvilla. Það að þessi krafa hafi komið allt í einu þetta ár, og meira þurft til en að haka í reit, var líklega vegna þess að það kom í ljós að einhverjir hefðu svindlað,“ sagði Börjesson við SVT og bætti við: „Maður skilur vel óánægju með þessi próf en mótshaldarinn vildi ekki valda neinum skaða.“
Fótbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira