Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júní 2023 23:51 Í svari mennta- og barnamálaráðuneytisins við fyrirspurnum Vísis segir að vinna við að tryggja nemendum skóalvist á starfsbrautum hafi dregist úr hófi en unnið sé að því að tryggja öllum pláss. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, fer fyrir ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Vísir fjallaði í síðustu viku um mál Dagbjarts Sigurðar Ólafssonar, sextán ára drengs með fötlun, sem komst inn í sérnámsbraut í FÁ eftir að hafa verið í lausu lofti um margra vikna skeið. Í dag birtist á Vísi viðtal við Hörpu Þórisdóttur, móður hins sextán ára Svans Jóns Norðkvists sem bíður enn eftir skólavist í framhaldsskóla í haust. Hún segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð enda þurfi drengurinn mikinn stuðning og góðan undirbúning. Vegna umfjöllunar um mál Dagbjarts sendi Vísir tvær fyrirspurnir á barna- og menntamálaráðuneytið í síðustu viku. Ráðuneytið hefur svarað þeim. Vinna við að tryggja nemendum pláss hafi dregist úr hófi Í svari barna- og menntamálaráðuneytisins segir mikla fjölgun hafa orðið á umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla, þar af séu sextíu fleiri í ár en í fyrra. Kappkostað sé að tryggja þeim nemendum skólavist en sú vinna hafi dregist úr hófi í ár. Hvers vegna er móður Dagbjarts, nemenda í Klettaskóla, tjáð í vor að það sé óvíst að hann fái pláss í framhaldsskóla þegar það er skýlaus réttur barna að fá að fara í framhaldsskóla? Hann komst á endanum að en hvað olli því að hann var svona í lausu lofti fram að því? „Umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár og eru nú rúmlega sextíu fleiri fyrir komandi vetur en síðasta skólaár,“ segir í svari ráðuneytisins. „Þjónustuþarfir þessara nemenda eru mjög misjafnar og kappkostað er að tryggja hverjum og einum skólavist þar sem þörfum þeirra er mætt sem best. Miklar áskoranir fylgja því að tryggja farsæld þessa viðkvæma hóps og eru margir aðilar sem þurfa að koma að málum.“ „Því miður dróst sú vinna úr hófi í ár, en unnið er að því með samhentu átaki fjölda aðila að allir þeir nemendur sem þess óska fái skólavist við hæfi,“ segir jafnframt Ráðuneytið vinnur að endurskoðun starfsbrauta Unnið er að endurskoðun allra starfsbrauta framhaldsskóla landsins með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna. Markmiðið sé að efla stoðþjónustu svo hægt sé að tryggja samræmdan einstaklingsbundinn stuðning en sú vinn sé enn í gangi. Í öðru lagi hvar stendur þessi stefnumótunarvinna sem ráðherra talaði um varðandi breytingar á innritun nemenda og í hverju felst hún nákvæmlega? „Lagt hefur verið til að allar starfsbrautir framhaldsskólanna verði endurskoðaðar með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna og nýta þá þekkingu og reynslu sem þar liggur. Nám fatlaðra nemenda byggi á einstaklingsmiðaðri nálgun með aukna áherslu á fjölbreytni í námsframboði, m.a. með aðlögun á verk- og listgreinabrautum,“ segir í svari ráðuneytisins. „Markmiðið er að efla stoðþjónustu framhaldsskólanna svo hún geti tryggt samræmdan og einstaklingsbundinn stuðning við fatlaða nemendur líkt og aðra nemendur.“ „Þessi vinna er í gangi í ráðuneytinu og verður kynnt betur þegar niðurstöður liggja fyrir,“ segir að lokum. Réttindi barna Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Tengdar fréttir „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Vísir fjallaði í síðustu viku um mál Dagbjarts Sigurðar Ólafssonar, sextán ára drengs með fötlun, sem komst inn í sérnámsbraut í FÁ eftir að hafa verið í lausu lofti um margra vikna skeið. Í dag birtist á Vísi viðtal við Hörpu Þórisdóttur, móður hins sextán ára Svans Jóns Norðkvists sem bíður enn eftir skólavist í framhaldsskóla í haust. Hún segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð enda þurfi drengurinn mikinn stuðning og góðan undirbúning. Vegna umfjöllunar um mál Dagbjarts sendi Vísir tvær fyrirspurnir á barna- og menntamálaráðuneytið í síðustu viku. Ráðuneytið hefur svarað þeim. Vinna við að tryggja nemendum pláss hafi dregist úr hófi Í svari barna- og menntamálaráðuneytisins segir mikla fjölgun hafa orðið á umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla, þar af séu sextíu fleiri í ár en í fyrra. Kappkostað sé að tryggja þeim nemendum skólavist en sú vinna hafi dregist úr hófi í ár. Hvers vegna er móður Dagbjarts, nemenda í Klettaskóla, tjáð í vor að það sé óvíst að hann fái pláss í framhaldsskóla þegar það er skýlaus réttur barna að fá að fara í framhaldsskóla? Hann komst á endanum að en hvað olli því að hann var svona í lausu lofti fram að því? „Umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár og eru nú rúmlega sextíu fleiri fyrir komandi vetur en síðasta skólaár,“ segir í svari ráðuneytisins. „Þjónustuþarfir þessara nemenda eru mjög misjafnar og kappkostað er að tryggja hverjum og einum skólavist þar sem þörfum þeirra er mætt sem best. Miklar áskoranir fylgja því að tryggja farsæld þessa viðkvæma hóps og eru margir aðilar sem þurfa að koma að málum.“ „Því miður dróst sú vinna úr hófi í ár, en unnið er að því með samhentu átaki fjölda aðila að allir þeir nemendur sem þess óska fái skólavist við hæfi,“ segir jafnframt Ráðuneytið vinnur að endurskoðun starfsbrauta Unnið er að endurskoðun allra starfsbrauta framhaldsskóla landsins með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna. Markmiðið sé að efla stoðþjónustu svo hægt sé að tryggja samræmdan einstaklingsbundinn stuðning en sú vinn sé enn í gangi. Í öðru lagi hvar stendur þessi stefnumótunarvinna sem ráðherra talaði um varðandi breytingar á innritun nemenda og í hverju felst hún nákvæmlega? „Lagt hefur verið til að allar starfsbrautir framhaldsskólanna verði endurskoðaðar með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna og nýta þá þekkingu og reynslu sem þar liggur. Nám fatlaðra nemenda byggi á einstaklingsmiðaðri nálgun með aukna áherslu á fjölbreytni í námsframboði, m.a. með aðlögun á verk- og listgreinabrautum,“ segir í svari ráðuneytisins. „Markmiðið er að efla stoðþjónustu framhaldsskólanna svo hún geti tryggt samræmdan og einstaklingsbundinn stuðning við fatlaða nemendur líkt og aðra nemendur.“ „Þessi vinna er í gangi í ráðuneytinu og verður kynnt betur þegar niðurstöður liggja fyrir,“ segir að lokum.
Réttindi barna Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Tengdar fréttir „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01