Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Árni Sæberg skrifar 20. júní 2023 15:22 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Stöð 2/Arnar Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. „Það er komin upp misklíð á milli forystumanna Sjálfstæðismann og Vinstri grænna, þetta er svona gremja sem hefur grafið um sig undir niðri í langan tíma en hafði ekki komið upp á yfirborðið nema í mjög mildu formi, þar til í gær,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að líta fram hjá samhengi framgöngu Sjálfstæðismanna á Bessastöðum í gær og stórtíðindum dagsins um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Hriktir í stoðum stjórnarsamstarfsins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, gerðu útlendingamálin að helsta umræðuefni sínu í gær þegar sú síðarnefnda tók við starfi. Þannig sagði Bjarni að kostnaður af hælisleitendum sem bíða úrlausnar sinna mála vera orðinn meiri en tíu milljarðar árlega og Guðrún sagði málaflokkinn þann mikilvægasta um þessar mundir og að það stefni í óefni í útlendingamálum. Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagst vera brjálaður vegna ákvörðunar og að hann búist við því að hún valdi stjórnarslitum. Bjóst ekki við stjórnarslitum þegar hann vaknaði í gær Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þegar hann vaknaði í gær hafi hann ekki búist við stjórnarslitum. Líkurnar á því hafi hins vegar aukist eftir framgang Sjálfstæðismanna í gær og svo enn meira rétt fyrir hádegi þegar Svandís tilkynnti ákvörðun sína. „Ég er ekki endilega að spá andláti ríkisstjórnarinnar, það er hægt að lappa upp á þetta, en báðir flokkarnir eru auðvitað að stilla sér upp í aðdraganda næstu kosninga og þessi misklíð sem komin er af stað er að magnast ansi hratt,“ segir hann. Því hefur verið velt upp að ákvörðun Svandísar í dag sé hreinlega svar við framgöngu Bjarna og Guðrúnar í gær. Eiríkur segir að erfitt sé að horfa fram hjá samhenginu en tekur þó skýrt fram að hann viti ekkert í þeim efnum, ekki sé hægt að fullyrða neitt um það. „Þegar að ekki er hægt að sjá framgöngu Sjálfstæðisflokksins sem annað en andstöðu við Vinstri græna. Og fráfarandi dómsmálaráðherra segir það síðan í viðtali við Morgunblaðið að Vinstri græn geti varla verið í þessari ríkisstjórn. Þannig að núna er kominn upp alvarlegur ágreiningur á stjórnarheimilinu og þessi ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í dag talar með ansi sterkum og skýrum hætti inn í það samhengi.“ Framsóknarflokkurinn eins og skilnaðarbarn Framsóknarflokkurinn, þriðji flokkurinn í ríkisstjórn, virðist alfarið standa á hliðarlínunni í deilum hinna flokkanna tveggja. Eiríkur segir það mjög athyglisvert að Framsóknarmenn hafi ekkert stigið fram í málinu. „Þeir eru næstum því eins og skilnaðarbarn sem horfir upp á foreldra sína rífast. Þó ég vilji alls ekki staðsetja Framsóknarflokkinn sem undirsettan hinum tveimur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalir Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
„Það er komin upp misklíð á milli forystumanna Sjálfstæðismann og Vinstri grænna, þetta er svona gremja sem hefur grafið um sig undir niðri í langan tíma en hafði ekki komið upp á yfirborðið nema í mjög mildu formi, þar til í gær,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að líta fram hjá samhengi framgöngu Sjálfstæðismanna á Bessastöðum í gær og stórtíðindum dagsins um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Hriktir í stoðum stjórnarsamstarfsins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, gerðu útlendingamálin að helsta umræðuefni sínu í gær þegar sú síðarnefnda tók við starfi. Þannig sagði Bjarni að kostnaður af hælisleitendum sem bíða úrlausnar sinna mála vera orðinn meiri en tíu milljarðar árlega og Guðrún sagði málaflokkinn þann mikilvægasta um þessar mundir og að það stefni í óefni í útlendingamálum. Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagst vera brjálaður vegna ákvörðunar og að hann búist við því að hún valdi stjórnarslitum. Bjóst ekki við stjórnarslitum þegar hann vaknaði í gær Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þegar hann vaknaði í gær hafi hann ekki búist við stjórnarslitum. Líkurnar á því hafi hins vegar aukist eftir framgang Sjálfstæðismanna í gær og svo enn meira rétt fyrir hádegi þegar Svandís tilkynnti ákvörðun sína. „Ég er ekki endilega að spá andláti ríkisstjórnarinnar, það er hægt að lappa upp á þetta, en báðir flokkarnir eru auðvitað að stilla sér upp í aðdraganda næstu kosninga og þessi misklíð sem komin er af stað er að magnast ansi hratt,“ segir hann. Því hefur verið velt upp að ákvörðun Svandísar í dag sé hreinlega svar við framgöngu Bjarna og Guðrúnar í gær. Eiríkur segir að erfitt sé að horfa fram hjá samhenginu en tekur þó skýrt fram að hann viti ekkert í þeim efnum, ekki sé hægt að fullyrða neitt um það. „Þegar að ekki er hægt að sjá framgöngu Sjálfstæðisflokksins sem annað en andstöðu við Vinstri græna. Og fráfarandi dómsmálaráðherra segir það síðan í viðtali við Morgunblaðið að Vinstri græn geti varla verið í þessari ríkisstjórn. Þannig að núna er kominn upp alvarlegur ágreiningur á stjórnarheimilinu og þessi ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í dag talar með ansi sterkum og skýrum hætti inn í það samhengi.“ Framsóknarflokkurinn eins og skilnaðarbarn Framsóknarflokkurinn, þriðji flokkurinn í ríkisstjórn, virðist alfarið standa á hliðarlínunni í deilum hinna flokkanna tveggja. Eiríkur segir það mjög athyglisvert að Framsóknarmenn hafi ekkert stigið fram í málinu. „Þeir eru næstum því eins og skilnaðarbarn sem horfir upp á foreldra sína rífast. Þó ég vilji alls ekki staðsetja Framsóknarflokkinn sem undirsettan hinum tveimur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalir Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53
Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42