Hannes segir sig úr bæjarstjórn Kópavogs Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 15:06 Hannes Steindórsson var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og átti að taka við sem forseti bæjarstjórnar í júlí. Aðsend Hannes Steindórsson, fasteignasali, ætlar að segja af sér sem bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ á bæjarstjórnarfundi á morgun til að einbeita sér að fasteignasölu og barnauppeldi. Fyrr í mánuðinum seldi hann allan hlut sinn í fasteignasölunni Lind. Mbl.is greindi frá fréttum af starfslokum Hannesar. Helsta ástæðan fyrir ákvörðun Hannesar ku vera annríki við fasteignasölu. Hann átti að taka við sem forseti bæjarstjórnar um miðjan júlí en taldi sig ekki geta sinnt því eins vel og þyrfti. „Vegna anna finn ég að maður getur ekki beitt sér alveg eins vel í þágu Kópavogsbúa eins og maður vill,“ sagði Hannes í samtali við mbl.is. „Það þarf að hafa báðar hendur á stýri á fasteignamarkaði í þessu ástandi,“ sagði hann einnig. Elísabet Berglind Sveinsdóttir, markaðsstjóri sem sat í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, mun taka við sæti Hannesar í bæjarstjórn. Nýbúinn að selja sig út úr fasteignasölunni Fréttirnar koma stuttu eftir að greint var frá því að búið væri að kaupa hlut Hannesar í Lind fasteignasölu, sem hann stofnaði sjálfu árið 2015 á grunni Remax Lindar. Stærstu hluthafar fasteignasölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson undir formerkjum fjárfestingarfélagsins IREF, keyptu hlut Hannesar í fasteignasölunni Lind. Í samtali við mbl.is sagði hann um vistaskiptin: „Fyrst og fremst er ég gríðarlega stoltur og þakklátur Kópavogsbúum fyrir að hafa fengið tækifæri að vera í bæjarstjórn og vil ég þakka þeim það sérstaklega.“ Þá sagðist hann að lokum ekki vera hættur í pólitík þó hann væri hættur í bæjarstjórn. Vera Hannesar í bæjarstjórn hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig en í ágúst á síðasta ári birti hann færslu á Facebook þar sem hann greindi frá glímu sinni við alkóhólisma og vandræðagangi á öldurhúsi í Svíþjóð. Í kjölfarið flaug hann aftur til Íslands og leitaði sér hjálpar hjá Tólf spora samtökunum. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“ Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann. 18. ágúst 2022 18:37 Monika tekur við formennsku af Hannesi Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið verið formennsku í Félagi fasteignasala. Hún tekur við af Hannesi Steindórssyni sem hafði gegnt embættinu frá 2021. 19. maí 2023 11:06 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Sjá meira
Mbl.is greindi frá fréttum af starfslokum Hannesar. Helsta ástæðan fyrir ákvörðun Hannesar ku vera annríki við fasteignasölu. Hann átti að taka við sem forseti bæjarstjórnar um miðjan júlí en taldi sig ekki geta sinnt því eins vel og þyrfti. „Vegna anna finn ég að maður getur ekki beitt sér alveg eins vel í þágu Kópavogsbúa eins og maður vill,“ sagði Hannes í samtali við mbl.is. „Það þarf að hafa báðar hendur á stýri á fasteignamarkaði í þessu ástandi,“ sagði hann einnig. Elísabet Berglind Sveinsdóttir, markaðsstjóri sem sat í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, mun taka við sæti Hannesar í bæjarstjórn. Nýbúinn að selja sig út úr fasteignasölunni Fréttirnar koma stuttu eftir að greint var frá því að búið væri að kaupa hlut Hannesar í Lind fasteignasölu, sem hann stofnaði sjálfu árið 2015 á grunni Remax Lindar. Stærstu hluthafar fasteignasölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson undir formerkjum fjárfestingarfélagsins IREF, keyptu hlut Hannesar í fasteignasölunni Lind. Í samtali við mbl.is sagði hann um vistaskiptin: „Fyrst og fremst er ég gríðarlega stoltur og þakklátur Kópavogsbúum fyrir að hafa fengið tækifæri að vera í bæjarstjórn og vil ég þakka þeim það sérstaklega.“ Þá sagðist hann að lokum ekki vera hættur í pólitík þó hann væri hættur í bæjarstjórn. Vera Hannesar í bæjarstjórn hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig en í ágúst á síðasta ári birti hann færslu á Facebook þar sem hann greindi frá glímu sinni við alkóhólisma og vandræðagangi á öldurhúsi í Svíþjóð. Í kjölfarið flaug hann aftur til Íslands og leitaði sér hjálpar hjá Tólf spora samtökunum.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“ Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann. 18. ágúst 2022 18:37 Monika tekur við formennsku af Hannesi Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið verið formennsku í Félagi fasteignasala. Hún tekur við af Hannesi Steindórssyni sem hafði gegnt embættinu frá 2021. 19. maí 2023 11:06 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Sjá meira
Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“ Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann. 18. ágúst 2022 18:37
Monika tekur við formennsku af Hannesi Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið verið formennsku í Félagi fasteignasala. Hún tekur við af Hannesi Steindórssyni sem hafði gegnt embættinu frá 2021. 19. maí 2023 11:06