Fótbolti

Knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni sakaður um nauðgun

Hjörvar Ólafsson skrifar
Málið barst inn á borð bresku lögreglunnar í september árið 2021. 
Málið barst inn á borð bresku lögreglunnar í september árið 2021.  Vísir/Getty

Knattspyrnustjóri sem stýrir liði í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla hefur verið yfirheyrður af bresku lögreglunni vegna ásakana um nauðgun.

Lögð var fram kæra í málinu í september árið 2021 en það er Sun sem greinir frá þessu. 

Meint nauðgun átti sér stað fyrir mörgum árum síðan en konan sem sakar knattspyrnustjórann um kynferðisbrot var þá á táningsaldri. 

Atvikið átti sér stað þegar stúlkan sótti um starf hjá fyrirtækinu sem knattspyrnustjórinn vann hjá á þeim tíma en það er ekki félagið sem hann starfar fyrir í dag. 

Knattspyrnustjórinn var yfirheyrður á mánudaginn var að því er fram kemur í frétt Sun en ekki handtekinn í lok þeirrar skýrslutöku. Knattspyrnustjórinn neitar sök í málinu og er í áfalli yfir þessum ásökunum að sögn heimildarmanna Sun. 

Frekari rannsókn fer fram áður en ákvörðun veðrur tekin um næstu skref í málinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×