„Íslenska leyniþjónustan“ hafi kynt undir mótmælaölduna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. júní 2023 08:01 Mohammed Kazemi er yfirmaður leyniþjónustu íranska hersins. IFMAT Mohammed Kazemi, herforingi og yfirmaður leyniþjónustu íranska hersins, sakar leyniþjónustur tuttugu ríkja um að kynda undir mótmælaölduna sem geisað hefur í landinu í tæpt ár. Ísland er þar á meðal. Í viðtali á íranska vefnum Khamenei á þriðjudag lýsti Kazemi hvernig téðar leyniþjónustur eiga að hafa komið að mótmælunum sem hófust eftir að hin kúrdíska Mahsa Amini lést í varðhaldi siðgæðislögreglunnar í Tehran, þann 16. september. Hún var sökuð um að brjóta slæðulög en grunur leikur á að hún hafi verið myrt af lögreglumönnum. Að sögn Kazemi eru þetta meðal annarra leyniþjónustur frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi, Ástralíu, Sádi Arabíu, Ísrael og Íslandi. Ísrael er reyndar ekki nefnt á nafn heldur aðeins „hernámsstjórn síonista.“ Lýsti hann því meðal annars að evrópskar stofnanir hafi notað bæði Evrópumenn og Asíumenn til þess a safna upplýsingum um mótmælin. Þetta hafi leitt til þess að Íranir hafi handtekið um 40 einstaklinga í Khorasan Razavi héraði. Þá hafi bandaríska leyniþjónustan, CIA, dreift fréttum af mótmælunum á netinu og veitt mótmælendum aðstoð við að komast hjá fjarskiptatakmörkunum stjórnvalda. En írönsk stjórnvöld hafa heft netnotkun mikið síðan mótmælin hófust. Einnig að CIA, hin ísraelska Mossad og breska MI6 hafi reynt að ráða íranska kjarnorkuvísindamenn og hernaðarsérfræðinga af dögum. Ekki er greint frá því hvernig hin meinta íslenska leyniþjónusta á að hafa komið að því að kynda undir mótmælaölduna. Engin leyniþjónusta „Á Íslandi starfar ekki leyniþjónusta, aðeins lögregla,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra. Gera íslensk lög ekki ráð fyrir því að leyniþjónusta starfi í landinu. Gunnar segir hins vegar að greiningardeild ríkislögreglustjóra sé sú deild innan íslenska ríkisins sem eigi í samtali við öryggis- og leyniþjónustur annarra landa, til að mynda Norðurlandanna og annarra Evrópuþjóða, um upplýsingar er gætu varðað öryggi þjóðarinnar eða æðstu stjórnenda ríkisins. Að sögn Gunnars er enginn leyniþjónusta á Íslandi.Ríkislögreglustjóri „Íslenska lögreglan beitir sér ekki í málefnum annara ríkja. Embætti ríkislögreglustjóra og greiningardeild embættisins hafa á engan hátt hlutast til í málefnum Íran,“ segir Gunnar Hörður. Fordæma ofríki gagnvart konum Áslaug Karen Jóhannsdóttir, sérfræðingur í upplýsingadeild Utanríkisráðuneytisins, tekur í sama streng. Engin leyniþjónusta sé rekin á Íslandi. Einnig að Ísland hafi ekki átt neina aðkomu að mótmælunum í Íran og ekkert íslenskt sendiráð sé rekið í landinu. „Utanríkisráðherra hefur hins vegar fordæmt það ofríki sem konur í Íran þurfa að búa við, og leiddi meðal annars til dauða Möhsu Amini, og þá hörku og ofbeldi sem mótmælendur urðu fyrir í kjölfarið,“ segir Áslaug. „Þá framfylgir Ísland þeim þvingunaraðgerðum sem Evrópusambandið hefur gripið til gagnvart Íran vegna aðildar þarlendra stjórnvalda að dauða Mahsa Amini og ofsóknum gegn friðsömum mótmælendum.“ Dregið úr mótmælunum Mótmælin hófust strax eftir dauða Amini og standa enn þá yfir. Írönsk stjórnvöld hafa brugðist við þeim af fullri hörku, með handtökum og ofbeldi, og talið er að meira en 500 mótmælendur hafi dáið. Þá hafa sjö mótmælendur verið dæmdir til dauða og hengdir, að sögn stjórnvalda fyrir árásir á lögreglumenn og hermenn. Frá því í mars hefur dregið mjög úr mótmælunum en um tíma var litið á þau sem eina mestu ógn sem steðjað hefur að stjórnvöldum frá því að klerkastjórninni var komið á árið 1979. Meðal annars vegna víðtækra verkfalla sem þóttu minna um margt á verkföllin í aðdraganda byltingarinnar árið 1979. Íran Mótmælaalda í Íran Utanríkismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Í viðtali á íranska vefnum Khamenei á þriðjudag lýsti Kazemi hvernig téðar leyniþjónustur eiga að hafa komið að mótmælunum sem hófust eftir að hin kúrdíska Mahsa Amini lést í varðhaldi siðgæðislögreglunnar í Tehran, þann 16. september. Hún var sökuð um að brjóta slæðulög en grunur leikur á að hún hafi verið myrt af lögreglumönnum. Að sögn Kazemi eru þetta meðal annarra leyniþjónustur frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi, Ástralíu, Sádi Arabíu, Ísrael og Íslandi. Ísrael er reyndar ekki nefnt á nafn heldur aðeins „hernámsstjórn síonista.“ Lýsti hann því meðal annars að evrópskar stofnanir hafi notað bæði Evrópumenn og Asíumenn til þess a safna upplýsingum um mótmælin. Þetta hafi leitt til þess að Íranir hafi handtekið um 40 einstaklinga í Khorasan Razavi héraði. Þá hafi bandaríska leyniþjónustan, CIA, dreift fréttum af mótmælunum á netinu og veitt mótmælendum aðstoð við að komast hjá fjarskiptatakmörkunum stjórnvalda. En írönsk stjórnvöld hafa heft netnotkun mikið síðan mótmælin hófust. Einnig að CIA, hin ísraelska Mossad og breska MI6 hafi reynt að ráða íranska kjarnorkuvísindamenn og hernaðarsérfræðinga af dögum. Ekki er greint frá því hvernig hin meinta íslenska leyniþjónusta á að hafa komið að því að kynda undir mótmælaölduna. Engin leyniþjónusta „Á Íslandi starfar ekki leyniþjónusta, aðeins lögregla,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra. Gera íslensk lög ekki ráð fyrir því að leyniþjónusta starfi í landinu. Gunnar segir hins vegar að greiningardeild ríkislögreglustjóra sé sú deild innan íslenska ríkisins sem eigi í samtali við öryggis- og leyniþjónustur annarra landa, til að mynda Norðurlandanna og annarra Evrópuþjóða, um upplýsingar er gætu varðað öryggi þjóðarinnar eða æðstu stjórnenda ríkisins. Að sögn Gunnars er enginn leyniþjónusta á Íslandi.Ríkislögreglustjóri „Íslenska lögreglan beitir sér ekki í málefnum annara ríkja. Embætti ríkislögreglustjóra og greiningardeild embættisins hafa á engan hátt hlutast til í málefnum Íran,“ segir Gunnar Hörður. Fordæma ofríki gagnvart konum Áslaug Karen Jóhannsdóttir, sérfræðingur í upplýsingadeild Utanríkisráðuneytisins, tekur í sama streng. Engin leyniþjónusta sé rekin á Íslandi. Einnig að Ísland hafi ekki átt neina aðkomu að mótmælunum í Íran og ekkert íslenskt sendiráð sé rekið í landinu. „Utanríkisráðherra hefur hins vegar fordæmt það ofríki sem konur í Íran þurfa að búa við, og leiddi meðal annars til dauða Möhsu Amini, og þá hörku og ofbeldi sem mótmælendur urðu fyrir í kjölfarið,“ segir Áslaug. „Þá framfylgir Ísland þeim þvingunaraðgerðum sem Evrópusambandið hefur gripið til gagnvart Íran vegna aðildar þarlendra stjórnvalda að dauða Mahsa Amini og ofsóknum gegn friðsömum mótmælendum.“ Dregið úr mótmælunum Mótmælin hófust strax eftir dauða Amini og standa enn þá yfir. Írönsk stjórnvöld hafa brugðist við þeim af fullri hörku, með handtökum og ofbeldi, og talið er að meira en 500 mótmælendur hafi dáið. Þá hafa sjö mótmælendur verið dæmdir til dauða og hengdir, að sögn stjórnvalda fyrir árásir á lögreglumenn og hermenn. Frá því í mars hefur dregið mjög úr mótmælunum en um tíma var litið á þau sem eina mestu ógn sem steðjað hefur að stjórnvöldum frá því að klerkastjórninni var komið á árið 1979. Meðal annars vegna víðtækra verkfalla sem þóttu minna um margt á verkföllin í aðdraganda byltingarinnar árið 1979.
Íran Mótmælaalda í Íran Utanríkismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira