Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2023 15:51 Hagkaup stefnir að opnun netverslunar á næstu misserum. Vísir/Vilhelm Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Í gær bættist verslunarrisinn Costco í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar með Costco-kort geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt samdægurs í verslunina í Kauptúni. Síðasta sumar hófu Heimkaup netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir fyrirtækið undirbúa vefverslun áfengis.Aðsent Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði í viðtali við Mbl í dag það ekki ólíklegt að áfengisverslun opni í netverslun Hagkaupa á komandi misserum og að verslunin sé farin að undirbúa útfærslu á slíkri vefverslun. Hagkaup er nú þegar með vefverslun fyrir snyrtivörur, leikföng, sérvörur og veisluþjónusta. Verslunin er því með vettvang fyrir reksturinn. Í viðtalinu sagði hann einnig að Hagkaup hafi ákveðið að vera ekki fremst í flokki í vefverslun áfengis en það væri orðið ljóst að verslanirnar fái að opna og starfrækja vefverslunina án inngripa frá yfirvöldum. Þess vegna teldi fyrirtækið óhætt að hefja undirbúning á sölunni. Vefverslun áfengis sé lögmæt Fráfarandi dómsmálaráðherra segir það ljóst að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Sjálfur lagði hann fram frumvarp um vefverslun áfengis í desember en það hafi strandað á Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Hann fagnar innkomu einkaframtaksins. „Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá að vefverslun með áfengi sé lögmæt,“ sagði Jón Gunnarsson í viðtali við Mbl í tilefni af því að Costco opnaði vefverslun með áfengi. Jón Gunnarsson fagnar innkomu einkaaðila á áfengissölumarkaði.Vísir/Vilhelm Hann sagði að hérlendis hefðu verið margar vefverslanir um nokkurra ára skeið og þær hafi gengið vel. Um sjálfsagða þróun í takt við almenna verslunarhætti væri að ræða. Í raun mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi samkvæmt lögum. Fyrirtæki hafa smeygt sér fram hjá lagabókstafnum með því að nota birgja eða milliliði sem eru skráðir erlendis. Þannig virka lögin í raun ekki sem skyldi. Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Sjá meira
Í gær bættist verslunarrisinn Costco í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar með Costco-kort geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt samdægurs í verslunina í Kauptúni. Síðasta sumar hófu Heimkaup netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir fyrirtækið undirbúa vefverslun áfengis.Aðsent Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði í viðtali við Mbl í dag það ekki ólíklegt að áfengisverslun opni í netverslun Hagkaupa á komandi misserum og að verslunin sé farin að undirbúa útfærslu á slíkri vefverslun. Hagkaup er nú þegar með vefverslun fyrir snyrtivörur, leikföng, sérvörur og veisluþjónusta. Verslunin er því með vettvang fyrir reksturinn. Í viðtalinu sagði hann einnig að Hagkaup hafi ákveðið að vera ekki fremst í flokki í vefverslun áfengis en það væri orðið ljóst að verslanirnar fái að opna og starfrækja vefverslunina án inngripa frá yfirvöldum. Þess vegna teldi fyrirtækið óhætt að hefja undirbúning á sölunni. Vefverslun áfengis sé lögmæt Fráfarandi dómsmálaráðherra segir það ljóst að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Sjálfur lagði hann fram frumvarp um vefverslun áfengis í desember en það hafi strandað á Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Hann fagnar innkomu einkaframtaksins. „Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá að vefverslun með áfengi sé lögmæt,“ sagði Jón Gunnarsson í viðtali við Mbl í tilefni af því að Costco opnaði vefverslun með áfengi. Jón Gunnarsson fagnar innkomu einkaaðila á áfengissölumarkaði.Vísir/Vilhelm Hann sagði að hérlendis hefðu verið margar vefverslanir um nokkurra ára skeið og þær hafi gengið vel. Um sjálfsagða þróun í takt við almenna verslunarhætti væri að ræða. Í raun mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi samkvæmt lögum. Fyrirtæki hafa smeygt sér fram hjá lagabókstafnum með því að nota birgja eða milliliði sem eru skráðir erlendis. Þannig virka lögin í raun ekki sem skyldi.
Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Sjá meira
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03
Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18