Paul Watson býðst til að kaupa Hval 8 og 9 Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2023 10:26 Locky MacLean og Paul Watson um borð í John Paul De Joria. Samtök Paul Watson hafa gert tilboð í tvö skip Hvals hf, Hval 8 og 9. Þau bjóða Kristjáni Loftssyni að nefna verð og ef það er sanngjarnt sé hægt að ganga frá kaupunum vífilengjulaust. SIMON AGER/PAUL WATSON FOUNDATION Paul Watson og samtök hans vilja kaupa hvalveiðiskip Hvals hf. og segja að það gæti orðið til hagsbóta fyrir báða aðila. Þetta segir Locky MacLean, meðskipstjóri Paul Watson á skipinu John Paul De Joria í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi frá í gær er Paul Watson afar ánægður með umdeilda ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem stöðvaði fyrirhugaðar hvalveiðar á elleftu stundu í gær. Skipið er á Íslandsmiðum og var áhöfnin þess albúin að láta sverfa til stáls og trufla hvalveiðiskipin við veiðar sínar. En ekki kom til þess og segir Watson það ánægjulegt, að ekki hafi komið til átaka. Nú leikur áhöfnin við hvern sinn fingur að sögn og nýtur lífsins um borð. „Sannarlega góður dagur í dag. Við erum að sigla vestur af Íslandi, 12 mílur fyrir utan Malarrifsvita og njótum sumargolunnar,“ segir Locky MacLean. Kristján Loftsson. Honum hefur nú borist tilboð í hvalveiðiskip sín, Hval 8 og 9. Þau hjá Paul Watson samtökunum telja að kaupin geti reynst til hagsbóta fyrir báða aðila.vísir/egill „Okkur skilst að Kristján Loftsson sé og hljóti að hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum að skip hans gátu ekki haldið til hvalveiða, sérílagi vegna þess að hann var búinn að fjárfesta í sérstökum rafvírum til að tengja við skutla sína og í öðrum búnaði.“ En samtökin sjá í þessu tækifæri og vilja leggja fram tilboð: „Við hér hjá Paul Watson samtökunum viljum bjóðast til að kaupa tvö skip Kristjáns, Hval 8 og 9 og teljum að það geti orðið til hagsbóta fyrir alla aðila.“ Locky MacLean segir að skipin myndu samtökin nýta til verndar hvala, í auglýsingaherferðir og uppfræðslu. „Kristján Loftsson yrði launað ríkulega fyrir að leggja skipum sínum og það fyrir svo göfugan málstað. Við viljum bjóða honum að nefna verð á skipunum og ef það er sanngjarnt erum við reiðubúnir að kaupa skipin hér og nú vífilengjulaust.“ Locky MacLean segir að ef þetta sé nokkuð sem þeim hjá Hval ehf. hugnist megi þau gjarnan setja sig í samband við sig og biður blaðamann Vísis að hafa milligöngu þar um. Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. 19. júní 2023 17:17 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Þetta segir Locky MacLean, meðskipstjóri Paul Watson á skipinu John Paul De Joria í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi frá í gær er Paul Watson afar ánægður með umdeilda ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem stöðvaði fyrirhugaðar hvalveiðar á elleftu stundu í gær. Skipið er á Íslandsmiðum og var áhöfnin þess albúin að láta sverfa til stáls og trufla hvalveiðiskipin við veiðar sínar. En ekki kom til þess og segir Watson það ánægjulegt, að ekki hafi komið til átaka. Nú leikur áhöfnin við hvern sinn fingur að sögn og nýtur lífsins um borð. „Sannarlega góður dagur í dag. Við erum að sigla vestur af Íslandi, 12 mílur fyrir utan Malarrifsvita og njótum sumargolunnar,“ segir Locky MacLean. Kristján Loftsson. Honum hefur nú borist tilboð í hvalveiðiskip sín, Hval 8 og 9. Þau hjá Paul Watson samtökunum telja að kaupin geti reynst til hagsbóta fyrir báða aðila.vísir/egill „Okkur skilst að Kristján Loftsson sé og hljóti að hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum að skip hans gátu ekki haldið til hvalveiða, sérílagi vegna þess að hann var búinn að fjárfesta í sérstökum rafvírum til að tengja við skutla sína og í öðrum búnaði.“ En samtökin sjá í þessu tækifæri og vilja leggja fram tilboð: „Við hér hjá Paul Watson samtökunum viljum bjóðast til að kaupa tvö skip Kristjáns, Hval 8 og 9 og teljum að það geti orðið til hagsbóta fyrir alla aðila.“ Locky MacLean segir að skipin myndu samtökin nýta til verndar hvala, í auglýsingaherferðir og uppfræðslu. „Kristján Loftsson yrði launað ríkulega fyrir að leggja skipum sínum og það fyrir svo göfugan málstað. Við viljum bjóða honum að nefna verð á skipunum og ef það er sanngjarnt erum við reiðubúnir að kaupa skipin hér og nú vífilengjulaust.“ Locky MacLean segir að ef þetta sé nokkuð sem þeim hjá Hval ehf. hugnist megi þau gjarnan setja sig í samband við sig og biður blaðamann Vísis að hafa milligöngu þar um.
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. 19. júní 2023 17:17 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53
„Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01
Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. 19. júní 2023 17:17