Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Árni Sæberg og Kristján Már Unnarsson skrifa 14. júní 2023 20:08 Haraldur Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps, við Þjórsá, sem verður virkjuð með Hvammsvirkjun. Stöð 2/Sigurjón Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. Þrátt fyrir frestun í Rangárþingi-ytra er fastlega búist við því að framkvæmdaleyfið verði samþykkt þar á föstudaginn í næstu viku. Andstaðan gegn Hvammsvirkjun var fyrst og fremst Skeiða- og Gnúpverjahreppsmegin við Þjórsá en framkvæmdaleyfið var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða sveitarstjórnarmanna hreppsins. Fjórir greiddu atkvæði með og einn á móti. Í salnum voru þó staddir mótmælendur. Ekki ríkir sátt um Hvammsvirkjun í Skeiða- og Gnúverjahreppi.Stöð 2/Sigurjón Setja á fót eftirlitsnefnd með framkvæmdunum Kristján Már Unnarsson skellti sér að bökkum Þjórsár og ræddi við Harald Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann segir ekkert hik hafa verið á sveitarstjórn hreppsins líkt og á nágrönnum þeirra hinum megin við ána. „Það hefur mikil vinna farið í að fara yfir framkvæmdaleyfisumsóknina og fara yfir allt málið og niðurstaðan af þeirri vinnu er ítarleg greinargerð, sem við leggjum fram, sem rammar inn sextán skilyrði gagnvart framkvæmdinni og í fyrsta sinn á Íslandi erum við að stofna eftirlitsnefnd, sem mun fylgjast með framkvæmdinni og tryggja það að öllum fyrirvörum verði uppfyllt,“ segir hann. Engar stórframkvæmdir alveg á næstunni Landsvirkjun hefur þegar boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð verða opnuð strax í næstu viku og stefnt er að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Hér mun stíflan rísa.Vísir/Kristján Már „Þetta er í rauninni allt að fara af stað. En í sjálfu sér framkvæmdir við virkjunina sjálfa, stöðvarhúsið og svo framvegis, það er ekki að hefjast á þessu ári. Það er fyrst og fremst vegagerð og aðstöðusköpun sem mun hefjast á þessu ári. Það er áætlað að það fari níu hundruð ársverk í byggingu virkjunarinnar og hún muni taka um það bil fjögur ár,“ segir Haraldur Þór. Þrjátíu ára deilum lokið Haraldur Þór segir það fjarri lagi að fullkomin sátt sé um framkvæmdina í sveitarfélaginu. „Ég held að engin framkvæmd hafi orsakað jafnmiklar deilur. Þetta er á þriðja áratug sem undirbúningur hefur staðið yfir. Nei, ég get nú ekki sagt að það sé sátt en á einhverjum tímapunkti þarf málið að enda og það er ákveðinn léttir að við séum á þeim tímapunkti í dag og getum farið að horfa fram á veginn.“ Þetta landssvæði í Þjórsárdal fer undir inntakslón Hvammsvirkjunar.Stöð 2/Sigurjón Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Landsvirkjun greiðir 19,5 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 14,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi, en var 10,7 milljarðar á sama tímabili í fyrra og hækkar því um 40,6 prósent milli ára. Aðalfundur félagsins samþykkti að greiða eiganda sínum íslenska ríkinu um 19,5 milljarða króna í arð. 15. maí 2023 21:34 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þrátt fyrir frestun í Rangárþingi-ytra er fastlega búist við því að framkvæmdaleyfið verði samþykkt þar á föstudaginn í næstu viku. Andstaðan gegn Hvammsvirkjun var fyrst og fremst Skeiða- og Gnúpverjahreppsmegin við Þjórsá en framkvæmdaleyfið var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða sveitarstjórnarmanna hreppsins. Fjórir greiddu atkvæði með og einn á móti. Í salnum voru þó staddir mótmælendur. Ekki ríkir sátt um Hvammsvirkjun í Skeiða- og Gnúverjahreppi.Stöð 2/Sigurjón Setja á fót eftirlitsnefnd með framkvæmdunum Kristján Már Unnarsson skellti sér að bökkum Þjórsár og ræddi við Harald Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann segir ekkert hik hafa verið á sveitarstjórn hreppsins líkt og á nágrönnum þeirra hinum megin við ána. „Það hefur mikil vinna farið í að fara yfir framkvæmdaleyfisumsóknina og fara yfir allt málið og niðurstaðan af þeirri vinnu er ítarleg greinargerð, sem við leggjum fram, sem rammar inn sextán skilyrði gagnvart framkvæmdinni og í fyrsta sinn á Íslandi erum við að stofna eftirlitsnefnd, sem mun fylgjast með framkvæmdinni og tryggja það að öllum fyrirvörum verði uppfyllt,“ segir hann. Engar stórframkvæmdir alveg á næstunni Landsvirkjun hefur þegar boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð verða opnuð strax í næstu viku og stefnt er að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Hér mun stíflan rísa.Vísir/Kristján Már „Þetta er í rauninni allt að fara af stað. En í sjálfu sér framkvæmdir við virkjunina sjálfa, stöðvarhúsið og svo framvegis, það er ekki að hefjast á þessu ári. Það er fyrst og fremst vegagerð og aðstöðusköpun sem mun hefjast á þessu ári. Það er áætlað að það fari níu hundruð ársverk í byggingu virkjunarinnar og hún muni taka um það bil fjögur ár,“ segir Haraldur Þór. Þrjátíu ára deilum lokið Haraldur Þór segir það fjarri lagi að fullkomin sátt sé um framkvæmdina í sveitarfélaginu. „Ég held að engin framkvæmd hafi orsakað jafnmiklar deilur. Þetta er á þriðja áratug sem undirbúningur hefur staðið yfir. Nei, ég get nú ekki sagt að það sé sátt en á einhverjum tímapunkti þarf málið að enda og það er ákveðinn léttir að við séum á þeim tímapunkti í dag og getum farið að horfa fram á veginn.“ Þetta landssvæði í Þjórsárdal fer undir inntakslón Hvammsvirkjunar.Stöð 2/Sigurjón
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Landsvirkjun greiðir 19,5 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 14,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi, en var 10,7 milljarðar á sama tímabili í fyrra og hækkar því um 40,6 prósent milli ára. Aðalfundur félagsins samþykkti að greiða eiganda sínum íslenska ríkinu um 19,5 milljarða króna í arð. 15. maí 2023 21:34 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35
Landsvirkjun greiðir 19,5 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 14,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi, en var 10,7 milljarðar á sama tímabili í fyrra og hækkar því um 40,6 prósent milli ára. Aðalfundur félagsins samþykkti að greiða eiganda sínum íslenska ríkinu um 19,5 milljarða króna í arð. 15. maí 2023 21:34
Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55
Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12