Tónlistarmaðurinn Patrik opnaði beina útsendingu á Stöð 2 Sport með dönsurum frá Dansstúdíó World Class og ætlaði allt um koll að keyra enda fagnaðarlætin mikil.
Rappararnir Kristmundur Axel, Andri Már, Issi, Birgir Hákon, Young Nigo Drippin og Herra Hnetusmjör gengu inn með hvern sinn boxara og greinilegt að áhorfendur höfðu gaman af og tóku vel undir. Þekkt andlit voru meðal gesta og augljóst að þetta var viðburður sem enginn vildi láta framhjá sér fara.
Færri komust að en vildu og Davíð Rúnar Bjarnason, viðburðarhaldari, stöðvaði miðasölu þegar þriðji bardagi kvöldsins hófst þar sem hvert einasta sæti í húsinu var nýtt og ekki pláss fyrir fleiri.
Það var bardagi Elmars Gauta Halldórssonar og Aleksandr Baranovs sem endaði kvöldið og var að lokum valinn besti bardagi kvöldsins. Fengu báðir keppendur verðlaun frá styrktaraðilum mótsins.
Það var síðan hin 16 ára gamli Gabríel Waren sem var valinn ICEBOX CHAMPION eða besti boxari kvöldsins en hann sigraði Mikael Sævarsson í flottri viðureign og hlutu þeir mikið klapp fyrir sína viðureign.
Úrslit Icebox
Armandas Sangavicious frá HFK sigraði Benedikt Gylfa Eiríkson í -80kg flokki karla frá HFH.
Marek Sobota frá GFR sigraði Sindra Frey frá Hnefaleikafélagi Reykjaness í -75kg flokki karla.
Anton Smári Hrafnhildarson sigraði Khalid Mostaphason frá GFR í -80kg flokki karla.
Kristófer Deyemo Georgesson frá Æsi sigraði Arnis Bagodan frá Bogatyr í -86kg flokki karla.
Alexander Bjarki Maya frá GFR sigraði Nóel Frey frá HR/World Class Boxing Academy í -67kg flokki ungmenna.
Gabríel Waren frá HR/World Class Boxing Academy sigraði Mikael Sævarsson frá HFK -67kg flokki ungmenna.
Þorsteinn Sigurðarson frá HFH sigraði Blazej Galant frá GFR í -92kg flokki karla.
Emin Kadri Eminsson frá HFK sigraði Alexander Irving frá GFR í -71kg flokki karla.
Magnús Kolbjörn Eiríksson frá HFK sigraði Yaroslav frá Bogatyr í +92 flokki karla.
Elmar Gauti Halldórsson frá HR/World Class Boxong Academy sigraði Aleksandr Baranovs frá Bogatyr í -80kg flokki karla.
Davíð Rúnar Bjarnason, viðburðarhaldari, sendi svo myndir frá viðburðinum og því sem þar fór fram, en myndirnar má sjá hér fyrir neðan.








