Koma börnum í erfiðri stöðu til aðstoðar Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2023 20:31 Hjörleifur Steinn Þórisson er starfsmaður Flotans. Vísir/Einar Starfsmaður félagsmiðstöðvar einu færanlegu félagsmiðstöðvar landsins segir að hægt sé að taka á ofbeldi meðal barna með því að vera þeim innan handar þegar bjátar á. Félagsmiðstöðin sé öryggisnet fyrir þá sem eru á leið af réttri braut. Ofbeldi meðal ungs fólks hefur verið fyrirferðamikið í umræðunni síðustu misseri. Síðast í nótt átti sér stað árás þar sem fjórir einstaklingar á aldrinum sautján til tuttugu ára réðust á sautján ára strák. Til að sporna gegn auknu ofbeldi hefur Reykjavíkurborg komið af stað fjölda verkefna til að vera ungu fólki í vandræðum innan handar. Þar á meðal er flakkandi félagsmiðstöðin Flotinn. Flotinn hefur verið starfræktur í að verða fjögur ár. Starfsmenn hans keyra á milli hverfa og heimsækja staði þar sem mögulega er hópamyndun og að eitthvað óæskilegt eigi sér stað. Hjörleifur Steinn Þórisson, starfsmaður Flotans, segir starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar geta verið mikilvæga sem þurfa á aðstoð þeirra að halda. „Við erum meðvituð um að það hafi komið upp ofbeldismál og þetta er einn vinkill í því. Við viljum sporna við því. Með því að vera sýnileg og aðgengileg þá trúum við því að það sé stór partur í því að koma í veg fyrir ofbeldi,“ segir Hjörleifur. „Það sem við getum gert er að vera þeim innan handar, hjálpað þeim í finna þá þjónustu sem þeir þurfa. Það getur verið alls konar.“ Starfsmennirnir reyna einna helst að ná til krakka sem ekki eru í sterkri stöðu félagslega og skapa fyrir þá aðstæður aðstæður þar sem þeir geta notið æsku sinnar í öruggu umhverfi með því að lágmarka áhrif áhættuþátta í umhverfi þeirra. „Krakkarnir eru yfirleitt í hóp þegar við komum. Þá „check-um“ við hvort það sé ekki allt í góðu. Fyrst og fremst sýnum við að við erum ákveðið öryggisnet. Veitum þeim öryggi. Forvarnargildið er mikið. Við reynum að koma þessum hóp sem gæti verið að gera eitthvað óskynsamlegt og komum þeim í virkni sem er skynsamleg,“ segir Hjörleifur. Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ofbeldi meðal ungs fólks hefur verið fyrirferðamikið í umræðunni síðustu misseri. Síðast í nótt átti sér stað árás þar sem fjórir einstaklingar á aldrinum sautján til tuttugu ára réðust á sautján ára strák. Til að sporna gegn auknu ofbeldi hefur Reykjavíkurborg komið af stað fjölda verkefna til að vera ungu fólki í vandræðum innan handar. Þar á meðal er flakkandi félagsmiðstöðin Flotinn. Flotinn hefur verið starfræktur í að verða fjögur ár. Starfsmenn hans keyra á milli hverfa og heimsækja staði þar sem mögulega er hópamyndun og að eitthvað óæskilegt eigi sér stað. Hjörleifur Steinn Þórisson, starfsmaður Flotans, segir starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar geta verið mikilvæga sem þurfa á aðstoð þeirra að halda. „Við erum meðvituð um að það hafi komið upp ofbeldismál og þetta er einn vinkill í því. Við viljum sporna við því. Með því að vera sýnileg og aðgengileg þá trúum við því að það sé stór partur í því að koma í veg fyrir ofbeldi,“ segir Hjörleifur. „Það sem við getum gert er að vera þeim innan handar, hjálpað þeim í finna þá þjónustu sem þeir þurfa. Það getur verið alls konar.“ Starfsmennirnir reyna einna helst að ná til krakka sem ekki eru í sterkri stöðu félagslega og skapa fyrir þá aðstæður aðstæður þar sem þeir geta notið æsku sinnar í öruggu umhverfi með því að lágmarka áhrif áhættuþátta í umhverfi þeirra. „Krakkarnir eru yfirleitt í hóp þegar við komum. Þá „check-um“ við hvort það sé ekki allt í góðu. Fyrst og fremst sýnum við að við erum ákveðið öryggisnet. Veitum þeim öryggi. Forvarnargildið er mikið. Við reynum að koma þessum hóp sem gæti verið að gera eitthvað óskynsamlegt og komum þeim í virkni sem er skynsamleg,“ segir Hjörleifur.
Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira