Upphaf hvalveiðivertíðar í uppnámi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2023 15:33 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Umhverfisráðuneytið áformar að vísað frá beiðni Hvals um undanþágu frá starfsleyfi. Ólíklegt er að hefðbundið starfsleyfi verði gefið út í tæka tíð fyrir hefðbundið upphaf hvalveiða, samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Vertíðin gæti því verið í uppnámi. Getty/Arnaldur Halldórsson Umhverfisráðuneytið áformar að vísa frá beiðni Hvals hf. um undanþágu frá starfsleyfi. Fyrirtækið sótti um undanþáguna vegna óvissu um að veiðar gætu hafist á hefðbundnum tíma. Vertíðinni gæti því seinkað í ár. Starfsleyfi Hvals hf. sem lýtur að starfseminni í landi og er gefið út af heilbrigðiseftirliti Vesturlands rann út hinn 1. maí síðastliðinn. Fyrirtækið sótti um endurnýjun á leyfinu og er málið til meðferðar hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Mikil umræða hefur verið um hvalveiðar í kjölfar skýrslu Matvælastofnunar. Líkt og búast mátti við bárust þó nokrrar athugasemdir við auglýst drög að starsleyfinu. Til að mynda skiluðu Náttúruverndarsamtök Íslands fjórtán blaðsíðna andmælum þar sem skorað er á Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að afturkalla drögin og krefja Hval hf. um ýmsar úrbætur sem eftirlitið hafði gert athugasemdir við. Nokkurn tíma geti tekið að vinna úr athugasemdum og því er óvíst hvenær nýtt starfsleyfi verður gefið út. Ólíklegt að leyfi fáist afgreitt fyrir vertíð Hvalveiðar hefjast vanalega um miðjan júní og til þess að tryggja að svo gæti orðið sótti Hvalur hf. um undanþágu frá starfsleyfi til umhverfisráðuneytisins. Í ákvörðun umhverfisráðuneytisins segir að áformað sé að vísa þeirri beiðni frá á grunni þess að Heilbrigðisnefnd Vesturlands er nú þegar með starfsleyfið til umfjöllunnar. Vísað er til meginreglunnar um að stjórnvald leysi ekki úr máli á meðan mál sama efnis - og á milli sömu aðila sé rekið á öðru stjórnsýslustigi. Hvalur hf. hefur þó tveggja vikna frest til þess að gera athugasemdir eða afturkalla mál sitt hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Umhverfisstofnun mótfallin undanþágu Í ákvörðun ráðuneytisins segir að samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sé ólíklegt að starfsleyfið fáist afgreitt fyrir vertíð þar sem Náttúruverndarsamtök Íslands hafi óskað eftir gögnum. Ráðuneytið leitaði til Umhverfisstofnunar við meðferð málsins og áleit stofnunin að ekki væri komin fram nægilega skýr nauðsyn fyrir veitingu undanþágu frá starfsleyfi. Taldi stofnunin æskilegra að útgáfa á nýju starfsleyfi fylgdi lögmætu ferli og að tillaga nýju starfsleyfi yrði þannig auglýst eins og gert sé ráð fyrir til að almenningur hafi tök á að koma með athugasemdir. Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Starfsleyfi Hvals hf. sem lýtur að starfseminni í landi og er gefið út af heilbrigðiseftirliti Vesturlands rann út hinn 1. maí síðastliðinn. Fyrirtækið sótti um endurnýjun á leyfinu og er málið til meðferðar hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Mikil umræða hefur verið um hvalveiðar í kjölfar skýrslu Matvælastofnunar. Líkt og búast mátti við bárust þó nokrrar athugasemdir við auglýst drög að starsleyfinu. Til að mynda skiluðu Náttúruverndarsamtök Íslands fjórtán blaðsíðna andmælum þar sem skorað er á Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að afturkalla drögin og krefja Hval hf. um ýmsar úrbætur sem eftirlitið hafði gert athugasemdir við. Nokkurn tíma geti tekið að vinna úr athugasemdum og því er óvíst hvenær nýtt starfsleyfi verður gefið út. Ólíklegt að leyfi fáist afgreitt fyrir vertíð Hvalveiðar hefjast vanalega um miðjan júní og til þess að tryggja að svo gæti orðið sótti Hvalur hf. um undanþágu frá starfsleyfi til umhverfisráðuneytisins. Í ákvörðun umhverfisráðuneytisins segir að áformað sé að vísa þeirri beiðni frá á grunni þess að Heilbrigðisnefnd Vesturlands er nú þegar með starfsleyfið til umfjöllunnar. Vísað er til meginreglunnar um að stjórnvald leysi ekki úr máli á meðan mál sama efnis - og á milli sömu aðila sé rekið á öðru stjórnsýslustigi. Hvalur hf. hefur þó tveggja vikna frest til þess að gera athugasemdir eða afturkalla mál sitt hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Umhverfisstofnun mótfallin undanþágu Í ákvörðun ráðuneytisins segir að samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sé ólíklegt að starfsleyfið fáist afgreitt fyrir vertíð þar sem Náttúruverndarsamtök Íslands hafi óskað eftir gögnum. Ráðuneytið leitaði til Umhverfisstofnunar við meðferð málsins og áleit stofnunin að ekki væri komin fram nægilega skýr nauðsyn fyrir veitingu undanþágu frá starfsleyfi. Taldi stofnunin æskilegra að útgáfa á nýju starfsleyfi fylgdi lögmætu ferli og að tillaga nýju starfsleyfi yrði þannig auglýst eins og gert sé ráð fyrir til að almenningur hafi tök á að koma með athugasemdir.
Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira