Ekki getað aðhafst í máli Áslaugar Eiður Þór Árnason skrifar 26. júní 2023 15:47 Áslaug Ýr fékk að fara upp á svið á laugardag að athöfn lokinni. Hér er hún ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor, Ólöfu Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs og Gauta Kristmannssyni deildarforseta Íslensku- og menningardeildar. Aðsend Háskóli Íslands harmar að tilkynnt hafi verið að Áslaug Ýr Hjartardóttir væri ekki viðstödd brautskráningarathöfn skólans á laugardag og henni snúið frá sviðinu. Fulltrúar skólans hafi ekki verið upplýstir um stöðu mála og því ekki getað aðhafst. Áslaug Ýr, sem er lögblind, heyrnarlaus og í hjólastól hefur lýst því hvernig annmarkar á skipulagningu brautskráningarinnar hafi orðið til þess að hún sat eftir í Laugardalshöll í stað þess að taka við skírteini sínu með samnemendum. Hún fékk síðar að fara upp á svið eftir að foreldrar hennar komu athugasemdum á framfæri, en þá fyrir tómum sal. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands biður Áslaugu og fjölskyldu hennar innilegrar afsökunar á atvikinu fyrir hönd skólans. „Við sem stóðum á sviðinu í Laugardagshöll vorum ekki upplýst og gátum því ekki aðhafst. Okkur þykir þetta afar leitt. Við munum fara yfir málin og ferlana í framhaldinu og leitast við að tryggja að svona gerist ekki aftur,“ segir hann í skriflegu svari til fréttastofu. Jón bætir við að gert hafi verið ráð fyrir Áslaugu við skipulagningu athafnarinnar en mistök við framkvæmdina átt sér stað þegar kom að því að afhenda skírteinið. Jón óskar Áslaugu innilega til hamingju með að hafa útskrifast með bakkalársgráðu í almennri bókmenntafræði og segist hlakka til áframhaldandi náms hennar við Háskóla Íslands. Áslaug vill sjá breytingar Í samtali við Vísi í gær áréttaði Áslaug að hún hafi almennt verið ánægð með þá þjónustu og stuðning sem hún hafi fengið á meðan námi hennar stóð. Því hafi atburðarásin á laugardag komið henni í opna skjöldu og valdið henni miklu uppnámi. Þetta er í annað sinn sem Áslaug útskrifast frá Háskóla Íslands og gekk fyrri brautskráning hennar hnökralaust fyrir sig. Áslaug hefur kallað eftir því að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi brautskráningar hjá skólanum þar sem mikill fjöldi nemenda auki hættu á fljótfærni og hvimleiðum mistökum sem þessum. Aðspurður hvort hann taki undir þetta segir rektor að stjórnendur skólans fari sífellt yfir hvað gera megi betur fara við brautskráningarathafnirnar og muni skoða þennan þátt sérstaklega. Gert ómögulegt að átta sig á aðstæðum Áslaug hefur greint frá því að henni hafi verið úthlutað plássi langt frá rampinum sem hún þurfti að nota til að komast upp á svið í Laugardalshöll og ekki fengið að hafa hjá sér túlka sem hún þekki vel og hafi reynslu af þeirri sértæku umhverfistúlkun sem hún hafi þörf á. Þá hafi túlkarnir sem hún fékk veitt henni óljósar upplýsingar og ekki fylgt henni í röðina sem leiddi upp á svið. Því hafi verið ómögulegt fyrir Áslaugu að átta sig á aðstæðum. „Þegar ég loks komst að rampinum var búið að kalla nafnið mitt án þess að ég vissi og ég heyrði ekki heldur tilkynnt að ég væri fjarverandi. Í stað þess að gefa mér ráðrúm til að koma mér upp á svið á mínum forsendum hélt deildarstjóri bara áfram að þylja upp nöfn. Ég sat þolinmóð eftir við rampinn og beið eftir að tekið yrði eftir mér eða að túlkarnir kæmu og létu mig vita hvað væri að gerast, en svo var ekki.“ Áslaug segir að ekkert starfsfólk hafi gripið þar inn í til að leiðrétta mistökin þó að það lægi fyrir að um fatlaðan nemanda væri að ræða. „Það hefði vel verið hægt að leysa þetta strax ef vilji hefði verið til staðar. Þetta voru triggerandi aðstæður sem ég þekki allt of vel, og þegar mér varð loks ljóst að ég fengi ekki að fara á svið og taka við skírteininu var orðið of seint – ég treysti mér ekki lengur á sviðið og gekk einfaldlega út, grátandi. Þeim var víst drullusama um fatlaða háskólanemann.“ Áslaug hefur verið nokkuð áberandi í réttindabaráttu sinni á síðustu árum og var til að mynda fyrst daufblindra Íslendinga til að ljúka háskólanámi. Þá stefndi hún íslenska ríkinu þegar henni var hafnað um endurgjaldslausa túlkaþjónustu í tengslum við þátttöku hennar í sumarbúðum fyrir daufblind ungmenni í Svíþjóð. Háskólar Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Áslaug er fyrst daufblindra Íslendinga til að ljúka háskólanámi Draumurinn er að starfa sem bókaútgefandi eða rithöfundur en áður en haldið er út á vinnumarkaðinn ætlar hún í frekara háskólanám. 22. febrúar 2020 21:15 Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00 Safnað fyrir túlkaþjónustu fyrir Áslaugu Ýr í Crossfit Vegna stjórnarslitanna féll Ísland í dag niður á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn fer því í loftið á Vísi. 15. september 2017 21:11 Þvinguð á fund, félagslega einangruð og vansæl í grunnskóla Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifaði blogg um reynslu sína af grunnskólaárunum og vandar skólanum sem hún gekk í ekki kveðjurnar. 18. febrúar 2018 23:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Áslaug Ýr, sem er lögblind, heyrnarlaus og í hjólastól hefur lýst því hvernig annmarkar á skipulagningu brautskráningarinnar hafi orðið til þess að hún sat eftir í Laugardalshöll í stað þess að taka við skírteini sínu með samnemendum. Hún fékk síðar að fara upp á svið eftir að foreldrar hennar komu athugasemdum á framfæri, en þá fyrir tómum sal. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands biður Áslaugu og fjölskyldu hennar innilegrar afsökunar á atvikinu fyrir hönd skólans. „Við sem stóðum á sviðinu í Laugardagshöll vorum ekki upplýst og gátum því ekki aðhafst. Okkur þykir þetta afar leitt. Við munum fara yfir málin og ferlana í framhaldinu og leitast við að tryggja að svona gerist ekki aftur,“ segir hann í skriflegu svari til fréttastofu. Jón bætir við að gert hafi verið ráð fyrir Áslaugu við skipulagningu athafnarinnar en mistök við framkvæmdina átt sér stað þegar kom að því að afhenda skírteinið. Jón óskar Áslaugu innilega til hamingju með að hafa útskrifast með bakkalársgráðu í almennri bókmenntafræði og segist hlakka til áframhaldandi náms hennar við Háskóla Íslands. Áslaug vill sjá breytingar Í samtali við Vísi í gær áréttaði Áslaug að hún hafi almennt verið ánægð með þá þjónustu og stuðning sem hún hafi fengið á meðan námi hennar stóð. Því hafi atburðarásin á laugardag komið henni í opna skjöldu og valdið henni miklu uppnámi. Þetta er í annað sinn sem Áslaug útskrifast frá Háskóla Íslands og gekk fyrri brautskráning hennar hnökralaust fyrir sig. Áslaug hefur kallað eftir því að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi brautskráningar hjá skólanum þar sem mikill fjöldi nemenda auki hættu á fljótfærni og hvimleiðum mistökum sem þessum. Aðspurður hvort hann taki undir þetta segir rektor að stjórnendur skólans fari sífellt yfir hvað gera megi betur fara við brautskráningarathafnirnar og muni skoða þennan þátt sérstaklega. Gert ómögulegt að átta sig á aðstæðum Áslaug hefur greint frá því að henni hafi verið úthlutað plássi langt frá rampinum sem hún þurfti að nota til að komast upp á svið í Laugardalshöll og ekki fengið að hafa hjá sér túlka sem hún þekki vel og hafi reynslu af þeirri sértæku umhverfistúlkun sem hún hafi þörf á. Þá hafi túlkarnir sem hún fékk veitt henni óljósar upplýsingar og ekki fylgt henni í röðina sem leiddi upp á svið. Því hafi verið ómögulegt fyrir Áslaugu að átta sig á aðstæðum. „Þegar ég loks komst að rampinum var búið að kalla nafnið mitt án þess að ég vissi og ég heyrði ekki heldur tilkynnt að ég væri fjarverandi. Í stað þess að gefa mér ráðrúm til að koma mér upp á svið á mínum forsendum hélt deildarstjóri bara áfram að þylja upp nöfn. Ég sat þolinmóð eftir við rampinn og beið eftir að tekið yrði eftir mér eða að túlkarnir kæmu og létu mig vita hvað væri að gerast, en svo var ekki.“ Áslaug segir að ekkert starfsfólk hafi gripið þar inn í til að leiðrétta mistökin þó að það lægi fyrir að um fatlaðan nemanda væri að ræða. „Það hefði vel verið hægt að leysa þetta strax ef vilji hefði verið til staðar. Þetta voru triggerandi aðstæður sem ég þekki allt of vel, og þegar mér varð loks ljóst að ég fengi ekki að fara á svið og taka við skírteininu var orðið of seint – ég treysti mér ekki lengur á sviðið og gekk einfaldlega út, grátandi. Þeim var víst drullusama um fatlaða háskólanemann.“ Áslaug hefur verið nokkuð áberandi í réttindabaráttu sinni á síðustu árum og var til að mynda fyrst daufblindra Íslendinga til að ljúka háskólanámi. Þá stefndi hún íslenska ríkinu þegar henni var hafnað um endurgjaldslausa túlkaþjónustu í tengslum við þátttöku hennar í sumarbúðum fyrir daufblind ungmenni í Svíþjóð.
Háskólar Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Áslaug er fyrst daufblindra Íslendinga til að ljúka háskólanámi Draumurinn er að starfa sem bókaútgefandi eða rithöfundur en áður en haldið er út á vinnumarkaðinn ætlar hún í frekara háskólanám. 22. febrúar 2020 21:15 Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00 Safnað fyrir túlkaþjónustu fyrir Áslaugu Ýr í Crossfit Vegna stjórnarslitanna féll Ísland í dag niður á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn fer því í loftið á Vísi. 15. september 2017 21:11 Þvinguð á fund, félagslega einangruð og vansæl í grunnskóla Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifaði blogg um reynslu sína af grunnskólaárunum og vandar skólanum sem hún gekk í ekki kveðjurnar. 18. febrúar 2018 23:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Áslaug er fyrst daufblindra Íslendinga til að ljúka háskólanámi Draumurinn er að starfa sem bókaútgefandi eða rithöfundur en áður en haldið er út á vinnumarkaðinn ætlar hún í frekara háskólanám. 22. febrúar 2020 21:15
Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00
Safnað fyrir túlkaþjónustu fyrir Áslaugu Ýr í Crossfit Vegna stjórnarslitanna féll Ísland í dag niður á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn fer því í loftið á Vísi. 15. september 2017 21:11
Þvinguð á fund, félagslega einangruð og vansæl í grunnskóla Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifaði blogg um reynslu sína af grunnskólaárunum og vandar skólanum sem hún gekk í ekki kveðjurnar. 18. febrúar 2018 23:00