Vueling glataði töskunni: „Greiðslan er fáránlega lág“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. júní 2023 07:46 Ein taskan rifnaði og önnur glataðist í flugi frá Barselóna til Keflavíkur. Vísir/Vilhelm Samgöngustofa hefur úrskurðað að farþegar flugfélagsins Vueling hafi ekki geta sýnt fram á að verðmæti glataðrar ferðatösku hafi verið rúmar 800 þúsund krónur. Spænska lággjaldaflugfélagið hefur boðið 75 þúsund. Ein ferðataska farþeganna varð fyrir tjóni í flugi frá Barselóna á Spáni til Keflavíkur þann 7. janúar árið 2022. Rifnaði á hana gat og komst vatn inn sem skemmdi farangur sem þar var. Önnur taska farþeganna glataðist en farþegarnir töldu tjónið af því mikið. Samkvæmt upptalningu á verðmætum í töskunni sem glataðist voru þar alls 46 hlutir, einkum fatnaður af ýmsu tagi. Meðal annars: Nýir Nike skór kr. 18.000 Ný blá Nike peysa kr. 29.900 Ársgamall svartur jólakjóll kr. 30.000 Tveggja mánaða skíðaullarnærföt, fjögur stykki kr. 54.000 Nýr stangveiðimannagalli kr. 60.000 Ný kvenmannsbrók kr. 8.000 Nýir brjóstahaldarar, fjögur stykki kr. 30.000 Nýtt buff kr. 5.000 Budda með ýmsum kremum og snyrtivörum kr. 65.000 Margt fleira var týnt til. Þar á meðal taskan sjálf sem farþegar sögðu hafa kostað allt að 30.000 krónum. Heildarupphæðin væri 811.700 krónur. Höfnuðu og kærðu Vueling gekkst við því að hafa skemmt eina töskuna og glatað annarri. En upphæðina féllst flugfélagið ekki á. Var farþegunum boðið 50 evrur vegna skemmdanna og 496,11 evrur vegna glötuðu töskunnar. Saman rúmlega 81 þúsund krónur. Var þetta mat flugfélagsins á virði þeirra verðmæta sem í töskunum voru. Höfnuðu farþegarnir þessu boði, kærðu málið til Samgöngustofu og kröfðust skaðabóta. „Greiðslan er fáránlega lág,“ segir í bréfi farþeganna þar sem tilboði Vueling var svarað. „Innihald töskunnar var mun meira eins og sjá má á innihaldslýsingu og kvittunum. Vueling kallaði eftir innihaldslýsingu fyrir löngu og ættu að hafa allar upplýsingar.“ Tjónið ósannað Samgöngustofa hafnaði beiðni farþeganna og taldi að þeir ættu ekki rétt á frekari bótum til viðbótar þeirri fjárhæð sem Vueling hafi boðist til þess að greiða vegna skemmda á farangri og glataðs farangurs. Taldi Samgöngustofa að farþegarnir hefðu ekki fært sönnur fyrir umfangi tjónsins. Stofnunin hafi móttekið myndir af farangrinum í skemmdu töskunni en engar kvittanir eða önnur gögn hafi verið lögð fram til að sýna fram á raunverulegt verðmæti. Farþegarnir hefðu sent skjáskot af kvittunum og kreditkortayfirliti úr heimabanka. Myndirnar væru í slæmri upplausn og ómögulegt að tengja færslur við þau verðmæti sem voru á listanum. Úrskurðinn má sjá hér. Spánn Ferðalög Samgöngur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ein ferðataska farþeganna varð fyrir tjóni í flugi frá Barselóna á Spáni til Keflavíkur þann 7. janúar árið 2022. Rifnaði á hana gat og komst vatn inn sem skemmdi farangur sem þar var. Önnur taska farþeganna glataðist en farþegarnir töldu tjónið af því mikið. Samkvæmt upptalningu á verðmætum í töskunni sem glataðist voru þar alls 46 hlutir, einkum fatnaður af ýmsu tagi. Meðal annars: Nýir Nike skór kr. 18.000 Ný blá Nike peysa kr. 29.900 Ársgamall svartur jólakjóll kr. 30.000 Tveggja mánaða skíðaullarnærföt, fjögur stykki kr. 54.000 Nýr stangveiðimannagalli kr. 60.000 Ný kvenmannsbrók kr. 8.000 Nýir brjóstahaldarar, fjögur stykki kr. 30.000 Nýtt buff kr. 5.000 Budda með ýmsum kremum og snyrtivörum kr. 65.000 Margt fleira var týnt til. Þar á meðal taskan sjálf sem farþegar sögðu hafa kostað allt að 30.000 krónum. Heildarupphæðin væri 811.700 krónur. Höfnuðu og kærðu Vueling gekkst við því að hafa skemmt eina töskuna og glatað annarri. En upphæðina féllst flugfélagið ekki á. Var farþegunum boðið 50 evrur vegna skemmdanna og 496,11 evrur vegna glötuðu töskunnar. Saman rúmlega 81 þúsund krónur. Var þetta mat flugfélagsins á virði þeirra verðmæta sem í töskunum voru. Höfnuðu farþegarnir þessu boði, kærðu málið til Samgöngustofu og kröfðust skaðabóta. „Greiðslan er fáránlega lág,“ segir í bréfi farþeganna þar sem tilboði Vueling var svarað. „Innihald töskunnar var mun meira eins og sjá má á innihaldslýsingu og kvittunum. Vueling kallaði eftir innihaldslýsingu fyrir löngu og ættu að hafa allar upplýsingar.“ Tjónið ósannað Samgöngustofa hafnaði beiðni farþeganna og taldi að þeir ættu ekki rétt á frekari bótum til viðbótar þeirri fjárhæð sem Vueling hafi boðist til þess að greiða vegna skemmda á farangri og glataðs farangurs. Taldi Samgöngustofa að farþegarnir hefðu ekki fært sönnur fyrir umfangi tjónsins. Stofnunin hafi móttekið myndir af farangrinum í skemmdu töskunni en engar kvittanir eða önnur gögn hafi verið lögð fram til að sýna fram á raunverulegt verðmæti. Farþegarnir hefðu sent skjáskot af kvittunum og kreditkortayfirliti úr heimabanka. Myndirnar væru í slæmri upplausn og ómögulegt að tengja færslur við þau verðmæti sem voru á listanum. Úrskurðinn má sjá hér.
Spánn Ferðalög Samgöngur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira