Áfengismálin ekki einkamál eins ráðuneytis Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2023 18:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn. Í gær sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt væri að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi í heild sinni. Kallaði hann ástandið sem ríkir á áfengismarkaði „villta vestrið“ vegna fjölda áfengisnetverslana sem opnað hafa síðastliðin tvö ár. Með því að reka netverslun komast fyrirtæki hjá löggjöf sem bannar einkaaðilum að selja áfengi í verslunum án sérstaks vínveitingaleyfis sem oftar en ekki er einungis veitt öldurhúsum og veitingastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir orð dómsmálaráðherra en vill leggja áherslu á að það þurfi að kalla fleiri að borðinu, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk og sérfræðinga í lýðheilsumálum, ekki einungis smásala. „Af því að við höfum haft hér ákveðna stefnu sem snýst um að heimila ekki óheft aðgengi að áfengi. Það hefur verið hluti af okkar lýðheilsu- og forvarnarstefnu. Nú sjáum við að tæknibreytingar eru að hafa þau áhrif að viðskiptahættir eru að breytast og við verðum að vera raunsæ á að sú breyting er ekki að fara neitt og þá skiptir einmitt máli að kalla alla að borðinu til að skapa sátt um hvernig við viljum hafa áfengisstefnuna á Íslandi,“ segir Katrín. Hún segist sjálf ekki vera sammála því að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara og ætti að vera seld í matvörubúðum en hins vegar þurfi að þróa löggjöfina í takt við breytta viðskiptahætti. Netverslunin sé komin til að vera og því sé alvarleg umræða fram undan. Dómsmálaráðherra sagði við mig í gær að það hafi reynst erfitt að koma frumvörpum tengdum áfengi út úr ríkisstjórninni, hvað veldur því? „Það er vegna þess að ég er meðal þeirra og það eru fleiri innan ríkisstjórnarflokkanna sem telja þessi mál verðskulda umræðu á miklu breiðari grunni en svo að þau séu einkamál eins ráðuneytis,“ segir Katrín. Hafa verið tekin skref til að koma þessari umræðu á breiðara stig? „Við þurfum að taka slík skref, það er algjörlega rétt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Í gær sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt væri að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi í heild sinni. Kallaði hann ástandið sem ríkir á áfengismarkaði „villta vestrið“ vegna fjölda áfengisnetverslana sem opnað hafa síðastliðin tvö ár. Með því að reka netverslun komast fyrirtæki hjá löggjöf sem bannar einkaaðilum að selja áfengi í verslunum án sérstaks vínveitingaleyfis sem oftar en ekki er einungis veitt öldurhúsum og veitingastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir orð dómsmálaráðherra en vill leggja áherslu á að það þurfi að kalla fleiri að borðinu, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk og sérfræðinga í lýðheilsumálum, ekki einungis smásala. „Af því að við höfum haft hér ákveðna stefnu sem snýst um að heimila ekki óheft aðgengi að áfengi. Það hefur verið hluti af okkar lýðheilsu- og forvarnarstefnu. Nú sjáum við að tæknibreytingar eru að hafa þau áhrif að viðskiptahættir eru að breytast og við verðum að vera raunsæ á að sú breyting er ekki að fara neitt og þá skiptir einmitt máli að kalla alla að borðinu til að skapa sátt um hvernig við viljum hafa áfengisstefnuna á Íslandi,“ segir Katrín. Hún segist sjálf ekki vera sammála því að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara og ætti að vera seld í matvörubúðum en hins vegar þurfi að þróa löggjöfina í takt við breytta viðskiptahætti. Netverslunin sé komin til að vera og því sé alvarleg umræða fram undan. Dómsmálaráðherra sagði við mig í gær að það hafi reynst erfitt að koma frumvörpum tengdum áfengi út úr ríkisstjórninni, hvað veldur því? „Það er vegna þess að ég er meðal þeirra og það eru fleiri innan ríkisstjórnarflokkanna sem telja þessi mál verðskulda umræðu á miklu breiðari grunni en svo að þau séu einkamál eins ráðuneytis,“ segir Katrín. Hafa verið tekin skref til að koma þessari umræðu á breiðara stig? „Við þurfum að taka slík skref, það er algjörlega rétt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira