Paul Watson býðst til að kaupa Hval 8 og 9 Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2023 10:26 Locky MacLean og Paul Watson um borð í John Paul De Joria. Samtök Paul Watson hafa gert tilboð í tvö skip Hvals hf, Hval 8 og 9. Þau bjóða Kristjáni Loftssyni að nefna verð og ef það er sanngjarnt sé hægt að ganga frá kaupunum vífilengjulaust. SIMON AGER/PAUL WATSON FOUNDATION Paul Watson og samtök hans vilja kaupa hvalveiðiskip Hvals hf. og segja að það gæti orðið til hagsbóta fyrir báða aðila. Þetta segir Locky MacLean, meðskipstjóri Paul Watson á skipinu John Paul De Joria í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi frá í gær er Paul Watson afar ánægður með umdeilda ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem stöðvaði fyrirhugaðar hvalveiðar á elleftu stundu í gær. Skipið er á Íslandsmiðum og var áhöfnin þess albúin að láta sverfa til stáls og trufla hvalveiðiskipin við veiðar sínar. En ekki kom til þess og segir Watson það ánægjulegt, að ekki hafi komið til átaka. Nú leikur áhöfnin við hvern sinn fingur að sögn og nýtur lífsins um borð. „Sannarlega góður dagur í dag. Við erum að sigla vestur af Íslandi, 12 mílur fyrir utan Malarrifsvita og njótum sumargolunnar,“ segir Locky MacLean. Kristján Loftsson. Honum hefur nú borist tilboð í hvalveiðiskip sín, Hval 8 og 9. Þau hjá Paul Watson samtökunum telja að kaupin geti reynst til hagsbóta fyrir báða aðila.vísir/egill „Okkur skilst að Kristján Loftsson sé og hljóti að hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum að skip hans gátu ekki haldið til hvalveiða, sérílagi vegna þess að hann var búinn að fjárfesta í sérstökum rafvírum til að tengja við skutla sína og í öðrum búnaði.“ En samtökin sjá í þessu tækifæri og vilja leggja fram tilboð: „Við hér hjá Paul Watson samtökunum viljum bjóðast til að kaupa tvö skip Kristjáns, Hval 8 og 9 og teljum að það geti orðið til hagsbóta fyrir alla aðila.“ Locky MacLean segir að skipin myndu samtökin nýta til verndar hvala, í auglýsingaherferðir og uppfræðslu. „Kristján Loftsson yrði launað ríkulega fyrir að leggja skipum sínum og það fyrir svo göfugan málstað. Við viljum bjóða honum að nefna verð á skipunum og ef það er sanngjarnt erum við reiðubúnir að kaupa skipin hér og nú vífilengjulaust.“ Locky MacLean segir að ef þetta sé nokkuð sem þeim hjá Hval ehf. hugnist megi þau gjarnan setja sig í samband við sig og biður blaðamann Vísis að hafa milligöngu þar um. Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. 19. júní 2023 17:17 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Þetta segir Locky MacLean, meðskipstjóri Paul Watson á skipinu John Paul De Joria í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi frá í gær er Paul Watson afar ánægður með umdeilda ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem stöðvaði fyrirhugaðar hvalveiðar á elleftu stundu í gær. Skipið er á Íslandsmiðum og var áhöfnin þess albúin að láta sverfa til stáls og trufla hvalveiðiskipin við veiðar sínar. En ekki kom til þess og segir Watson það ánægjulegt, að ekki hafi komið til átaka. Nú leikur áhöfnin við hvern sinn fingur að sögn og nýtur lífsins um borð. „Sannarlega góður dagur í dag. Við erum að sigla vestur af Íslandi, 12 mílur fyrir utan Malarrifsvita og njótum sumargolunnar,“ segir Locky MacLean. Kristján Loftsson. Honum hefur nú borist tilboð í hvalveiðiskip sín, Hval 8 og 9. Þau hjá Paul Watson samtökunum telja að kaupin geti reynst til hagsbóta fyrir báða aðila.vísir/egill „Okkur skilst að Kristján Loftsson sé og hljóti að hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum að skip hans gátu ekki haldið til hvalveiða, sérílagi vegna þess að hann var búinn að fjárfesta í sérstökum rafvírum til að tengja við skutla sína og í öðrum búnaði.“ En samtökin sjá í þessu tækifæri og vilja leggja fram tilboð: „Við hér hjá Paul Watson samtökunum viljum bjóðast til að kaupa tvö skip Kristjáns, Hval 8 og 9 og teljum að það geti orðið til hagsbóta fyrir alla aðila.“ Locky MacLean segir að skipin myndu samtökin nýta til verndar hvala, í auglýsingaherferðir og uppfræðslu. „Kristján Loftsson yrði launað ríkulega fyrir að leggja skipum sínum og það fyrir svo göfugan málstað. Við viljum bjóða honum að nefna verð á skipunum og ef það er sanngjarnt erum við reiðubúnir að kaupa skipin hér og nú vífilengjulaust.“ Locky MacLean segir að ef þetta sé nokkuð sem þeim hjá Hval ehf. hugnist megi þau gjarnan setja sig í samband við sig og biður blaðamann Vísis að hafa milligöngu þar um.
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. 19. júní 2023 17:17 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53
„Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01
Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. 19. júní 2023 17:17