Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2023 11:37 Skip Watson er nefnt í höfuðið á athafnamanninum John Paul Jones Dejoria, sem stofnaði meðal annars hárvörulínuna Paul Mitchell og er ötull stuðningsmaður skipstjórans. Facebook/Captain Paul Watson Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. John Paul Dejoria er skip á vegum Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd, og er á leið hingað til lands til að freista þess að trufla og jafnvel stöðva hvalveiðar Hvals hf., sem hefjast á miðvikudag. Fréttastofa hefur fylgst með ferðum skipsins á Marine Traffic og samfélagsmiðlum en það er ekki lengur sjáanlegt á skipaumferðarsíðunni. Landhelgisgæslan segir fylgst með ferðum skipsins en segir það ekki komið inn í íslenska efnahagslögsögu. „Þegar skipið kemur inn í lögsöguna verður áfram fylgst með ferðum þess, líkt og fylgst er með ferðum annarra skipa sem sigla innan íslensku efnahagslögsögunnar,“ segir í svari Gæslunnar. Watson berst nú gegn hvalveiðum í gegnum Paul Watson Foundation og hefur áhöfn John Paul Dejoria verið kynnt til leiks á heimasíðunni Captain Paul Watson síðustu daga. Þar eru færslur taggaðar #johnpauldejoria, #NeptunesNavy og #oppaiakan. Ljóst er af síðunni að vel er fylgst með þróun mála hérlendis en þar er meðal annars greint frá stöðu leyfismála Hvals hf. og undirbúningi veiðanna. Þá má sjá á nýjustu færslunni að um borð er sérstakt teymi sem á að miðla efni frá aðgerðum, þeirra á meðal sérhæfður drónaflugmaður. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. 18. apríl 2023 10:40 Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19. maí 2023 12:06 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
John Paul Dejoria er skip á vegum Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd, og er á leið hingað til lands til að freista þess að trufla og jafnvel stöðva hvalveiðar Hvals hf., sem hefjast á miðvikudag. Fréttastofa hefur fylgst með ferðum skipsins á Marine Traffic og samfélagsmiðlum en það er ekki lengur sjáanlegt á skipaumferðarsíðunni. Landhelgisgæslan segir fylgst með ferðum skipsins en segir það ekki komið inn í íslenska efnahagslögsögu. „Þegar skipið kemur inn í lögsöguna verður áfram fylgst með ferðum þess, líkt og fylgst er með ferðum annarra skipa sem sigla innan íslensku efnahagslögsögunnar,“ segir í svari Gæslunnar. Watson berst nú gegn hvalveiðum í gegnum Paul Watson Foundation og hefur áhöfn John Paul Dejoria verið kynnt til leiks á heimasíðunni Captain Paul Watson síðustu daga. Þar eru færslur taggaðar #johnpauldejoria, #NeptunesNavy og #oppaiakan. Ljóst er af síðunni að vel er fylgst með þróun mála hérlendis en þar er meðal annars greint frá stöðu leyfismála Hvals hf. og undirbúningi veiðanna. Þá má sjá á nýjustu færslunni að um borð er sérstakt teymi sem á að miðla efni frá aðgerðum, þeirra á meðal sérhæfður drónaflugmaður.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. 18. apríl 2023 10:40 Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19. maí 2023 12:06 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. 18. apríl 2023 10:40
Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19. maí 2023 12:06