Haaland hættur að fagna og lentur í Noregi Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2023 15:01 Erling Haaland átti algjört draumatímabil á sínu fyrsta ári í Manchester City og hefur haft góða ástæðu til að fagna vel síðustu daga. Getty/Tom Flathers Erling Haaland er kominn heim til Noregs eftir stíf fagnaðarhöld Manchester City í kjölfar þess að liðið tryggði sér þrennuna með sigri á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Haaland kom til Noregs í einkaflugvél nú síðdegis en hann er líkt og fleiri leikmenn Manchester City á leið í landsleiki á næstunni, áður en kærkomið sumarfrí tekur við. Haaland, sem varð markakóngur Meistaradeildarinnar og setti markamet í ensku úrvalsdeildinni, var myndaður við komuna til Oslóar í dag en hann ferðaðist ásamt kærustu sinni, Isabel Haugseng Johansen. Þau fögnuðu Evrópumeistaratitlinum saman í Istanbúl á laugardaginn. Watch Haaland s girlfriend Isabel tease him with Champions League medalThe pair shared a private moment under a Norway flag as fans never tire of seeing this content pic.twitter.com/tt4pRFthsA— Lilian Chan (@bestgug) June 12, 2023 Haaland og félagar í norska landsliðinu eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik við Skotland á laugardaginn, í undankeppni EM, og svo gegn Kýpur þremur dögum síðar. Þeir fengu aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum, gegn Spáni og Georgíu, en Skotland byrjaði á sigrum gegn Kýpur og Spáni. Á meðal annarra leikmanna City sem eru á leið í landsleiki eru Portúgalarnir Rúben Dias og Bernardo Silva sem væntanlegir eru á Laugardalsvöll eftir viku, en fyrst tekur Portúgal á móti Bosníu á laugardaginn. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Sjá meira
Haaland kom til Noregs í einkaflugvél nú síðdegis en hann er líkt og fleiri leikmenn Manchester City á leið í landsleiki á næstunni, áður en kærkomið sumarfrí tekur við. Haaland, sem varð markakóngur Meistaradeildarinnar og setti markamet í ensku úrvalsdeildinni, var myndaður við komuna til Oslóar í dag en hann ferðaðist ásamt kærustu sinni, Isabel Haugseng Johansen. Þau fögnuðu Evrópumeistaratitlinum saman í Istanbúl á laugardaginn. Watch Haaland s girlfriend Isabel tease him with Champions League medalThe pair shared a private moment under a Norway flag as fans never tire of seeing this content pic.twitter.com/tt4pRFthsA— Lilian Chan (@bestgug) June 12, 2023 Haaland og félagar í norska landsliðinu eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik við Skotland á laugardaginn, í undankeppni EM, og svo gegn Kýpur þremur dögum síðar. Þeir fengu aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum, gegn Spáni og Georgíu, en Skotland byrjaði á sigrum gegn Kýpur og Spáni. Á meðal annarra leikmanna City sem eru á leið í landsleiki eru Portúgalarnir Rúben Dias og Bernardo Silva sem væntanlegir eru á Laugardalsvöll eftir viku, en fyrst tekur Portúgal á móti Bosníu á laugardaginn.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Sjá meira