„Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2023 23:16 Jón Gunnar og Guðmundur Arnar segja það vera réttlætismál að fólk hafi góð tól til að læra íslensku. Vísir/Steingrímur Dúi Bara Tala er nýtt smáforrit sem nýtist öllum sem vilja læra íslensku. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik. Forritið var formlega kynnt í dag en í því geta notendur spreytt sig á samtölum á íslensku í öruggu umhverfi. Forritið hlustar á notendur tala, æfir þá í framburði og veitir endurgjöf í rauntíma. Boðið er upp á grunnnámskeið og vinnusértækt efni fyrir fyrirtæki. Með Bara tala getur starfsfólk æft sig og lært íslensku hvar og hvenær sem er. „Um tuttugu og fimm prósent af íslenskum vinnumarkaði eru erlendir starfsmenn og helmingur þeirra tala ekki íslensku,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, forsvarsmaður Bara tala, og segir það svo mikilvægt því tungumálið sé lykillinn að samfélaginu. Aukið aðgengi réttlætismál Akademias og Bara tala hafa gert samstarfssamning en markmiðið er að veita sem flestum aðgengi að nýrri og byltingarkenndri stafrænni íslenskukennslu. Jón Gunnar og Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, segja það réttlætismál að góð tól standi þeim til boða sem vilji læra íslensku. „Í mörg ár og stigvaxandi hafa fyrirtæki verið að tala um hvað þetta virðist brotið með íslenskukennsluna og við eigum mörg dæmi um vinnustaði þar sem er verið að senda 20 til 30 á námskeið en heimturnar er kannski tveir, þrír fjórir,“ segir Guðmundur Andri og að hann sjái að með forritinu væri hægt að ná til þeirra sem ekki komast á námskeiðið. „Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er, á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú þarft ekkert hugsa um málfræðina eða skrifa ritgerðir. Bara tala og það er það sem þetta snýst um,“ segir Jón Gunnar. Guðmundur Arnar bendir á að einhver eftir ár má búast við því að allt að helmingur vinnuafls verði af erlendu bergi brotið og að þeim verði að standa raunhæfar lausnir til boða. „Þá er það svo augljóst að við verðum að koma með einhverjar lausnir og hjálpa þessum einstaklingum sem vilja komast inn í samfélagið okkar, en með þessa stóru fyrirstöðu, sem er tungumálið okkar. Bara tala verður því vonandi kraftmikið aukaverkfæri,“ segir Guðmundur Arnar. Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. 21. júlí 2022 12:01 Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. 8. júní 2022 11:39 Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26 Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Forritið var formlega kynnt í dag en í því geta notendur spreytt sig á samtölum á íslensku í öruggu umhverfi. Forritið hlustar á notendur tala, æfir þá í framburði og veitir endurgjöf í rauntíma. Boðið er upp á grunnnámskeið og vinnusértækt efni fyrir fyrirtæki. Með Bara tala getur starfsfólk æft sig og lært íslensku hvar og hvenær sem er. „Um tuttugu og fimm prósent af íslenskum vinnumarkaði eru erlendir starfsmenn og helmingur þeirra tala ekki íslensku,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, forsvarsmaður Bara tala, og segir það svo mikilvægt því tungumálið sé lykillinn að samfélaginu. Aukið aðgengi réttlætismál Akademias og Bara tala hafa gert samstarfssamning en markmiðið er að veita sem flestum aðgengi að nýrri og byltingarkenndri stafrænni íslenskukennslu. Jón Gunnar og Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, segja það réttlætismál að góð tól standi þeim til boða sem vilji læra íslensku. „Í mörg ár og stigvaxandi hafa fyrirtæki verið að tala um hvað þetta virðist brotið með íslenskukennsluna og við eigum mörg dæmi um vinnustaði þar sem er verið að senda 20 til 30 á námskeið en heimturnar er kannski tveir, þrír fjórir,“ segir Guðmundur Andri og að hann sjái að með forritinu væri hægt að ná til þeirra sem ekki komast á námskeiðið. „Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er, á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú þarft ekkert hugsa um málfræðina eða skrifa ritgerðir. Bara tala og það er það sem þetta snýst um,“ segir Jón Gunnar. Guðmundur Arnar bendir á að einhver eftir ár má búast við því að allt að helmingur vinnuafls verði af erlendu bergi brotið og að þeim verði að standa raunhæfar lausnir til boða. „Þá er það svo augljóst að við verðum að koma með einhverjar lausnir og hjálpa þessum einstaklingum sem vilja komast inn í samfélagið okkar, en með þessa stóru fyrirstöðu, sem er tungumálið okkar. Bara tala verður því vonandi kraftmikið aukaverkfæri,“ segir Guðmundur Arnar.
Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. 21. júlí 2022 12:01 Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. 8. júní 2022 11:39 Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26 Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. 21. júlí 2022 12:01
Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. 8. júní 2022 11:39
Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26
Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31