Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. júní 2023 12:01 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir þungt hljóð í sínum félagsmönnum sem horfi upp á dýrtíð og stökkbreyttan húsnæðiskostnað. Vísir/Vilhelm Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman um 4,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem kaupmáttur dregst saman og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það merki um grafalvarlega stöðu. „Sérstaklega í ljósi þess að það virðist alls staðar annars staðar ganga vel. Útflutningsgreinar ganga gríðarlega vel og eru að skila methagnaði. Það sama má segja með fyrirætkin. Þannig að það er alveg ljóst að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar og viðbrögð, bæði ríkisstjórnarinnar og seðlabankans hafa brugðist algjörlega almenningi í landinu,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt Hagstofunni jukust vaxtagjöld heimilanna um sextíu prósent á milli ára, sem skýrist einkum af mikilli vaxtahækkun. Ragnar Þór segir þungt hljóð í sínum félagsmönnum sem horfi upp á stökkbreyttar afborganir. Seðlabankinn hefur sagt að þær launahækkanir sem samið var um í síðustu kjarasamningum hafi verið umfram svigrúm og kallað eftir nokkurs konar þjóðarsátt í næstu lotu.vísir/Vilhelm Verðbólga mælist nú 9,5 prósent og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna eftir rúmt hálft ár. Seðlabankastjóri hefur kallað eftir hófsemi og sagt að verkalýðshreyfingin þurfi að átta sig á því að það að elta verðbólgu í launahækkunum leiði til vaxtahækkana. Ragnar Þór hafnar þessu og telur þörf á launahækkunum í samræmi við verðbólgutölur. „Já, í það minnsta. Og það er bara til að bregðast við hækkandi verði á vöru og þjónustu. En við náum ekki utan um húsnæðismarkaðinn eða stökkbreyttan húsnæðiskostnað, sama hvort það sé í afborgunum af lánum eða leigu. Á meðan stjórnvöld neita að horfast í augu við vandann, sem er gríðarlegur og eykst bara, og sömuleiðis seðlabankinn þá munum við bara sækja þetta í gegnum kjarasamninginn,“ segir Ragnar Þór. „Og ég heyri það á okkar fólki að það er að skapast mikil stemning fyrir samstöðu til þess að sækja mjög kröftuglega fram í næstu kjarasamningum.“ Kjaramál Seðlabankinn Stéttarfélög Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman um 4,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem kaupmáttur dregst saman og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það merki um grafalvarlega stöðu. „Sérstaklega í ljósi þess að það virðist alls staðar annars staðar ganga vel. Útflutningsgreinar ganga gríðarlega vel og eru að skila methagnaði. Það sama má segja með fyrirætkin. Þannig að það er alveg ljóst að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar og viðbrögð, bæði ríkisstjórnarinnar og seðlabankans hafa brugðist algjörlega almenningi í landinu,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt Hagstofunni jukust vaxtagjöld heimilanna um sextíu prósent á milli ára, sem skýrist einkum af mikilli vaxtahækkun. Ragnar Þór segir þungt hljóð í sínum félagsmönnum sem horfi upp á stökkbreyttar afborganir. Seðlabankinn hefur sagt að þær launahækkanir sem samið var um í síðustu kjarasamningum hafi verið umfram svigrúm og kallað eftir nokkurs konar þjóðarsátt í næstu lotu.vísir/Vilhelm Verðbólga mælist nú 9,5 prósent og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna eftir rúmt hálft ár. Seðlabankastjóri hefur kallað eftir hófsemi og sagt að verkalýðshreyfingin þurfi að átta sig á því að það að elta verðbólgu í launahækkunum leiði til vaxtahækkana. Ragnar Þór hafnar þessu og telur þörf á launahækkunum í samræmi við verðbólgutölur. „Já, í það minnsta. Og það er bara til að bregðast við hækkandi verði á vöru og þjónustu. En við náum ekki utan um húsnæðismarkaðinn eða stökkbreyttan húsnæðiskostnað, sama hvort það sé í afborgunum af lánum eða leigu. Á meðan stjórnvöld neita að horfast í augu við vandann, sem er gríðarlegur og eykst bara, og sömuleiðis seðlabankinn þá munum við bara sækja þetta í gegnum kjarasamninginn,“ segir Ragnar Þór. „Og ég heyri það á okkar fólki að það er að skapast mikil stemning fyrir samstöðu til þess að sækja mjög kröftuglega fram í næstu kjarasamningum.“
Kjaramál Seðlabankinn Stéttarfélög Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira