Stjörnukylfingar að eignast hlut í Leeds Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2023 11:30 Rickie Fowler og Jordan Spieth ætla að koma að krafti inn í enska boltann. getty/Ben Jared Þrír af fremstu kylfingum heims vilja eignast hlut í enska B-deildarfélaginu Leeds United. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Rickie Fowler, Justin Thomas og Jordan Spieth. Þeir verða hluti af eigendahópnum 49ers Enterprises sem samþykkti í síðustu viku að kaupa núverandi eiganda Leeds, Andrea Radrizzani, út. Eins og nafn hópsins gefur til kynna er hann tengdur NFL-liðinu San Francisco 49ers. Meðal annarra íþróttamanna sem eru hluti af eigendahópnum er Larry Nance, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni. Nú þegar á 49ers Enterprises 44 prósent hlut í Leeds en eigendahópurinn ætlar að kaupa 56 prósenta hlut Radrizzani í félaginu. Verðmæti hans er metið á 170 milljónir punda. Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Félagið er í stjóraleit eftir að Sam Allardyce ákvað að halda ekki áfram með það. Golf Enski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þetta eru Bandaríkjamennirnir Rickie Fowler, Justin Thomas og Jordan Spieth. Þeir verða hluti af eigendahópnum 49ers Enterprises sem samþykkti í síðustu viku að kaupa núverandi eiganda Leeds, Andrea Radrizzani, út. Eins og nafn hópsins gefur til kynna er hann tengdur NFL-liðinu San Francisco 49ers. Meðal annarra íþróttamanna sem eru hluti af eigendahópnum er Larry Nance, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni. Nú þegar á 49ers Enterprises 44 prósent hlut í Leeds en eigendahópurinn ætlar að kaupa 56 prósenta hlut Radrizzani í félaginu. Verðmæti hans er metið á 170 milljónir punda. Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Félagið er í stjóraleit eftir að Sam Allardyce ákvað að halda ekki áfram með það.
Golf Enski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira