Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júní 2023 07:00 Zak, til vinstri á myndinni, vill ekki koma fram undir fullu nafni eða að birt sé mynd af honum í íslenskum fjölmiðlum, af ótta við rússnesk stjórnvöld. Systir hans Daria, í miðju, býr hér á landi með kærasta hennar Goða, til hægri. aðsend Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. Hildur Blöndal Sveinsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur hefur staðið í ströngu með hælisleitandanum Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. „Margir af vinum hans voru á flótta og varð hann því að taka ákvörðun hratt. Niðurstaðan var að fara til Íslands með Goða, syni mínum og Dariu, systur hans, og freista þess að fá vernd á Íslandi,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Hún segir Zak ekki vilja sjálfan koma fram undir fullu nafni eða birtast á mynd í fjölmiðlum af ótta við rússnesk stjórnvöld, sem sendi minnihlutahópa innan Rússlands, líkt og Burjata sem Zak tilheyrir, fyrst á vígstöðvarnar í stríðinu. Hildur Blöndal Sveinsdóttir.aðsend Ekki treyst til að fara sjálfur Zak hafði ekki erindi sem erfiði og var umsókn hans um alþjóðlega vernd hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Þegar sá úrskurður lá fyrir tók hann ákvörðun um að flytja til Georgíu og hitta þar kærustu sína sem flutti þangað frá Moskvu, höfuðborgar Rússlands, til að hefja nýtt líf. „Útlendingastofnun hefur ekki svarað neinum beiðnum um að fá afhent gögn hans, líkt og fæðingarvottorð og vegabréf, þannig honum er meinað að yfirgefa Schengen á eigin vegum. Honum er ekki treyst til að koma sér úr landi og fer í lögreglufylgd á morgun. Örlög hans eru því í höndum spænskra yfirvalda núna og við óttumst það versta,“ segir Hildur. Fá engin svör „Þetta er maður sem hefur aldrei brotið af sér og er ekki byrði á íslensku samfélagi þar sem hann býr hér hjá systur sinni. Maður sem situr við skrifborðið sitt við nám í klínískri sálfræði. Hann er meðhöndlaður hér eins og glæpamaður, Útlendingastofnun gefur engin svör en hefur ítrekað hringt til þess að spyrja til hvaða rússnesku borgar hann vilji helst halda.“ Þau hafi þegar fundið leið fyrir Zak til að koma sér sjálfur til Georgíu en málið strandi á viðleitni Útlendingastofnunar, sem virðist ætla að halda fast í að koma Zak úr landi í lögreglufylgd til Spánar. „Zak hefur pantað sér flug til Georgíu með stoppi í Tyrklandi, vonandi kemst hann þangað. En við vitum ekkert hvað verður, við fáum engin svör. Við vitum ekkert hvort lögreglan afhendi spænskum yfirvöldum vegabréfið hans. Okkur finnst við ekki vera að biðja um mikið. Maður spyr sig, þarf þetta að vera svona? Hvar er mannúðin?“ Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Hildur Blöndal Sveinsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur hefur staðið í ströngu með hælisleitandanum Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. „Margir af vinum hans voru á flótta og varð hann því að taka ákvörðun hratt. Niðurstaðan var að fara til Íslands með Goða, syni mínum og Dariu, systur hans, og freista þess að fá vernd á Íslandi,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Hún segir Zak ekki vilja sjálfan koma fram undir fullu nafni eða birtast á mynd í fjölmiðlum af ótta við rússnesk stjórnvöld, sem sendi minnihlutahópa innan Rússlands, líkt og Burjata sem Zak tilheyrir, fyrst á vígstöðvarnar í stríðinu. Hildur Blöndal Sveinsdóttir.aðsend Ekki treyst til að fara sjálfur Zak hafði ekki erindi sem erfiði og var umsókn hans um alþjóðlega vernd hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Þegar sá úrskurður lá fyrir tók hann ákvörðun um að flytja til Georgíu og hitta þar kærustu sína sem flutti þangað frá Moskvu, höfuðborgar Rússlands, til að hefja nýtt líf. „Útlendingastofnun hefur ekki svarað neinum beiðnum um að fá afhent gögn hans, líkt og fæðingarvottorð og vegabréf, þannig honum er meinað að yfirgefa Schengen á eigin vegum. Honum er ekki treyst til að koma sér úr landi og fer í lögreglufylgd á morgun. Örlög hans eru því í höndum spænskra yfirvalda núna og við óttumst það versta,“ segir Hildur. Fá engin svör „Þetta er maður sem hefur aldrei brotið af sér og er ekki byrði á íslensku samfélagi þar sem hann býr hér hjá systur sinni. Maður sem situr við skrifborðið sitt við nám í klínískri sálfræði. Hann er meðhöndlaður hér eins og glæpamaður, Útlendingastofnun gefur engin svör en hefur ítrekað hringt til þess að spyrja til hvaða rússnesku borgar hann vilji helst halda.“ Þau hafi þegar fundið leið fyrir Zak til að koma sér sjálfur til Georgíu en málið strandi á viðleitni Útlendingastofnunar, sem virðist ætla að halda fast í að koma Zak úr landi í lögreglufylgd til Spánar. „Zak hefur pantað sér flug til Georgíu með stoppi í Tyrklandi, vonandi kemst hann þangað. En við vitum ekkert hvað verður, við fáum engin svör. Við vitum ekkert hvort lögreglan afhendi spænskum yfirvöldum vegabréfið hans. Okkur finnst við ekki vera að biðja um mikið. Maður spyr sig, þarf þetta að vera svona? Hvar er mannúðin?“
Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira