Chelsea selur fjóra til Sádi-Arabíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2023 10:31 Þeir Edouard Mendy, N'Golo Kante, Hakim Ziyech og Kalidou Koulibaly eru allir á leið frá Chelsea til liða í Sádi-Arabíu. Vísir/Getty Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er búið að selja einn af leikmönnum sínum til liðs í sádiarabísku deildinni og þrír aðrir eru að fara sömu leið. Þá hafa Úlfarnir selt einn sinn besta mann til Sádi-Arabíu. Það eru þeir N'Golo Kante, Edouard Mendy, Hakim Ziyech og Kalidou Koulibaly sem fara frá Lundúnaliðinu til Sádi-Arabíu, en allir voru þeir í heldur litlum hlutverkum fyrir liðið á síðasta tímabili. Hinn 32 ára gamli N'Golo Kante hefur reyndar verið í lykilhlutverki fyrir Chelsea undanfarin ár, en meiðsli hafa sett strik í reikninginn og hann kom aðeins við sögu í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Kante er genginn í raðir Al-Ittihad og verður þar samherji landa síns sem gekk í raðir félagsins á dögunum, Karim Benzema. N'Golo Kante has officially joined Saudi Arabia champions Al Ittihad on a three-year deal 🇸🇦✍️🎥 @ittihad_enpic.twitter.com/VGCoYrO1Sa— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 21, 2023 Þeir Mendy, Ziyech og Koulibaly eru ekki formlega gengnir í raðir liða í Sádi-Arabíu, en helstu félagsskiptasérfræðingar heims segja þó að það sé í raun bara formsatriði að bíða eftir tilkynningum frá félögunum. Hakim Ziyech er á leið til Al-Nassr þar sem hann verður liðsfélagi Íslandsvinarins Cristiano Ronaldo, markvörðurinn Edouard Mendy er á leið til Al-Ahli og Kalidou Koulibaly er á leið til Al-Hilal. Understand Al Nassr have reached full verbal agreement with Hakim Ziyech to join the club. Personal terms agreed. 🚨🟡🔵🇸🇦Ziyech will sign until June 2026, if all goes to plan.Agreement reached also with Chelsea, waiting to prepare, check then sign contracts.Here we go! 🇲🇦 pic.twitter.com/wywVV8cocB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Ziyech kom við sögu í 18 deildarleikjum hjá Chelsea á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk á meðan markvörðurinn Edouard Mendy lék tíu leiki áður en hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu í hendur Kepa Arrizabalaga. Koulibaly lék 23 deildarleiki með Chelsea á síðasta tímabili, en hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar eftir að liðið hafði lengi reynt að krækja í hann frá Napoli. Understand Al Hilal are now closing in on Kalidou Koulibaly deal, here we go! 🚨🔵🇸🇦 #CFC #AlHilalVerbal agreement reached with Chelsea.Personal terms also agreed on a three year contract — he’ll join Rúben Neves.Contracts now being checked… and then signed.Here we go 🇸🇳 pic.twitter.com/2616cqGMlU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Þá hafa Úlfarnir misst einn af sínum bestu mönnum en portúgalski miðjumaðurinn Rúben Neves er farinn til Sádi-Arabíu fyrir fúlgur fjár. Tilkynnt var um vistaskipti hins 26 ára gamal Neves skömmu áður en hann steig fæti inn á Laugardalsvöll og hjálpaði Portúgal að vinna 1-0 sigur. BREAKING Al Hilal have finalised a deal to sign Wolves midfielder Ruben Neves for £47m. pic.twitter.com/UfsGeNGVky— Football Daily (@footballdaily) June 20, 2023 Neves hafði verið orðaður við lið á borð við Barcelona en á endanum heillaði gylliboð Sádi-Arabíu meira en að halda áfram að spila í Evrópu. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjá meira
Það eru þeir N'Golo Kante, Edouard Mendy, Hakim Ziyech og Kalidou Koulibaly sem fara frá Lundúnaliðinu til Sádi-Arabíu, en allir voru þeir í heldur litlum hlutverkum fyrir liðið á síðasta tímabili. Hinn 32 ára gamli N'Golo Kante hefur reyndar verið í lykilhlutverki fyrir Chelsea undanfarin ár, en meiðsli hafa sett strik í reikninginn og hann kom aðeins við sögu í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Kante er genginn í raðir Al-Ittihad og verður þar samherji landa síns sem gekk í raðir félagsins á dögunum, Karim Benzema. N'Golo Kante has officially joined Saudi Arabia champions Al Ittihad on a three-year deal 🇸🇦✍️🎥 @ittihad_enpic.twitter.com/VGCoYrO1Sa— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 21, 2023 Þeir Mendy, Ziyech og Koulibaly eru ekki formlega gengnir í raðir liða í Sádi-Arabíu, en helstu félagsskiptasérfræðingar heims segja þó að það sé í raun bara formsatriði að bíða eftir tilkynningum frá félögunum. Hakim Ziyech er á leið til Al-Nassr þar sem hann verður liðsfélagi Íslandsvinarins Cristiano Ronaldo, markvörðurinn Edouard Mendy er á leið til Al-Ahli og Kalidou Koulibaly er á leið til Al-Hilal. Understand Al Nassr have reached full verbal agreement with Hakim Ziyech to join the club. Personal terms agreed. 🚨🟡🔵🇸🇦Ziyech will sign until June 2026, if all goes to plan.Agreement reached also with Chelsea, waiting to prepare, check then sign contracts.Here we go! 🇲🇦 pic.twitter.com/wywVV8cocB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Ziyech kom við sögu í 18 deildarleikjum hjá Chelsea á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk á meðan markvörðurinn Edouard Mendy lék tíu leiki áður en hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu í hendur Kepa Arrizabalaga. Koulibaly lék 23 deildarleiki með Chelsea á síðasta tímabili, en hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar eftir að liðið hafði lengi reynt að krækja í hann frá Napoli. Understand Al Hilal are now closing in on Kalidou Koulibaly deal, here we go! 🚨🔵🇸🇦 #CFC #AlHilalVerbal agreement reached with Chelsea.Personal terms also agreed on a three year contract — he’ll join Rúben Neves.Contracts now being checked… and then signed.Here we go 🇸🇳 pic.twitter.com/2616cqGMlU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Þá hafa Úlfarnir misst einn af sínum bestu mönnum en portúgalski miðjumaðurinn Rúben Neves er farinn til Sádi-Arabíu fyrir fúlgur fjár. Tilkynnt var um vistaskipti hins 26 ára gamal Neves skömmu áður en hann steig fæti inn á Laugardalsvöll og hjálpaði Portúgal að vinna 1-0 sigur. BREAKING Al Hilal have finalised a deal to sign Wolves midfielder Ruben Neves for £47m. pic.twitter.com/UfsGeNGVky— Football Daily (@footballdaily) June 20, 2023 Neves hafði verið orðaður við lið á borð við Barcelona en á endanum heillaði gylliboð Sádi-Arabíu meira en að halda áfram að spila í Evrópu.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjá meira