Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Kjartan Kjartansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 18. júní 2023 12:49 Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra eftir ríkisráðsfund á morgun. Vísir/Sigurjón Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. Bjarni sagði Jón hafa staðið sig afburðavel sem ráðherra þegar hann greindi frá ákvörðun þingflokksins nú fyrir stundu. Jón njóti stuðnings sjálfstæðismanna um allt land en hann hefði trú á að Guðrún gæti komið og fylgt því vel eftir. Ákvörðunin hafi verið erfið að því leyti að ráðherraefnin í flokknum væru fleiri en stólarnir í boði. Minntist Bjarni sérstaklega á að þetta væri í fyrsta skipti sem konur væri í meirihluta í ráðherraliði flokksins. Guðrún, sem er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður Suðurkjördæmis, tekur við embætti að loknum ríkisráðsfundi á morgun. Hún sagðist spennt fyrir verkefninu. Spurð að því hvort að vænta mætti stefnubreytingar sagði hún að Jón hefði unnið eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins og landsfundar hans. „Ég mun að sjálfsögðu gera það líka.“ Einhverjar breytingar verði gerðar en fyrst ætli hún að fara í ráðuneytið og kynna sér hvaða mál séu mest aðkallandi. „Svo munum við sjá til hvernig mál þróast,“ sagði hún. Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, á leið úr Valhöll eftir fundinn í dag.Vísir/Sigurjón „Svona er bara pólitíkin“ Jón sagði ákvörðunina í samræmi við það sem lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins en neitaði því ekki að hann hefði viljað sitja áfram sem ráðherra. „Svona er nú bara pólitíkin,“ sagði hann að fundi loknum. Bjarni sagðist meðvitaður um að Jón hefði metnað til þess að sitja áfram og fundið fyrir ákalli um að kraftar hans fengju áfram að njóta sín. Hann hafi sagt honum að hann mætti vera gríðarlega stoltur af þeim verkum sem hann hefði skilað sem ráðherra. „Ég óttast það ekki,“ sagði Bjarni spurður að því hvort að skiptin gætu valdið sundrung innan flokksins. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, sagði einhug í þingflokknum um ráðherraskiptin. Jóns yrði sárt saknað sem ráðherra en hann væri sjálfur ánægður með að þingmaður úr kjördæmi hans fengi ráðherraembætti. Erfiður tími fyrir þá sem eru ósammála Sjálfstæðisflokknum Jón þakkaði fyrir sig í Facebook-færslu sem hann birti skömmu eftir að þingflokksfundinum lauk. Margir málaflokkar dómsmálaráðuneytisins hafi staðið á tímamótum, sérstaklega útlendingamál og löggæsla. „Við höfum orðið varir við að þetta hefur verið erfiður tími fyrir þá sem eru ekki fylgjandi Sjálfstæðisflokknum í skoðunum,“ skrifaði Jón með mynd af þeim Brynjari Níelssyni og Ingvari Smára Birgissyni, aðstoðarmönnum hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Vesturlandsvegi „Brjálæðislega há laun“ borgarstjóra séu sexfalt hærri en laun láglaunakvenna í borginni Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Sjá meira
Bjarni sagði Jón hafa staðið sig afburðavel sem ráðherra þegar hann greindi frá ákvörðun þingflokksins nú fyrir stundu. Jón njóti stuðnings sjálfstæðismanna um allt land en hann hefði trú á að Guðrún gæti komið og fylgt því vel eftir. Ákvörðunin hafi verið erfið að því leyti að ráðherraefnin í flokknum væru fleiri en stólarnir í boði. Minntist Bjarni sérstaklega á að þetta væri í fyrsta skipti sem konur væri í meirihluta í ráðherraliði flokksins. Guðrún, sem er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður Suðurkjördæmis, tekur við embætti að loknum ríkisráðsfundi á morgun. Hún sagðist spennt fyrir verkefninu. Spurð að því hvort að vænta mætti stefnubreytingar sagði hún að Jón hefði unnið eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins og landsfundar hans. „Ég mun að sjálfsögðu gera það líka.“ Einhverjar breytingar verði gerðar en fyrst ætli hún að fara í ráðuneytið og kynna sér hvaða mál séu mest aðkallandi. „Svo munum við sjá til hvernig mál þróast,“ sagði hún. Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, á leið úr Valhöll eftir fundinn í dag.Vísir/Sigurjón „Svona er bara pólitíkin“ Jón sagði ákvörðunina í samræmi við það sem lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins en neitaði því ekki að hann hefði viljað sitja áfram sem ráðherra. „Svona er nú bara pólitíkin,“ sagði hann að fundi loknum. Bjarni sagðist meðvitaður um að Jón hefði metnað til þess að sitja áfram og fundið fyrir ákalli um að kraftar hans fengju áfram að njóta sín. Hann hafi sagt honum að hann mætti vera gríðarlega stoltur af þeim verkum sem hann hefði skilað sem ráðherra. „Ég óttast það ekki,“ sagði Bjarni spurður að því hvort að skiptin gætu valdið sundrung innan flokksins. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, sagði einhug í þingflokknum um ráðherraskiptin. Jóns yrði sárt saknað sem ráðherra en hann væri sjálfur ánægður með að þingmaður úr kjördæmi hans fengi ráðherraembætti. Erfiður tími fyrir þá sem eru ósammála Sjálfstæðisflokknum Jón þakkaði fyrir sig í Facebook-færslu sem hann birti skömmu eftir að þingflokksfundinum lauk. Margir málaflokkar dómsmálaráðuneytisins hafi staðið á tímamótum, sérstaklega útlendingamál og löggæsla. „Við höfum orðið varir við að þetta hefur verið erfiður tími fyrir þá sem eru ekki fylgjandi Sjálfstæðisflokknum í skoðunum,“ skrifaði Jón með mynd af þeim Brynjari Níelssyni og Ingvari Smára Birgissyni, aðstoðarmönnum hans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Vesturlandsvegi „Brjálæðislega há laun“ borgarstjóra séu sexfalt hærri en laun láglaunakvenna í borginni Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“