Stoltir af að fá Daníel til SönderjyskE og hafa góða reynslu af Íslendingum Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2023 15:44 Daníel Leó Grétarsson í leik gegn Bosníu í mars. Hann á að baki þrettán A-landsleiki. Getty/Alex Nicodim Landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson er genginn í raðir danska knattspyrnufélagsins SönderjyskE. Þessi 27 ára gamli, örvfætti miðvörður skrifaði undir samning sem gildir til fjögurra ára. Daníel kemur til Danmerkur frá Póllandi þar sem hann lék með Slask Wroclaw í efstu deild, eftir að hafa áður verið hjá Blackpool á Englandi og í Aalesund í Noregi, en hann er uppalinn í Grindavík. Forsvarsmenn SönderjyskE hrósa happi yfir að hafa fengið Daníel sem á að baki 13 A-landsleiki og var í hópnum sem mætti Portúgal og Slóvakíu á dögunum. Daníel verður enn einn Íslendingurinn sem spilar fyrir SönderjyskE en fyrir hjá félaginu er Húsvíkingurinn Atli Barkarson auk þess sem Orri Steinn Óskarsson var að láni frá FCK á seinni hluta síðustu leiktíðar. Sønderjyske Fodbold har skrevet en fireårig kontrakt med den islandske landsholdsspiller Daniel Leo Gretarsson, der er hentet i polske Slask Wroclaw Læs mere på hjemmesiden https://t.co/OU24sw2W0t pic.twitter.com/VC1CMlYe4N— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) June 26, 2023 Af öðrum leikmönnum sem hafa spilað með liðinu, við góðan orðstír, má nefna menn á borð við Hallgrím Jónasson, Eggert Gunnþór Jónsson, Sölva Geir Ottesen, Eyjólf Héðinsson og Ólaf Inga Skúlason. Frá árinu 2008 hefur, með einni undantekningu, verið Íslendingur í liði félagsins á hverri leiktíð. SönderjyskE var afar nálægt því að komast upp í dönsku úrvalsdeildina í vor en endaði tveimur stigum á eftir Hvidovre sem varð í 2. sæti 1. deildarinnar og fór upp. Haft góða reynslu af Íslendingum „Þetta eru viðskipti sem við getum leyft okkur að vera afar stoltir af. Við erum mjög ánægðir með að Daníel Leó Grétarsson hafi valið Sönderjyske Fodbold sem næsta áfangastað á ferlinum. Hann er 27 ára og því á besta fótboltaaldri, á góðum stað á ferlinum þar sem hann er fastamaður í liði og á fast sæti í íslenska landsliðshópnum,“ segir Esben Hansen, yfirmaður íþróttamála hjá SönderjyskE. „Í gegnum árin höfum við í Sönderjyske Fodbold haft góða reynslu af Íslendingum og nú bætist Daníel Leó Grétarsson í röðina af þeim sem komið hafa með gott og fagmannlegt hugarfar. Við hlökkum til að fá hann í Sönderjyske Fodbold og að sjá hann spila á Sydbank Park,“ segir Hansen á heimasíðu danska félagsins. Danski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Daníel kemur til Danmerkur frá Póllandi þar sem hann lék með Slask Wroclaw í efstu deild, eftir að hafa áður verið hjá Blackpool á Englandi og í Aalesund í Noregi, en hann er uppalinn í Grindavík. Forsvarsmenn SönderjyskE hrósa happi yfir að hafa fengið Daníel sem á að baki 13 A-landsleiki og var í hópnum sem mætti Portúgal og Slóvakíu á dögunum. Daníel verður enn einn Íslendingurinn sem spilar fyrir SönderjyskE en fyrir hjá félaginu er Húsvíkingurinn Atli Barkarson auk þess sem Orri Steinn Óskarsson var að láni frá FCK á seinni hluta síðustu leiktíðar. Sønderjyske Fodbold har skrevet en fireårig kontrakt med den islandske landsholdsspiller Daniel Leo Gretarsson, der er hentet i polske Slask Wroclaw Læs mere på hjemmesiden https://t.co/OU24sw2W0t pic.twitter.com/VC1CMlYe4N— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) June 26, 2023 Af öðrum leikmönnum sem hafa spilað með liðinu, við góðan orðstír, má nefna menn á borð við Hallgrím Jónasson, Eggert Gunnþór Jónsson, Sölva Geir Ottesen, Eyjólf Héðinsson og Ólaf Inga Skúlason. Frá árinu 2008 hefur, með einni undantekningu, verið Íslendingur í liði félagsins á hverri leiktíð. SönderjyskE var afar nálægt því að komast upp í dönsku úrvalsdeildina í vor en endaði tveimur stigum á eftir Hvidovre sem varð í 2. sæti 1. deildarinnar og fór upp. Haft góða reynslu af Íslendingum „Þetta eru viðskipti sem við getum leyft okkur að vera afar stoltir af. Við erum mjög ánægðir með að Daníel Leó Grétarsson hafi valið Sönderjyske Fodbold sem næsta áfangastað á ferlinum. Hann er 27 ára og því á besta fótboltaaldri, á góðum stað á ferlinum þar sem hann er fastamaður í liði og á fast sæti í íslenska landsliðshópnum,“ segir Esben Hansen, yfirmaður íþróttamála hjá SönderjyskE. „Í gegnum árin höfum við í Sönderjyske Fodbold haft góða reynslu af Íslendingum og nú bætist Daníel Leó Grétarsson í röðina af þeim sem komið hafa með gott og fagmannlegt hugarfar. Við hlökkum til að fá hann í Sönderjyske Fodbold og að sjá hann spila á Sydbank Park,“ segir Hansen á heimasíðu danska félagsins.
Danski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira