Reykjanesbær látinn sitja einn í súpunni Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júní 2023 11:40 Friðjón Einarsson er formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ og oddviti Samfylkingarinnar í sveitarfélaginu. Vísir/Sigurjón Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir innviði sprungna vegna fjölda hælisleitenda í bænum. Hann segir það hafa verið óheppni hversu mikið var af lausu húsnæði á Ásbrú þegar Vinnumálastofnun tók íbúðir þar á leigu. Mikið hefur verið rætt um fjölgun flóttamanna og hælisleitenda í Reykjanesbæ síðustu mánuði. Hefur bæjarfulltrúi Umbótar meðal annars sagt töluverðan óróa vera í bænum vegna ástandsins sem hefur myndast og hefur hún miklar áhyggjur af þróuninni. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, segir það vera rétt að innviðir séu komnir að þolmörkum. Staðan hafi verið þannig í marga mánuði og lítið gerst hjá stjórnvöldum til að bregðast við vandanum. „Því miður hefur ekki náðst samstaða meðal sveitarfélaga á Íslandi að taka þátt í þessu verkefni. Við skiljum það svo sem alveg, þetta er mikill átroðningur á sveitarfélögin, en að skilja okkur eftir svona ein er mjög illa séð af okkur,“ segir Friðjón. Hann segir að í kjölfar lagabreytingar árið 2016 sem gerði Venesúelamönnum kleift að koma til Íslands hafi ríkið fengið í fangið fjölda fólks sem eftir átti að gera ráðstafanir fyrir. Þá hafi verið laust húsnæði á Ásbrú sem ríkið tók á leigu. „Mikið af þessu var gert án samráðs við okkur. Þannig að þetta var bara svona, hvað á ég að segja, óheppni að húsnæði var hérna og við erum auðvitað í nánd við flugvöllinn. Það er ekki síður þessi seinagangur í afgreiðslu á umsóknum sem gerir það að fólk þarf að vera hérna í langan tíma sem er ómannúðlegt,“ segir Friðjón. Hann segir gögnin sýna að með fjölgun hælisleitenda hafi glæpir ekki aukist líkt og bæjarbúar hafa óttast. Þeir séu þó afar sýnilegir innan bæjarfélagsins. „Þetta fólk getur ekki verið bara inni á herbergi allan sólarhringinn, það þarf að geta farið út og reynt að njóta sín aðeins, að vera til. Þá er þetta mjög sýnilegt hjá okkur og það er það sem íbúarnir eru mest að kvarta yfir. Að þessir hópar eru mjög sýnilegir í matvöruverslunum og gangandi um bæinn. Þó þau séu ekki að gera eitt né neitt af sér þá er þetta mjög sýnilegt,“ segir Friðjón. Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um fjölgun flóttamanna og hælisleitenda í Reykjanesbæ síðustu mánuði. Hefur bæjarfulltrúi Umbótar meðal annars sagt töluverðan óróa vera í bænum vegna ástandsins sem hefur myndast og hefur hún miklar áhyggjur af þróuninni. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, segir það vera rétt að innviðir séu komnir að þolmörkum. Staðan hafi verið þannig í marga mánuði og lítið gerst hjá stjórnvöldum til að bregðast við vandanum. „Því miður hefur ekki náðst samstaða meðal sveitarfélaga á Íslandi að taka þátt í þessu verkefni. Við skiljum það svo sem alveg, þetta er mikill átroðningur á sveitarfélögin, en að skilja okkur eftir svona ein er mjög illa séð af okkur,“ segir Friðjón. Hann segir að í kjölfar lagabreytingar árið 2016 sem gerði Venesúelamönnum kleift að koma til Íslands hafi ríkið fengið í fangið fjölda fólks sem eftir átti að gera ráðstafanir fyrir. Þá hafi verið laust húsnæði á Ásbrú sem ríkið tók á leigu. „Mikið af þessu var gert án samráðs við okkur. Þannig að þetta var bara svona, hvað á ég að segja, óheppni að húsnæði var hérna og við erum auðvitað í nánd við flugvöllinn. Það er ekki síður þessi seinagangur í afgreiðslu á umsóknum sem gerir það að fólk þarf að vera hérna í langan tíma sem er ómannúðlegt,“ segir Friðjón. Hann segir gögnin sýna að með fjölgun hælisleitenda hafi glæpir ekki aukist líkt og bæjarbúar hafa óttast. Þeir séu þó afar sýnilegir innan bæjarfélagsins. „Þetta fólk getur ekki verið bara inni á herbergi allan sólarhringinn, það þarf að geta farið út og reynt að njóta sín aðeins, að vera til. Þá er þetta mjög sýnilegt hjá okkur og það er það sem íbúarnir eru mest að kvarta yfir. Að þessir hópar eru mjög sýnilegir í matvöruverslunum og gangandi um bæinn. Þó þau séu ekki að gera eitt né neitt af sér þá er þetta mjög sýnilegt,“ segir Friðjón.
Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19