„Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. júní 2023 21:00 Formaður SL segir sviðslistir plássfrekar og að það þurfi að tryggja þeim gott og aðgengilegt húsnæði. Vísir/Einar Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. Greint var frá því í fréttum fyrr í vikunni að verði ekkert gert til að bæta fjárhagsstöðu Tjarnarbíós verður skellt þar í lás í haust. Þá var einnig í vikunni greint frá því að húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði hafi verið selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Innan SL eru um fimmtíu sviðslistahópar sem treysta á að geta sýnt listir sínar í þessum tveimur leikhúsum. Verði þeim lokað standa þeim fáir kostir til boða. Innan hópsins eru sirkusfólk, óperuleikarar, dansarar, drag-fólk og fólk í improv. „Senan er að sækja í sig veðrið. Bæði hvað varðar mannfjölda og fjölbreytileika. Það er erfið staða og verið erfið staða um langa hríð í sjálfstæðu senunni,“ segir Orri. Samtökin stofnuð til að tryggja húsnæði Hann segir að samtökin, SL, hafi verið stofnuð fyrir tæpum 40 árum með það markmið að tryggja sviðlistasenunni húsnæði, en þeim hefur fækkað verulega síðustu ár. Sem dæmi um staði sem hafa hætt eða verið lokað er Norðurpóllinn á Seltjarnarnesi, Loftkastalinn og Iðnó. Orri segir að fólk hafi brugðist við þessu með því að nýta sér félagsheimili, skemmtistaði og allskyns húsnæði víðs vegar um land en að aðstaðan sé ekki endilega fyrir atvinnustarfsemi. „Sjálfstæðu leikhúsin eru í eðli sínu þannig alls staðar í heiminum að þeim verður ekki haldið úti nema með dyggum stuðningi úr opinberum sjóðum og við í okkar litla markaðssamfélagi erum engin undantekning á því,“ segir Orri. Hann segir það mikið reiðarslag fyrir sjálfstæðu senuna og samfélagið, sérstaklega í Hafnarfirði, að Gaflaraleikhúsið hafi misst húsnæðið sitt. „Það er ósk okkar og von að það sé hægt að ráða fljóta bót á þeirra málum.“ Hér áður voru fleiri leikhús eins og Norðurpóllinn, Loftkastalinn og Iðnó en þar fara ekki fram leiksýningar lengur. Gamla bíó og Harpa henta litlum hópum svo illa að sögn Orra en hóparnir hafa oft lítið á milli handanna. „Þess vegna er Tjarnarbíó gróðramiðstöð og lífsnauðsynlegt sjálfstæðum sviðslistum á Íslandi,“ segir hann og að þótt svo að Reykjavíkurborg hafi stutt dyggilega við bíóið sé bíóið síðasta vígi sjálfstæðu senunnar. „Þetta er að verða síðasta vígi sjálfstæðu senunnar í höfuðborginni, eða á höfuðborgarsvæðinu öllu,“ segir Orri og að loki þessi tvö leikhús hafi 52 aðildarfélagar SL ekkert annað að leita. Plássfrekar sviðslistir Orri segir að sviðslistir séu allavegana í laginu en séu plássfrekar. Það þurfi pláss fyrir listafólkið og aðgengi fyrir gesti. Hana sé að finna í Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Hann segir samtal hafið við bæði borg og ríki um áframhaldandi starfsemi en að tíminn vinni ekki með þeim. Orri mun leiða vinnu innan ráðuneytis menningar og viðskipta um fyrstu stefnumótunin sem gerð verður um sviðslistafólk en á ekki von á því að hún verði tilbúin fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. Orri segir starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna í eðli sínu ólíka þeirri sem er í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann segir svigrúmið þar ekki það sama og í sjálfstæðu leikhúsunum og þess vegna velji margir sér að starfa frekar innan sjálfstæðu leikhúsanna. „Við erum með fullt af sviðslistafólki sem velur það að starfa sjálfstætt því hér fær það að vinna hluti eftir annarri nálgun eða með öðrum gleraugum eða jafnvel önnur viðfangsefni en væri hægt að vinna með í Þjóðleikhúsi eða Borgarleikhúsi. Þetta bætir allt hvert annað upp,“ segir Orri og að það sé nauðsynlegt að bæta aðbúnað þeirra sem vilja starfa innan sjálfstæðu leikhúsanna. En hefur hann trú á því að ríki og borg bregðist við? „Það er einlæg trú mín að hér komi fólk saman til að standa vörð um þessa mikilvægu sviðslistastarfsemi. Ég hef ekki trú á því að ráðafólk, sama hvort það er hjá borginni eða ríkinu vilji hugsa þá hugsun til enda að starfsemin hér leggist af og það er unnið af því öllum árum í faginu að svo verði ekki. Ég hef bjargfasta trú á því að svo verði bundið um hnútana að þessi blómlega starfsemi haldi áfram að vaxa.“ Leikhús Menning Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
Greint var frá því í fréttum fyrr í vikunni að verði ekkert gert til að bæta fjárhagsstöðu Tjarnarbíós verður skellt þar í lás í haust. Þá var einnig í vikunni greint frá því að húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði hafi verið selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Innan SL eru um fimmtíu sviðslistahópar sem treysta á að geta sýnt listir sínar í þessum tveimur leikhúsum. Verði þeim lokað standa þeim fáir kostir til boða. Innan hópsins eru sirkusfólk, óperuleikarar, dansarar, drag-fólk og fólk í improv. „Senan er að sækja í sig veðrið. Bæði hvað varðar mannfjölda og fjölbreytileika. Það er erfið staða og verið erfið staða um langa hríð í sjálfstæðu senunni,“ segir Orri. Samtökin stofnuð til að tryggja húsnæði Hann segir að samtökin, SL, hafi verið stofnuð fyrir tæpum 40 árum með það markmið að tryggja sviðlistasenunni húsnæði, en þeim hefur fækkað verulega síðustu ár. Sem dæmi um staði sem hafa hætt eða verið lokað er Norðurpóllinn á Seltjarnarnesi, Loftkastalinn og Iðnó. Orri segir að fólk hafi brugðist við þessu með því að nýta sér félagsheimili, skemmtistaði og allskyns húsnæði víðs vegar um land en að aðstaðan sé ekki endilega fyrir atvinnustarfsemi. „Sjálfstæðu leikhúsin eru í eðli sínu þannig alls staðar í heiminum að þeim verður ekki haldið úti nema með dyggum stuðningi úr opinberum sjóðum og við í okkar litla markaðssamfélagi erum engin undantekning á því,“ segir Orri. Hann segir það mikið reiðarslag fyrir sjálfstæðu senuna og samfélagið, sérstaklega í Hafnarfirði, að Gaflaraleikhúsið hafi misst húsnæðið sitt. „Það er ósk okkar og von að það sé hægt að ráða fljóta bót á þeirra málum.“ Hér áður voru fleiri leikhús eins og Norðurpóllinn, Loftkastalinn og Iðnó en þar fara ekki fram leiksýningar lengur. Gamla bíó og Harpa henta litlum hópum svo illa að sögn Orra en hóparnir hafa oft lítið á milli handanna. „Þess vegna er Tjarnarbíó gróðramiðstöð og lífsnauðsynlegt sjálfstæðum sviðslistum á Íslandi,“ segir hann og að þótt svo að Reykjavíkurborg hafi stutt dyggilega við bíóið sé bíóið síðasta vígi sjálfstæðu senunnar. „Þetta er að verða síðasta vígi sjálfstæðu senunnar í höfuðborginni, eða á höfuðborgarsvæðinu öllu,“ segir Orri og að loki þessi tvö leikhús hafi 52 aðildarfélagar SL ekkert annað að leita. Plássfrekar sviðslistir Orri segir að sviðslistir séu allavegana í laginu en séu plássfrekar. Það þurfi pláss fyrir listafólkið og aðgengi fyrir gesti. Hana sé að finna í Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Hann segir samtal hafið við bæði borg og ríki um áframhaldandi starfsemi en að tíminn vinni ekki með þeim. Orri mun leiða vinnu innan ráðuneytis menningar og viðskipta um fyrstu stefnumótunin sem gerð verður um sviðslistafólk en á ekki von á því að hún verði tilbúin fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. Orri segir starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna í eðli sínu ólíka þeirri sem er í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann segir svigrúmið þar ekki það sama og í sjálfstæðu leikhúsunum og þess vegna velji margir sér að starfa frekar innan sjálfstæðu leikhúsanna. „Við erum með fullt af sviðslistafólki sem velur það að starfa sjálfstætt því hér fær það að vinna hluti eftir annarri nálgun eða með öðrum gleraugum eða jafnvel önnur viðfangsefni en væri hægt að vinna með í Þjóðleikhúsi eða Borgarleikhúsi. Þetta bætir allt hvert annað upp,“ segir Orri og að það sé nauðsynlegt að bæta aðbúnað þeirra sem vilja starfa innan sjálfstæðu leikhúsanna. En hefur hann trú á því að ríki og borg bregðist við? „Það er einlæg trú mín að hér komi fólk saman til að standa vörð um þessa mikilvægu sviðslistastarfsemi. Ég hef ekki trú á því að ráðafólk, sama hvort það er hjá borginni eða ríkinu vilji hugsa þá hugsun til enda að starfsemin hér leggist af og það er unnið af því öllum árum í faginu að svo verði ekki. Ég hef bjargfasta trú á því að svo verði bundið um hnútana að þessi blómlega starfsemi haldi áfram að vaxa.“
Leikhús Menning Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00
„Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19