Meistararnir byrja titilvörnina gegn Jóa Berg og félögum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júní 2023 09:01 Vincent Kompany er þjálfari Jóa Berg hjá Burnley, en einnig fyrrverandi leikmaður Manchester City og goðsögn hjá félaginu. Michael Regan/Getty Images Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínum fyrsta leik í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili. Greint var frá leikjaniðurröðun næsta tímabils nú fyrir skemmstu og Burnley tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik tímabilsins. Fótboltaþyrstir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar eru yfirleitt varla búnir að jafna sig á sigrum og töpum síðasta tímabils þegar þeir eru farnir að huga að næsta tímabili og þeir bíða oft spenntir eftir því að sjá hvernig leikjum verður raðað niður. Leikjaniðurröðunin var birt nú fyrir skemmstu og hér fyrir neðan verður stiklað á stóru og lesendum bent á einhverja stórleiki næsta tímabils. Titilvörnin hefst í Burnley Jóhann Berg og félagar í Burnley fá það öfundsverða verkefni að verða fyrsta liðið til að mæta Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar föstudagskvöldið 11. ágúst næstkomandi. Vincent Kompany, goðsögn í sögu Manchester City, er þjálfari Burnley. 🚨 OFFICIAL 🚨Here is the opening set of Premier League fixtures for the 23/24 season 🙌 pic.twitter.com/0Il3ql7fBc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Stærsti leikur fyrstu umferðarinnar er þó líklega viðureign Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge þar sem nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, Mauricio Pochettino, stýrir liðinu í fyrsta sinn í deildinni. Stærstu liðin á minnsta vellinum Saga Luton Town hefur vakið verðskuldaða athygli knattspyrnuáhugamanna og liðið er komið aftur í ensku úrvalsdeildina. Það er þó völlur liðsins sem hefur vakið hvað mesta athygli, en hann tekur aðeins rétt rúmlega tíu þúsund manns í sæti. Stórlið Englands þurfa því að sætta sig við að fá fáa miða á útileiki gegn Luton, en liðið tekur á móti Tottenham 7. október, Liverpool 4. nóvember, Arsenal 5. desember, Manchester City 9. desember, Chelsea 30. desember og Manchester United 17. febrúar. Einn af inngöngum á Kenilworth Road, heimavöll Luton Town.Joe Giddens/PA Images via Getty Images Stóru nágrannaslagirnir Þá hafa einnig margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar mikinn áhuga á því að vita hvenær stærstu nágrannaslagir deildarinnar fara fram. Hér verður farið yfir stærstu Lundúnaslagina, Manchester-slagina og slag Liverpool við Manchester-liðin. Leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar má svo sjá á heimasíðu deildarinnar með því að smella hér. Arsenal - Tottenham 23. september Chelsea - Arsenal 21. október Manchester United - Manchester City 28. október Tottenham - Chelsea 4. nóvember Manchester City - Liverpool 25. nóvember Liverpool - Manchester United 16. desember Chelsea - Tottenham 24. febrúar Manchester City - Manchester United 2. mars Liverpool - Manchester City 9. mars Arsenal - Chelsea 16. mars Manchester United - Liverpool 6. apríl Tottenham - Arsenal 27. apríl Enski boltinn Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Sjá meira
Fótboltaþyrstir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar eru yfirleitt varla búnir að jafna sig á sigrum og töpum síðasta tímabils þegar þeir eru farnir að huga að næsta tímabili og þeir bíða oft spenntir eftir því að sjá hvernig leikjum verður raðað niður. Leikjaniðurröðunin var birt nú fyrir skemmstu og hér fyrir neðan verður stiklað á stóru og lesendum bent á einhverja stórleiki næsta tímabils. Titilvörnin hefst í Burnley Jóhann Berg og félagar í Burnley fá það öfundsverða verkefni að verða fyrsta liðið til að mæta Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar föstudagskvöldið 11. ágúst næstkomandi. Vincent Kompany, goðsögn í sögu Manchester City, er þjálfari Burnley. 🚨 OFFICIAL 🚨Here is the opening set of Premier League fixtures for the 23/24 season 🙌 pic.twitter.com/0Il3ql7fBc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Stærsti leikur fyrstu umferðarinnar er þó líklega viðureign Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge þar sem nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, Mauricio Pochettino, stýrir liðinu í fyrsta sinn í deildinni. Stærstu liðin á minnsta vellinum Saga Luton Town hefur vakið verðskuldaða athygli knattspyrnuáhugamanna og liðið er komið aftur í ensku úrvalsdeildina. Það er þó völlur liðsins sem hefur vakið hvað mesta athygli, en hann tekur aðeins rétt rúmlega tíu þúsund manns í sæti. Stórlið Englands þurfa því að sætta sig við að fá fáa miða á útileiki gegn Luton, en liðið tekur á móti Tottenham 7. október, Liverpool 4. nóvember, Arsenal 5. desember, Manchester City 9. desember, Chelsea 30. desember og Manchester United 17. febrúar. Einn af inngöngum á Kenilworth Road, heimavöll Luton Town.Joe Giddens/PA Images via Getty Images Stóru nágrannaslagirnir Þá hafa einnig margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar mikinn áhuga á því að vita hvenær stærstu nágrannaslagir deildarinnar fara fram. Hér verður farið yfir stærstu Lundúnaslagina, Manchester-slagina og slag Liverpool við Manchester-liðin. Leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar má svo sjá á heimasíðu deildarinnar með því að smella hér. Arsenal - Tottenham 23. september Chelsea - Arsenal 21. október Manchester United - Manchester City 28. október Tottenham - Chelsea 4. nóvember Manchester City - Liverpool 25. nóvember Liverpool - Manchester United 16. desember Chelsea - Tottenham 24. febrúar Manchester City - Manchester United 2. mars Liverpool - Manchester City 9. mars Arsenal - Chelsea 16. mars Manchester United - Liverpool 6. apríl Tottenham - Arsenal 27. apríl
Arsenal - Tottenham 23. september Chelsea - Arsenal 21. október Manchester United - Manchester City 28. október Tottenham - Chelsea 4. nóvember Manchester City - Liverpool 25. nóvember Liverpool - Manchester United 16. desember Chelsea - Tottenham 24. febrúar Manchester City - Manchester United 2. mars Liverpool - Manchester City 9. mars Arsenal - Chelsea 16. mars Manchester United - Liverpool 6. apríl Tottenham - Arsenal 27. apríl
Enski boltinn Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Sjá meira