Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2023 19:21 Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju Kristjáns Loftssonar og undrast að ímynd Íslands eigi að stjórnast af vilja hans. Stöð 2 Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. Watson segir að skip hans muni halda sig utan við tólf mílna mörkun og bíða hvalbátanna þar. En honum var bannað að koma til Íslands ævilangt eftir að hvalbátunum var sökkt. „Hvaladráp er bannað samkvæmt alþjóðalögum og við erum að reyna að vernda dýrategund í útrýmingarhættu fyrir ólöglegu athæfi,“ segir Watson í Zoom viðtali frá skipi sínu sem er statt rétt utan við 200 mílna efnahagslögsögu Íslands. Þrjátíu og tveir eru í áhöfn John Paul Dejoria, skips Paul Watson, og koma frá tólf þjóðríkjum.Paul Watson samtökin Óttastu að Landhelgisgæslan muni taka þig fastan ef þú ferð inn fyrir tólf sjómílna lögsöguna? „Þá yrðum við að fara inn fyrir 12 mílurnar, en það hyggjumst við ekki gera. Ég er kannski alræmdur en ég hef ekki framið glæp á Íslandi. Við sökktum hvalveiðiskipunum árið 1986 en Ísland kaus að ákæra mig ekki. Engin ákæra var gefin út, engin réttarhöld og því enginn glæpur,“ segir Watson. Þú fékkst ævilangt bann við komu til landsins? „Ísland óttast í raun að koma fyrir rétt fyrir „ólöglegt“ athæfi Watsons gegn hvalveiðiflotanum. Hvalveiðar hafa verið ólöglegar frá 1986. Ég kom til Reykjavíkur árið 1985 og sagði að við myndum ekki gera neitt fyrr en 1986 þegar hvalveiðibannið gengi í gildi. Þegar árið 1986 gekk í garð skutuð þið 96 hvali. Við svöruðum þessu með því að sökkva hálfum flotanum.,“ segir Watson Hvað muntu reyna að gera til að stöðva veiðarnar? „Hindra að skutlarnir hitti í mark eins og svo oft áður. Þetta snýst ekki um Ísland eða Íslendinga heldur snýst þetta um einn mann, Kristján Loftsson sem er heltekinn af því að drepa hvali. Hann er eins og nútímaútgáfan af Ahab skipstjóra. Ég sé ekki hvers vegna orðspor Íslands eigi að skaðast af völdum þessa mjög svo sjálfselska manns,“ segir Paul Watson. Hvalveiðar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37 Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19. júní 2023 10:14 Hvalveiðar sagðar hefjast í næstu viku Veiðar starfsmanna Hvals hf. á langreyði munu hefjast næsta miðvikudag. Það er viku eftir að Heilbrigðisnefnd Vesturlands samþykkti að endurnýja starfsleyfi fyrirtækisins vegna hvalastöðvarinnar í Hvalfirði. 16. júní 2023 16:47 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Watson segir að skip hans muni halda sig utan við tólf mílna mörkun og bíða hvalbátanna þar. En honum var bannað að koma til Íslands ævilangt eftir að hvalbátunum var sökkt. „Hvaladráp er bannað samkvæmt alþjóðalögum og við erum að reyna að vernda dýrategund í útrýmingarhættu fyrir ólöglegu athæfi,“ segir Watson í Zoom viðtali frá skipi sínu sem er statt rétt utan við 200 mílna efnahagslögsögu Íslands. Þrjátíu og tveir eru í áhöfn John Paul Dejoria, skips Paul Watson, og koma frá tólf þjóðríkjum.Paul Watson samtökin Óttastu að Landhelgisgæslan muni taka þig fastan ef þú ferð inn fyrir tólf sjómílna lögsöguna? „Þá yrðum við að fara inn fyrir 12 mílurnar, en það hyggjumst við ekki gera. Ég er kannski alræmdur en ég hef ekki framið glæp á Íslandi. Við sökktum hvalveiðiskipunum árið 1986 en Ísland kaus að ákæra mig ekki. Engin ákæra var gefin út, engin réttarhöld og því enginn glæpur,“ segir Watson. Þú fékkst ævilangt bann við komu til landsins? „Ísland óttast í raun að koma fyrir rétt fyrir „ólöglegt“ athæfi Watsons gegn hvalveiðiflotanum. Hvalveiðar hafa verið ólöglegar frá 1986. Ég kom til Reykjavíkur árið 1985 og sagði að við myndum ekki gera neitt fyrr en 1986 þegar hvalveiðibannið gengi í gildi. Þegar árið 1986 gekk í garð skutuð þið 96 hvali. Við svöruðum þessu með því að sökkva hálfum flotanum.,“ segir Watson Hvað muntu reyna að gera til að stöðva veiðarnar? „Hindra að skutlarnir hitti í mark eins og svo oft áður. Þetta snýst ekki um Ísland eða Íslendinga heldur snýst þetta um einn mann, Kristján Loftsson sem er heltekinn af því að drepa hvali. Hann er eins og nútímaútgáfan af Ahab skipstjóra. Ég sé ekki hvers vegna orðspor Íslands eigi að skaðast af völdum þessa mjög svo sjálfselska manns,“ segir Paul Watson.
Hvalveiðar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37 Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19. júní 2023 10:14 Hvalveiðar sagðar hefjast í næstu viku Veiðar starfsmanna Hvals hf. á langreyði munu hefjast næsta miðvikudag. Það er viku eftir að Heilbrigðisnefnd Vesturlands samþykkti að endurnýja starfsleyfi fyrirtækisins vegna hvalastöðvarinnar í Hvalfirði. 16. júní 2023 16:47 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
„Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01
Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37
Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19. júní 2023 10:14
Hvalveiðar sagðar hefjast í næstu viku Veiðar starfsmanna Hvals hf. á langreyði munu hefjast næsta miðvikudag. Það er viku eftir að Heilbrigðisnefnd Vesturlands samþykkti að endurnýja starfsleyfi fyrirtækisins vegna hvalastöðvarinnar í Hvalfirði. 16. júní 2023 16:47