Allir tapa á verðbólgunni Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 26. júní 2023 13:01 Eftir að verðbólga tók við sér hefur skapast umræða um orsakir hennar og hvort ekki væri hægt að halda henni í skefjum ef fyrirtæki myndu einungis sleppa því að hækka verð. Ef þau gerðu það væri jú engin verðbólga og málið væntanlega leyst, eða hvað? Mikil tekjuaukning fyrirtækja skýrist af aukinni neyslu Nýjustu gögn um rekstur fyrirtækja í hagkerfinu í heild ná aðeins til 2021 en þau segja sína sögu hvað varðar hina óvenjulegu þróun á tímabili heimsfaraldurs. Ferðalög lágu að mestu niðri á árunum 2020-2021 og samkomutakmarkanir ríktu víða í samfélaginu. Á sama tíma lækkuðu vextir skarpt, launahækkanir voru miklar og ýmis úrræði yfirvalda tryggðu afkomu heimila og fyrirtækja. Því byggðist skyndilega upp mikill sparnaður sem fann sér farveg í innlendri neyslu. Á árinu 2021 jókst einkaneysla um 7% að raunvirði, það er að segja án áhrifa verðlagsbreytinga. Íslenskar verslanir nutu tímabundið góðs af þessu ástandi. Til viðbótar við aukna veltu á dagvörumarkaði nýttu margir tækifærið til að fjárfesta í nýjum heimilisbúnaði, bifreiðum eða viðhaldi ýmiss konar. Eðli máls samkvæmt leiddi þetta óvenjulega ástand til mikillar tekjuaukningar hjá mörgum fyrirtækjum sem starfa á innanlandsmarkaði. En á meðan tekjur heildsala og smásala jukust um 14% nam verðbólga, án húsnæðisliðarins, hins vegar ekki nema 3,8%. Bætt afkoma þessara fyrirtækja skýrðist því ekki af hærra vöruverði, heldur auknum umsvifum vegna góðrar stöðu heimilanna. Fleira kom til á árinu 2021 sem vann með fyrirtækjum. Fjármagnskostnaður lækkaði verulega með lækkun stýrivaxta sem skilaði sér í bættri afkomu. Hins vegar vógu aðrir þættir á móti, svo sem hækkandi aðfanga- og launakostnaður. Staðan er gjörbreytt Þó ekki séu komin fram sambærileg gögn um rekstrarafkomu fyrirtækja fyrir 2022 má gera ráð fyrir að tekjuaukning hafi áfram verið mikil, enda mældist jafnvel enn sterkari vöxtur einkaneyslu á árinu 2022 heldur en 2021. Önnur þróun var fyrirtækjum hins vegar ekki hagfelld. Fjármagnskostnaður hefur margfaldast vegna hækkunar stýrivaxta Verðbólga hefur verið mikil í viðskiptalöndum og aðfangakostnaður því hækkað verulega Launavísitalan hefur verið í miklum hækkunartakti Allt þetta þýðir að helstu kostnaðarliðir fyrirtækja hafa verið að hækka verulega frá árinu 2022, ólíkt þróuninni sem var á árunum 2020-2021. Sjá má á uppgjörum skráðra félaga að verulegur þrýstingur hefur verið á afkomu þeirra vegna ört hækkandi kostnaðar. Til að mynda skilaði Festi, sem rekur meðal annars verslanir Elko, Krónunnar og N1, tapi á seinasta ársfjórðungi. Það er því rangt sem haldið hefur verið fram að hagnaður íslenskra fyrirtækja hafi aldrei verið meiri. Vert er að hafa í huga í þessu samhengi að stærstu eigendur skráðra félaga eru lífeyrissjóðir og ekkert fagnaðarefni þegar afkoma íslenskra fyrirtækja er ekki góð. Jafnvel þótt verulegra hækkana sé enn að gæta í aðfangaverði er launaliðurinn þrátt fyrir allt sá liður sem fyrirtæki telja nú setja mestan þrýsting til hækkunar verðlags. Þegar hefur mikil hagræðing átt sér stað, á borð við aukna sjálfvirknivæðingu, til að koma til móts við krefjandi rekstrarástand. Við núverandi kringumstæður hækkandi kostnaðar og þrýstings á afkomu fyrirtækja er erfitt að sjá annað en að frekari kostnaðarauki á borð við miklar launahækkanir muni skila sér að miklu leyti út í verðlagið, eins og greiningar Seðlabankans hafa raunar sýnt. Krefjandi aðstæður leiða til verðbólgu Eðlilega hafa margir velt vöngum yfir því hvort hagnaður fyrirtækja skýrist ekki fyrst og fremst af hærra verðlagi. Gögnin renna hins vegar ekki stoðum undir þá staðhæfingu. Þvert á móti tók verð ekki að hækka fyrr en kostnaður, þar með talið vegna mikilla launahækkana, tók að aukast verulega og setja þrýsting á afkomu. Efnahagslegar aðstæður eru þess eðlis að áframhaldandi launahækkanir í þeim takti sem verið hefur munu einfaldlega skila sér í hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Aðilar vinnumarkaðar geta haft áhrif á þessa þróun með samningum sín á milli. Þar þarf að horfa fram á veginn og tryggja að kjarasamningar verði til þess að draga úr verðbólguþrýstingi, en ekki öfugt. Það væri sannanlega allra hagur. Höfundur er starfandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Hrefna Ingimundardóttir Verðlag Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að verðbólga tók við sér hefur skapast umræða um orsakir hennar og hvort ekki væri hægt að halda henni í skefjum ef fyrirtæki myndu einungis sleppa því að hækka verð. Ef þau gerðu það væri jú engin verðbólga og málið væntanlega leyst, eða hvað? Mikil tekjuaukning fyrirtækja skýrist af aukinni neyslu Nýjustu gögn um rekstur fyrirtækja í hagkerfinu í heild ná aðeins til 2021 en þau segja sína sögu hvað varðar hina óvenjulegu þróun á tímabili heimsfaraldurs. Ferðalög lágu að mestu niðri á árunum 2020-2021 og samkomutakmarkanir ríktu víða í samfélaginu. Á sama tíma lækkuðu vextir skarpt, launahækkanir voru miklar og ýmis úrræði yfirvalda tryggðu afkomu heimila og fyrirtækja. Því byggðist skyndilega upp mikill sparnaður sem fann sér farveg í innlendri neyslu. Á árinu 2021 jókst einkaneysla um 7% að raunvirði, það er að segja án áhrifa verðlagsbreytinga. Íslenskar verslanir nutu tímabundið góðs af þessu ástandi. Til viðbótar við aukna veltu á dagvörumarkaði nýttu margir tækifærið til að fjárfesta í nýjum heimilisbúnaði, bifreiðum eða viðhaldi ýmiss konar. Eðli máls samkvæmt leiddi þetta óvenjulega ástand til mikillar tekjuaukningar hjá mörgum fyrirtækjum sem starfa á innanlandsmarkaði. En á meðan tekjur heildsala og smásala jukust um 14% nam verðbólga, án húsnæðisliðarins, hins vegar ekki nema 3,8%. Bætt afkoma þessara fyrirtækja skýrðist því ekki af hærra vöruverði, heldur auknum umsvifum vegna góðrar stöðu heimilanna. Fleira kom til á árinu 2021 sem vann með fyrirtækjum. Fjármagnskostnaður lækkaði verulega með lækkun stýrivaxta sem skilaði sér í bættri afkomu. Hins vegar vógu aðrir þættir á móti, svo sem hækkandi aðfanga- og launakostnaður. Staðan er gjörbreytt Þó ekki séu komin fram sambærileg gögn um rekstrarafkomu fyrirtækja fyrir 2022 má gera ráð fyrir að tekjuaukning hafi áfram verið mikil, enda mældist jafnvel enn sterkari vöxtur einkaneyslu á árinu 2022 heldur en 2021. Önnur þróun var fyrirtækjum hins vegar ekki hagfelld. Fjármagnskostnaður hefur margfaldast vegna hækkunar stýrivaxta Verðbólga hefur verið mikil í viðskiptalöndum og aðfangakostnaður því hækkað verulega Launavísitalan hefur verið í miklum hækkunartakti Allt þetta þýðir að helstu kostnaðarliðir fyrirtækja hafa verið að hækka verulega frá árinu 2022, ólíkt þróuninni sem var á árunum 2020-2021. Sjá má á uppgjörum skráðra félaga að verulegur þrýstingur hefur verið á afkomu þeirra vegna ört hækkandi kostnaðar. Til að mynda skilaði Festi, sem rekur meðal annars verslanir Elko, Krónunnar og N1, tapi á seinasta ársfjórðungi. Það er því rangt sem haldið hefur verið fram að hagnaður íslenskra fyrirtækja hafi aldrei verið meiri. Vert er að hafa í huga í þessu samhengi að stærstu eigendur skráðra félaga eru lífeyrissjóðir og ekkert fagnaðarefni þegar afkoma íslenskra fyrirtækja er ekki góð. Jafnvel þótt verulegra hækkana sé enn að gæta í aðfangaverði er launaliðurinn þrátt fyrir allt sá liður sem fyrirtæki telja nú setja mestan þrýsting til hækkunar verðlags. Þegar hefur mikil hagræðing átt sér stað, á borð við aukna sjálfvirknivæðingu, til að koma til móts við krefjandi rekstrarástand. Við núverandi kringumstæður hækkandi kostnaðar og þrýstings á afkomu fyrirtækja er erfitt að sjá annað en að frekari kostnaðarauki á borð við miklar launahækkanir muni skila sér að miklu leyti út í verðlagið, eins og greiningar Seðlabankans hafa raunar sýnt. Krefjandi aðstæður leiða til verðbólgu Eðlilega hafa margir velt vöngum yfir því hvort hagnaður fyrirtækja skýrist ekki fyrst og fremst af hærra verðlagi. Gögnin renna hins vegar ekki stoðum undir þá staðhæfingu. Þvert á móti tók verð ekki að hækka fyrr en kostnaður, þar með talið vegna mikilla launahækkana, tók að aukast verulega og setja þrýsting á afkomu. Efnahagslegar aðstæður eru þess eðlis að áframhaldandi launahækkanir í þeim takti sem verið hefur munu einfaldlega skila sér í hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Aðilar vinnumarkaðar geta haft áhrif á þessa þróun með samningum sín á milli. Þar þarf að horfa fram á veginn og tryggja að kjarasamningar verði til þess að draga úr verðbólguþrýstingi, en ekki öfugt. Það væri sannanlega allra hagur. Höfundur er starfandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun