Sex tímar á dag gjaldfrjálsir í leikskólum Kópavogs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. júní 2023 08:23 Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt tillögur starfshóps um skipulag og starfsumhverfi leikskóla í sveitarfélaginu, sem fela meðal annars í sér að sex tímar á dag verða gjaldfrjálsir. Þá verða leikskólagjöldin tekjutengd, heimgreiðslur til foreldra teknar upp og sveigjanleiki dvalartíma aukinn, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Áfram verður greitt fyrir fæði og þá munu dvalargjöld umfram sex tíma fara stigvaxandi með auknum dvalartíma. Tekinn verður upp tekjutengdur afsláttur. Opnunartími leikskólanna verður óbreyttur frá hálf átta til hálf fimm en skipulagt starf einkum fara fram frá níu til þrjú. Í tilkynningunni segir að um tímamótabreytingar sé að ræða en tillögur starfshópsins hafi verið unnar í víðtæku samráði við helstu hagsmunaaðila. Þær endurspegli sameiginlega sýn þeirra sem tóku þátt í stefnumótuninni. Starfsemi leikskólanna verður takmörkuð milli jóla og nýárs, dymbilviku og í vetrarleyfum en tveir til fimm leikskólar hafðir opnir til að koma til móts við foreldra og starfsfólk starfandi þar sem þekkir börnin. Þá stendur til að koma á leikskóladeild fyrir 5 ára börn inann grunnskóla Kópavogs með það að markmiði að fjölga leikskólarýmum og styrkja samstarf og samfellu milli leik- og grunnskóla. „Breytingarnar eru í senn róttækar og spennandi. Með þeim erum við að auka sveigjanleika í leikskólakerfinu og efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti, enda er Kópavogur barnvænt sveitarfélag. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og það er mjög mikilvægt að hlúa vel að því, bæði með hag barna sem og starfsfólks að leiðarljósi,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóri Kópavogs. Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Þá verða leikskólagjöldin tekjutengd, heimgreiðslur til foreldra teknar upp og sveigjanleiki dvalartíma aukinn, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Áfram verður greitt fyrir fæði og þá munu dvalargjöld umfram sex tíma fara stigvaxandi með auknum dvalartíma. Tekinn verður upp tekjutengdur afsláttur. Opnunartími leikskólanna verður óbreyttur frá hálf átta til hálf fimm en skipulagt starf einkum fara fram frá níu til þrjú. Í tilkynningunni segir að um tímamótabreytingar sé að ræða en tillögur starfshópsins hafi verið unnar í víðtæku samráði við helstu hagsmunaaðila. Þær endurspegli sameiginlega sýn þeirra sem tóku þátt í stefnumótuninni. Starfsemi leikskólanna verður takmörkuð milli jóla og nýárs, dymbilviku og í vetrarleyfum en tveir til fimm leikskólar hafðir opnir til að koma til móts við foreldra og starfsfólk starfandi þar sem þekkir börnin. Þá stendur til að koma á leikskóladeild fyrir 5 ára börn inann grunnskóla Kópavogs með það að markmiði að fjölga leikskólarýmum og styrkja samstarf og samfellu milli leik- og grunnskóla. „Breytingarnar eru í senn róttækar og spennandi. Með þeim erum við að auka sveigjanleika í leikskólakerfinu og efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti, enda er Kópavogur barnvænt sveitarfélag. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og það er mjög mikilvægt að hlúa vel að því, bæði með hag barna sem og starfsfólks að leiðarljósi,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóri Kópavogs.
Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira