Systkinin leggjast gegn yfirtökunni Árni Sæberg skrifar 22. júní 2023 11:33 Halldór Benjamín gerði það að sínu fyrsta verki í starfi forstjóra Regins að boða yfirtöku á Eik. Gunnari Þór Gíslasyni líst ekkert á það. Vísir Brimgarðar, langsamlega stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar, leggjast gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Brimgarðar eru dótturfélag Langasjós, eignarhaldsfélags Mata-systkinanna svokölluðu. Töluverða athygli vakti á dögunum þegar Reginn, næststærsta fasteignafélag landsins, kynnti fyrirhugað yfirtökutilboð í Eik, það þriðja stærsta. Langsamlega stærsti hluthafi Eikar er fjárfestingafélagið Brimgarðar, með rúmlega fjórðungshlut. Brimgarðar er eitt fjölmargra félaga samstæðunnar Langasjávar. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, sem helst eru kennd við matvælafyrirtækið Mata og leigufélagið Ölmu. Greint var frá því á Innherja fyrir skömmu að hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hefur í markaðsþreifingum, sem hófust í byrjun mánaðar tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins. Í Morgunblaði dagsins er greint frá afstöðu Brimgarða. Hún er neikvæð. Hvetur Reginn til að hætta við Gunnar Þór Gíslason, forsvarsmaður Brimgarða, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann segist hvetja stjórn Regins til að falla frá hugmyndum um að leggja fram yfirtökutilboð í ljósi eindreginnar andstöðu Brimgarða. Brimgarðar hafi þegar kynnt Regin um neikvæða afstöðu sína en Reginn hafi samt sem áður sent frá sér formlega tilkynningu þar sem skiptagengi var lagt til í yfirtökunni. Það hafi verið óhagstætt fyrir hluthafa Eikar. Gunnar Þór furðar sig á stjórn Regins skyldi ekki bjóða neitt yfirverð fyrir hlutina í Eik í ljósi þess að um yfirtökutilboð er að ræða. Eik fasteignafélag Fasteignamarkaður Reginn Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Töluverða athygli vakti á dögunum þegar Reginn, næststærsta fasteignafélag landsins, kynnti fyrirhugað yfirtökutilboð í Eik, það þriðja stærsta. Langsamlega stærsti hluthafi Eikar er fjárfestingafélagið Brimgarðar, með rúmlega fjórðungshlut. Brimgarðar er eitt fjölmargra félaga samstæðunnar Langasjávar. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, sem helst eru kennd við matvælafyrirtækið Mata og leigufélagið Ölmu. Greint var frá því á Innherja fyrir skömmu að hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hefur í markaðsþreifingum, sem hófust í byrjun mánaðar tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins. Í Morgunblaði dagsins er greint frá afstöðu Brimgarða. Hún er neikvæð. Hvetur Reginn til að hætta við Gunnar Þór Gíslason, forsvarsmaður Brimgarða, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann segist hvetja stjórn Regins til að falla frá hugmyndum um að leggja fram yfirtökutilboð í ljósi eindreginnar andstöðu Brimgarða. Brimgarðar hafi þegar kynnt Regin um neikvæða afstöðu sína en Reginn hafi samt sem áður sent frá sér formlega tilkynningu þar sem skiptagengi var lagt til í yfirtökunni. Það hafi verið óhagstætt fyrir hluthafa Eikar. Gunnar Þór furðar sig á stjórn Regins skyldi ekki bjóða neitt yfirverð fyrir hlutina í Eik í ljósi þess að um yfirtökutilboð er að ræða.
Eik fasteignafélag Fasteignamarkaður Reginn Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira