Ljóstrar upp um ástæður andremmu og lausnir við henni Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2023 17:05 Íris Þórsdóttir, tannlæknir, segir auðveldlega hægt að losna við andremmu og það eigi ekki að vera neitt feimnismál. Aðsent Tannlæknir segir nokkrar ástæður geta verið fyrir andremmu en aðalorsökin séu bakteríur. Fólk veigri sér oft við að benda öðrum á andremmu en það eigi ekki að vera feimnismál. Hægt sé að losna við hana með góðri munnhirðu og þar sé tannþráðurinn lykilatriði. Íris Þórsdóttir, tannlæknir, mætti í Reykjavík síðdegis til að ræða um andremmu og hvernig megi losna við hana. Hvað veldur andfýlu? „Andfýla, andremma, er mjög hvimleitt og viðkvæmt mál oft og tíðum, sérstaklega í nánum samböndum. Það geta verið nokkrar ástæður fyrir þessu. Margar þeirra eru tengdar munnholinu, maganum og svo eru dæmi um aðrar orsakir. Aðalorsökin eru bakteríur,“ sagði Íris. „Oftast eru þetta bakteríur sem eru ekki hrifnir af súrefni, þannig þær liggja niður með tönnunum undir tannholdi. Ef við erum mikið af tannholdsbólgum eða tannsteini þá geta þessar bakteríur lifað góðu lífi þarna undir.“ Tyggjó hressir en leysir ekki vandamálið Til að losna við bakteríurnar og þar með andremmuna segir Íris nauðsynlegt að halda góðri munnhirðu, bursta tennur og nota tannþráð. En hvernig er hægt að drepa þær, með góðu móti? „Þá þurfum við að hreinsa tannsteininn til að ná niður bólgunni og þannig reyna að hreinsa upp svæðið þannig það sé lítið sem ekkert af þessum bakteríum. Það er oftast gert hjá tannlækni,“ sagði Íris. „Hins vegar getum við auðvitað bara verið með góða munnhirðu, tannburstað vel og notað tannþráð vegna þess að á milli tannanna grasserar þetta oft. Tannþráðurinn er lykilatriði í þessu og svo eru líka til munnskol sem geta hjálpað. En þetta þarf í rauninni allt þrennt að fara saman.“ En tyggjó eftir máltíð? „Tyggjó er frábært, það er frískandi en leysir kannski ekki orsökina,“ sagði hún. Fólk sem fasti glími oft við andremmu Fólk sem glími við andremmu eigi að leita til tannlæknis segir Íris. Þeir sem fasti geti verið með andremmu í marga mánuði áður en munnholið venst föstunni. „Ég mundi segja að ef einhver er í þessari stöðu eða á maka í þessari stöðu að leita til tannlæknis til að finna orsökina.“ „Svo er líka eitt svolítið merkilegt og það er ef fólk er að fasta, eins og svo margir eru að gera núna, þá getur komið lykt úr meltingarveginum. Þetta er oft tímabundið ástand en getur tekið örfáa mánuði að jafnast,“ sagði Íris. Er hægt að greina vandamálið á einfaldan hátt? „Þetta er oftast bara greint í hefðbundnu eftirliti hjá tannlækni. Við byrjum á að skoða tannholdið, mjög oft er bólga í því. Stundum geta bakteríurnar legið á tungunni í skán og þá þarf að bursta tunguna,“ sagði hún. Af hverju vaknar maður svona andfúll? „Þegar við sofum er munnvatnsframleiðslan minni þannig þá skolast óhreinindin síður í burtu þannig þetta situr í kringum tennurnar af því það er ekki þessi náttúrulega hreinsun,“ sagði Íris um morgunandfýluna. Tannheilsa Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Íris Þórsdóttir, tannlæknir, mætti í Reykjavík síðdegis til að ræða um andremmu og hvernig megi losna við hana. Hvað veldur andfýlu? „Andfýla, andremma, er mjög hvimleitt og viðkvæmt mál oft og tíðum, sérstaklega í nánum samböndum. Það geta verið nokkrar ástæður fyrir þessu. Margar þeirra eru tengdar munnholinu, maganum og svo eru dæmi um aðrar orsakir. Aðalorsökin eru bakteríur,“ sagði Íris. „Oftast eru þetta bakteríur sem eru ekki hrifnir af súrefni, þannig þær liggja niður með tönnunum undir tannholdi. Ef við erum mikið af tannholdsbólgum eða tannsteini þá geta þessar bakteríur lifað góðu lífi þarna undir.“ Tyggjó hressir en leysir ekki vandamálið Til að losna við bakteríurnar og þar með andremmuna segir Íris nauðsynlegt að halda góðri munnhirðu, bursta tennur og nota tannþráð. En hvernig er hægt að drepa þær, með góðu móti? „Þá þurfum við að hreinsa tannsteininn til að ná niður bólgunni og þannig reyna að hreinsa upp svæðið þannig það sé lítið sem ekkert af þessum bakteríum. Það er oftast gert hjá tannlækni,“ sagði Íris. „Hins vegar getum við auðvitað bara verið með góða munnhirðu, tannburstað vel og notað tannþráð vegna þess að á milli tannanna grasserar þetta oft. Tannþráðurinn er lykilatriði í þessu og svo eru líka til munnskol sem geta hjálpað. En þetta þarf í rauninni allt þrennt að fara saman.“ En tyggjó eftir máltíð? „Tyggjó er frábært, það er frískandi en leysir kannski ekki orsökina,“ sagði hún. Fólk sem fasti glími oft við andremmu Fólk sem glími við andremmu eigi að leita til tannlæknis segir Íris. Þeir sem fasti geti verið með andremmu í marga mánuði áður en munnholið venst föstunni. „Ég mundi segja að ef einhver er í þessari stöðu eða á maka í þessari stöðu að leita til tannlæknis til að finna orsökina.“ „Svo er líka eitt svolítið merkilegt og það er ef fólk er að fasta, eins og svo margir eru að gera núna, þá getur komið lykt úr meltingarveginum. Þetta er oft tímabundið ástand en getur tekið örfáa mánuði að jafnast,“ sagði Íris. Er hægt að greina vandamálið á einfaldan hátt? „Þetta er oftast bara greint í hefðbundnu eftirliti hjá tannlækni. Við byrjum á að skoða tannholdið, mjög oft er bólga í því. Stundum geta bakteríurnar legið á tungunni í skán og þá þarf að bursta tunguna,“ sagði hún. Af hverju vaknar maður svona andfúll? „Þegar við sofum er munnvatnsframleiðslan minni þannig þá skolast óhreinindin síður í burtu þannig þetta situr í kringum tennurnar af því það er ekki þessi náttúrulega hreinsun,“ sagði Íris um morgunandfýluna.
Tannheilsa Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent