Stígamót kæra tvö tilfelli ofbeldis til lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2023 10:46 Stígamót hafa nú gripið til þess að kæra tvö tilfelli ofbeldis en með því vilja þau, að sögn Drífu Snædal, senda út þau skilaboð að ekkert ofbeldi verði liðið. vísir/vilhelm Samtökin Stígamót vilja taka skýrt fram að hótanir, ógnanir, áreiti eða umsáturseinelti gegn starfsfólki Stígamóta verði ekki liðið og hafa tvö tilfelli af því tagi verið kærð til lögreglu. Að sögn Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, er um að ræða tvær kærur sem Stígamót hafa lagt fram til lögreglu. „Við viljum gefa það mjög skýrt út að áreiti í gegnum tölvupósta eða öðruvísi hótanir eða ógnanir verða ekki liðnar,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Drífa segist ekki vilja fara nánar í saumana á því hvers kyns umræddar hótanir eru; að ræða einstök mál. Hún segir það vissulega svo að eðli starfs þeirra sé að fást við ofbeldismál en þau hafi komist að þeirri niðurstöðu að nauðsyn væri á að hafa skýrar línur. Og þess vegna kæri Stígamót nú. „Ábyrgð vinnustaðarins er að tryggja að þetta verði ekki liðið og fari í réttan farveg,“ segir Drífa og vonast til að kærur Stígamóta núna verði til þess að fólk fylgi því fordæmi ef svo ber undir. Drífa segir jafnframt að vissulega sé það svo að þeir sem hafi mátt sæta ofbeldi hafi ekki getað treyst á að sækja rétt sinn. „Yfirvöld eða dómsstólar hafa ekkert alltaf verið bestu vinir þolenda en þetta er það sem við höfum. Og við viljum tryggja að hlutir fari í þennan farveg og hvetjum aðra vinnustaði til að þola ekki ofbeldi gegn starfsfólki og kæra slíkt umsvifalaust, hvort sem hótanir berast rafrænt eða með beinni hætti.“ Hún segir að Stígamót séu samtök sem hafa barist gegn ofbeldi í meira en þrjá áratugi og leitast við að valdefla fólk svo það megi takast á við afleiðingar ofbeldis. „Stígamót eru griðarstaður fyrir þau sem til okkar leita og starfsfólk þarf að finna fyrir öryggi líka eins og fólk alls staðar á rétt á. Samtökin eru þéttu samstarfi við lögregluyfirvöld sem aðstoða okkur við að bregðast hratt og örugglega við ef svo ber undir.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Að sögn Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, er um að ræða tvær kærur sem Stígamót hafa lagt fram til lögreglu. „Við viljum gefa það mjög skýrt út að áreiti í gegnum tölvupósta eða öðruvísi hótanir eða ógnanir verða ekki liðnar,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Drífa segist ekki vilja fara nánar í saumana á því hvers kyns umræddar hótanir eru; að ræða einstök mál. Hún segir það vissulega svo að eðli starfs þeirra sé að fást við ofbeldismál en þau hafi komist að þeirri niðurstöðu að nauðsyn væri á að hafa skýrar línur. Og þess vegna kæri Stígamót nú. „Ábyrgð vinnustaðarins er að tryggja að þetta verði ekki liðið og fari í réttan farveg,“ segir Drífa og vonast til að kærur Stígamóta núna verði til þess að fólk fylgi því fordæmi ef svo ber undir. Drífa segir jafnframt að vissulega sé það svo að þeir sem hafi mátt sæta ofbeldi hafi ekki getað treyst á að sækja rétt sinn. „Yfirvöld eða dómsstólar hafa ekkert alltaf verið bestu vinir þolenda en þetta er það sem við höfum. Og við viljum tryggja að hlutir fari í þennan farveg og hvetjum aðra vinnustaði til að þola ekki ofbeldi gegn starfsfólki og kæra slíkt umsvifalaust, hvort sem hótanir berast rafrænt eða með beinni hætti.“ Hún segir að Stígamót séu samtök sem hafa barist gegn ofbeldi í meira en þrjá áratugi og leitast við að valdefla fólk svo það megi takast á við afleiðingar ofbeldis. „Stígamót eru griðarstaður fyrir þau sem til okkar leita og starfsfólk þarf að finna fyrir öryggi líka eins og fólk alls staðar á rétt á. Samtökin eru þéttu samstarfi við lögregluyfirvöld sem aðstoða okkur við að bregðast hratt og örugglega við ef svo ber undir.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira