Innlent

Yngra og tekju­minna fólk hlynntara borgara­launum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Þeir sem myndu kjósa Pírata eða Sósíalistaflokkinn ef kosið yrði í dag, eru hlynntastir hugmyndinni.
Þeir sem myndu kjósa Pírata eða Sósíalistaflokkinn ef kosið yrði í dag, eru hlynntastir hugmyndinni. Vísir/Vilhelm

Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að tveir af hverjum fimm eru hlynntir hugmyndinni um úthlutun borgaralauna á Íslandi. Þá sé meirihluti þeirra sem eru fylgjandi borgaralaunum undir þrítugu. 

Borgaralaun eru lágmarksframfærsla sem greidd er úr ríkissjóði til landsmanna. Launin eru greidd óháð tekjum eða eignum og eiga að einfalda velferðar- og bótakerfi og jafnvel koma í stað þeirra.

Niðurstöður þjóðarpúlsins gefa til kynna að fjörutíu prósent Íslendinga eru hlynntir því að borgaralaun verði greidd Íslendingum. 23% þátttakenda sögðust hvorki með né á móti hugmyndinni og 38% sögðust andvígir hugmyndinni um borgaralaun. Um 15% tóku ekki afstöðu. 

Þá kemur fram að fólk undir þrítugu sé hlynntara hugmyndinni en eldra fólk. Að auki sé fólk meira fylgjandi hugmyndinni eftir því sem fjölskyldutekjur eru lægri. 

Niðurstöður leiddu einnig í ljós að þau sem myndu kjósa Pírata eða Sósíalistaflokkinn ef blásið yrði til kosninga eru hlynntari hugmyndinni en þau sem kysu aðra flokka. Þá eru þau sem kysu Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn eru andvígari hugmyndinni en þau sem kysu aðra flokka. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×