Segir Ísak ekki hafa bankað en eiga að vera pirraðan Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2023 17:01 Ísak Bergmann Jóhannesson svekktur eftir tap Íslands gegn Portúgal á dögunum. Hann er einnig óánægður með hlutskipti sitt hjá FCK. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Peter Christiansen, íþróttastjóri danska knattspyrnuveldisins FC Kaupmannahafnar, lét megna óánægju Ísaks Bergmanns Jóhannessonar ekki koma sér á óvart, og segir leikmenn eiga að vera óhressa ef þeir spili ekki alla leiki. Ísak var opinskár í viðtölum við íslenska miðla á Laugardalsvelli á dögunum, fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal, þegar hann var spurður út í hlutskipti sitt hjá dönsku meisturunum. Þessi tvítugi miðjumaður var aðeins átta sinnum í byrjunarliði FCK í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en var 22 sinnum á bekknum og þar af kom hann 14 sinnum inn á. „Ég er náttúrulega bara ósáttur með það hvernig er komið fram við mig eftir góða frammistöðu, til dæmis á móti AGF þar sem ég er góður á miðjunni og legg upp sigurmarkið. Eftir þann leik er mér bara fleygt aftur á bekkinn. Það hefur svolítið verið staðan hjá mér. Ég fæ aldrei nokkra leiki í röð í liðinu þó svo að ég standi mig mjög vel inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði og kvaðst vera að íhuga sína stöðu. „Ég þarf að spila, þetta sýnir mér bara það að sama hvað ég geri þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Þetta er bara eitthvað sem ég þarf að skoða með umboðsmanni mínum,“ sagði Ísak. Ef Ísak væri ekki óánægður ætti hann að vera annars staðar Þetta var önnur leiktíð Ísaks hjá FCK, eftir komuna frá Norrköping í Svíþjóð þar sem hann átti fast sæti í byrjunarliði, og bæði árin hefur hann orðið danskur meistari með liðinu, og auk þess bikarmeistari í ár, en viljað spila mun meira. Það kemur Christiansen ekki á óvart: „Við erum félag sem þarf að vera með marga óánægða leikmenn. Það er bara daglegt brauð hjá félagi eins og FCK. Ef að þeir sem sitja utan liðs eru ekki óánægðir þá eru þeir ekki á réttum stað,“ segir Christiansen á vef Ekstra Bladet. „Ísak er þó aðeins 20 ára en hefur spilað 65 leiki fyrir FCK. Það finnst mér reyndar flott. Að því sögðu þá hefur Ísak ekki enn bankað á dyrnar hjá mér,“ sagði Christiansen sem segir FCK sýna því fullan skilning að leikmenn geti verið óánægðir með sitt hlutskipti. „Ég skil það alveg ef hann vill fara en hann getur líka bara unnið sér sæti í hópnum. Hann hefur alltaf vitað að FCK er sterkur stökkpallur þar sem samkeppnin er mjög hörð,“ saðgi Christiansen. Samningur Ísaks við FCK gildir til sumarsins 2026. Danski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Ísak var opinskár í viðtölum við íslenska miðla á Laugardalsvelli á dögunum, fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal, þegar hann var spurður út í hlutskipti sitt hjá dönsku meisturunum. Þessi tvítugi miðjumaður var aðeins átta sinnum í byrjunarliði FCK í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en var 22 sinnum á bekknum og þar af kom hann 14 sinnum inn á. „Ég er náttúrulega bara ósáttur með það hvernig er komið fram við mig eftir góða frammistöðu, til dæmis á móti AGF þar sem ég er góður á miðjunni og legg upp sigurmarkið. Eftir þann leik er mér bara fleygt aftur á bekkinn. Það hefur svolítið verið staðan hjá mér. Ég fæ aldrei nokkra leiki í röð í liðinu þó svo að ég standi mig mjög vel inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði og kvaðst vera að íhuga sína stöðu. „Ég þarf að spila, þetta sýnir mér bara það að sama hvað ég geri þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Þetta er bara eitthvað sem ég þarf að skoða með umboðsmanni mínum,“ sagði Ísak. Ef Ísak væri ekki óánægður ætti hann að vera annars staðar Þetta var önnur leiktíð Ísaks hjá FCK, eftir komuna frá Norrköping í Svíþjóð þar sem hann átti fast sæti í byrjunarliði, og bæði árin hefur hann orðið danskur meistari með liðinu, og auk þess bikarmeistari í ár, en viljað spila mun meira. Það kemur Christiansen ekki á óvart: „Við erum félag sem þarf að vera með marga óánægða leikmenn. Það er bara daglegt brauð hjá félagi eins og FCK. Ef að þeir sem sitja utan liðs eru ekki óánægðir þá eru þeir ekki á réttum stað,“ segir Christiansen á vef Ekstra Bladet. „Ísak er þó aðeins 20 ára en hefur spilað 65 leiki fyrir FCK. Það finnst mér reyndar flott. Að því sögðu þá hefur Ísak ekki enn bankað á dyrnar hjá mér,“ sagði Christiansen sem segir FCK sýna því fullan skilning að leikmenn geti verið óánægðir með sitt hlutskipti. „Ég skil það alveg ef hann vill fara en hann getur líka bara unnið sér sæti í hópnum. Hann hefur alltaf vitað að FCK er sterkur stökkpallur þar sem samkeppnin er mjög hörð,“ saðgi Christiansen. Samningur Ísaks við FCK gildir til sumarsins 2026.
Danski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira