Sex tímar á dag gjaldfrjálsir í leikskólum Kópavogs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. júní 2023 08:23 Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt tillögur starfshóps um skipulag og starfsumhverfi leikskóla í sveitarfélaginu, sem fela meðal annars í sér að sex tímar á dag verða gjaldfrjálsir. Þá verða leikskólagjöldin tekjutengd, heimgreiðslur til foreldra teknar upp og sveigjanleiki dvalartíma aukinn, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Áfram verður greitt fyrir fæði og þá munu dvalargjöld umfram sex tíma fara stigvaxandi með auknum dvalartíma. Tekinn verður upp tekjutengdur afsláttur. Opnunartími leikskólanna verður óbreyttur frá hálf átta til hálf fimm en skipulagt starf einkum fara fram frá níu til þrjú. Í tilkynningunni segir að um tímamótabreytingar sé að ræða en tillögur starfshópsins hafi verið unnar í víðtæku samráði við helstu hagsmunaaðila. Þær endurspegli sameiginlega sýn þeirra sem tóku þátt í stefnumótuninni. Starfsemi leikskólanna verður takmörkuð milli jóla og nýárs, dymbilviku og í vetrarleyfum en tveir til fimm leikskólar hafðir opnir til að koma til móts við foreldra og starfsfólk starfandi þar sem þekkir börnin. Þá stendur til að koma á leikskóladeild fyrir 5 ára börn inann grunnskóla Kópavogs með það að markmiði að fjölga leikskólarýmum og styrkja samstarf og samfellu milli leik- og grunnskóla. „Breytingarnar eru í senn róttækar og spennandi. Með þeim erum við að auka sveigjanleika í leikskólakerfinu og efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti, enda er Kópavogur barnvænt sveitarfélag. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og það er mjög mikilvægt að hlúa vel að því, bæði með hag barna sem og starfsfólks að leiðarljósi,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóri Kópavogs. Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Þá verða leikskólagjöldin tekjutengd, heimgreiðslur til foreldra teknar upp og sveigjanleiki dvalartíma aukinn, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Áfram verður greitt fyrir fæði og þá munu dvalargjöld umfram sex tíma fara stigvaxandi með auknum dvalartíma. Tekinn verður upp tekjutengdur afsláttur. Opnunartími leikskólanna verður óbreyttur frá hálf átta til hálf fimm en skipulagt starf einkum fara fram frá níu til þrjú. Í tilkynningunni segir að um tímamótabreytingar sé að ræða en tillögur starfshópsins hafi verið unnar í víðtæku samráði við helstu hagsmunaaðila. Þær endurspegli sameiginlega sýn þeirra sem tóku þátt í stefnumótuninni. Starfsemi leikskólanna verður takmörkuð milli jóla og nýárs, dymbilviku og í vetrarleyfum en tveir til fimm leikskólar hafðir opnir til að koma til móts við foreldra og starfsfólk starfandi þar sem þekkir börnin. Þá stendur til að koma á leikskóladeild fyrir 5 ára börn inann grunnskóla Kópavogs með það að markmiði að fjölga leikskólarýmum og styrkja samstarf og samfellu milli leik- og grunnskóla. „Breytingarnar eru í senn róttækar og spennandi. Með þeim erum við að auka sveigjanleika í leikskólakerfinu og efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti, enda er Kópavogur barnvænt sveitarfélag. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og það er mjög mikilvægt að hlúa vel að því, bæði með hag barna sem og starfsfólks að leiðarljósi,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóri Kópavogs.
Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira