„Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna“ Árni Sæberg skrifar 12. júní 2023 22:18 Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Stöð 2/Arnar „Ég er mjög spennt fyrir nýja starfinu. Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna, en ég er ákaflega þakklát fyrir stuðninginn sem ég hef fundið og góðu kveðjurnar sem ég hef fengið frá atvinnulífinu í dag,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í dag var tilkynnt um ráðningu Sigríðar Margrétar í stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu þann 1. september af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, sem lét af störfum í lok mars. Sigríður Margrét mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Óhætt er að segja að hún standi frammi fyrir miklum áskorunum í nýju starfi. Skammtímasamningar voru gerðir á almennum vinnumarkaði í vetur og þeir verða lausir eftir rúmt hálft ár. „Verkefnið er svo sannarlega ekki lítið en verkefnið er í mínum huga þeim mun mikilvægara. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir snýst í rauninni um að verja lífskjör á Íslandi og lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum. Þannig að það er svo sannarlega bara þakklæti í mínum huga að fá tækifæri til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Sigríður Margrét. Mikilvægast að ná tökum á verðbólgunni Verðbólga er í hæstu hæðum og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrettán sinnum í röð. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri, hefur sagt að boginn hafi verið spenntur of hátt í nýjum kjarasamningum og kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðar sýni ábyrgð. „Seðlabankastjóri hefur verið alveg skýr og það er vel. Verðbólgan og það að ná tökum á verðbólgunni er eitt mikilvægasta verkefni sem við getum tekist á við þá, það á bæði við um íslenskt atvinnulíf og það á líka við um samfélagið okkar í heild sinni. Við gerum það auðvitað ekki nema með því að ná sátt um með hvaða hætti við skiptum þeim verðmætum sem við sköpum í landinu og með því að gera kjarasamninga til lengri tíma, sem geta verið grunnur að stöðugleika,“ segir Sigríður Margrét. Sérðu fyrir þér að það sé hægt að ná utan um þetta í náinni framtíð eða sitjum við bara í þessari súpu næstu árin? „Ég hef þá trú að það sé hægt að ná árangri. En til þess að ná árangri þá þarf auðvitað samtal og það þarf sameiginlega sýn um að verkefnið er í rauninni þetta, að verja lífskjör sem eru ein þau bestu í heiminum,“ segir hún að lokum. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Í dag var tilkynnt um ráðningu Sigríðar Margrétar í stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu þann 1. september af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, sem lét af störfum í lok mars. Sigríður Margrét mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Óhætt er að segja að hún standi frammi fyrir miklum áskorunum í nýju starfi. Skammtímasamningar voru gerðir á almennum vinnumarkaði í vetur og þeir verða lausir eftir rúmt hálft ár. „Verkefnið er svo sannarlega ekki lítið en verkefnið er í mínum huga þeim mun mikilvægara. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir snýst í rauninni um að verja lífskjör á Íslandi og lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum. Þannig að það er svo sannarlega bara þakklæti í mínum huga að fá tækifæri til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Sigríður Margrét. Mikilvægast að ná tökum á verðbólgunni Verðbólga er í hæstu hæðum og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrettán sinnum í röð. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri, hefur sagt að boginn hafi verið spenntur of hátt í nýjum kjarasamningum og kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðar sýni ábyrgð. „Seðlabankastjóri hefur verið alveg skýr og það er vel. Verðbólgan og það að ná tökum á verðbólgunni er eitt mikilvægasta verkefni sem við getum tekist á við þá, það á bæði við um íslenskt atvinnulíf og það á líka við um samfélagið okkar í heild sinni. Við gerum það auðvitað ekki nema með því að ná sátt um með hvaða hætti við skiptum þeim verðmætum sem við sköpum í landinu og með því að gera kjarasamninga til lengri tíma, sem geta verið grunnur að stöðugleika,“ segir Sigríður Margrét. Sérðu fyrir þér að það sé hægt að ná utan um þetta í náinni framtíð eða sitjum við bara í þessari súpu næstu árin? „Ég hef þá trú að það sé hægt að ná árangri. En til þess að ná árangri þá þarf auðvitað samtal og það þarf sameiginlega sýn um að verkefnið er í rauninni þetta, að verja lífskjör sem eru ein þau bestu í heiminum,“ segir hún að lokum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira