„Ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig“ Hinrik Wöhler skrifar 12. júní 2023 22:30 Nik í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink Keflavík vann óvæntan 2-1 sigur á Þrótti í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, þurfti að sætta sig við svekkjandi tap þrátt fyrir að Þróttur hafði yfirhöndina lungann úr leiknum. „Ekki mikið að segja, fyrsti hálfleikur var ekki nægilega góður miðað við okkar getu. Keflavík á hrós skilið, þær gerðu okkur lífið leitt og neyddum okkur í óeðlileg mistök. Mér fannst við vera sterkari þegar leið á fyrri hálfleik og þá náðum við að opna vörnina hjá þeim, fengum tvö frábær færi þar sem við áttum að skora. Síðari hálfleikur átti að vera svipaður og við ætluðum að vera þolinmóðar. Svo kemur rauða spjaldið og þær skora beint úr aukaspyrnunni og við þurfum að fara að elta í leiknum. Þær skora síðan annað mark þegar við erum aðeins níu inn á vellinum en við héldum áfram að berjast og sköpuðum færi og náðum að skora mark. Höfðum jafnvel getað stolið stigi í lokin,“ sagði Nik skömmu eftir leikinn. Á 55. mínútu fékk Álfhildur Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, að líta rauða spjaldið eftir tæklingu á Linli Tu. Linli var sloppin ein í gegn og gaf Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, Álfhildi rautt spjald. „Klárlega vonbrigði, sérstaklega hvernig rauða spjaldið kom til. Við vorum ekki nægilega beittar í vörninni þegar skyndisóknin kom og Álfhildur þurfti að fara í tæklinguna og fær rautt, það er eins og það er. En á undan því, hefði Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átt að skora í fyrri hálfleik úr einu af færunum tveimur. Við héldum þó áfram að skapa færi og berjast, ef þetta hefði verið 1-0 hefði þetta verið möguleiki,“ sagði Nik. Nik bætir við að dómurinn var þó réttur og Álfhildur verðskuldaði rautt spjald fyrir brotið. „Þetta var rautt spjald, Álfhildur var síðasti leikmaðurinn. Klárlega rautt spjald, engin spurning. Þegar ég fékk gula spjaldið þá var ég ekki að kvarta í dómaranum. Það var allt annað, ég var bara sparka í vatnsbrúsa. Gummi [Guðmundur Páll Friðbertsson] átti góðan leik, gef honum það.“ Þróttur bað einnig um vítaspyrnu eftir klukkutímaleik en leikmönnum Þróttar varð ekki að ósk sinni. „Ég sá ekki almennilega hvort það var hendi eða ekki en hvort sem er vorum við ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig.“ Það er stutt í næsta leik en 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna er leikinn í vikunni. Þróttur mætir Breiðablik á fimmtudaginn næstkomandi. „Við ætlum að rífa okkur upp. Í dag var mjög þreytandi leikur og leikmenn Breiðabliks verða örugglega ferskari en við. Við erum með eitthvað af meiðslum og verðum að sjá hvernig Ólöf verður. Við metum það á næstu dögum, alltaf gaman að spila í bikarnum og gefur okkur frí frá deildinni í bili,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Ekki mikið að segja, fyrsti hálfleikur var ekki nægilega góður miðað við okkar getu. Keflavík á hrós skilið, þær gerðu okkur lífið leitt og neyddum okkur í óeðlileg mistök. Mér fannst við vera sterkari þegar leið á fyrri hálfleik og þá náðum við að opna vörnina hjá þeim, fengum tvö frábær færi þar sem við áttum að skora. Síðari hálfleikur átti að vera svipaður og við ætluðum að vera þolinmóðar. Svo kemur rauða spjaldið og þær skora beint úr aukaspyrnunni og við þurfum að fara að elta í leiknum. Þær skora síðan annað mark þegar við erum aðeins níu inn á vellinum en við héldum áfram að berjast og sköpuðum færi og náðum að skora mark. Höfðum jafnvel getað stolið stigi í lokin,“ sagði Nik skömmu eftir leikinn. Á 55. mínútu fékk Álfhildur Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, að líta rauða spjaldið eftir tæklingu á Linli Tu. Linli var sloppin ein í gegn og gaf Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, Álfhildi rautt spjald. „Klárlega vonbrigði, sérstaklega hvernig rauða spjaldið kom til. Við vorum ekki nægilega beittar í vörninni þegar skyndisóknin kom og Álfhildur þurfti að fara í tæklinguna og fær rautt, það er eins og það er. En á undan því, hefði Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átt að skora í fyrri hálfleik úr einu af færunum tveimur. Við héldum þó áfram að skapa færi og berjast, ef þetta hefði verið 1-0 hefði þetta verið möguleiki,“ sagði Nik. Nik bætir við að dómurinn var þó réttur og Álfhildur verðskuldaði rautt spjald fyrir brotið. „Þetta var rautt spjald, Álfhildur var síðasti leikmaðurinn. Klárlega rautt spjald, engin spurning. Þegar ég fékk gula spjaldið þá var ég ekki að kvarta í dómaranum. Það var allt annað, ég var bara sparka í vatnsbrúsa. Gummi [Guðmundur Páll Friðbertsson] átti góðan leik, gef honum það.“ Þróttur bað einnig um vítaspyrnu eftir klukkutímaleik en leikmönnum Þróttar varð ekki að ósk sinni. „Ég sá ekki almennilega hvort það var hendi eða ekki en hvort sem er vorum við ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig.“ Það er stutt í næsta leik en 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna er leikinn í vikunni. Þróttur mætir Breiðablik á fimmtudaginn næstkomandi. „Við ætlum að rífa okkur upp. Í dag var mjög þreytandi leikur og leikmenn Breiðabliks verða örugglega ferskari en við. Við erum með eitthvað af meiðslum og verðum að sjá hvernig Ólöf verður. Við metum það á næstu dögum, alltaf gaman að spila í bikarnum og gefur okkur frí frá deildinni í bili,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira