Kaupir Liverpool manninn sem kom í veg fyrir að Ísland færi á EM? Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2023 19:30 Dominik Szoboszlai er undir smásjánni hjá Liverpool. Vísir/Getty Liverpool hefur verið orðað við fjölmarga leikmenn á síðustu vikum en aðeins gengið frá samningum við Alexis Mac Allister síðan tímabilinu lauk. Nýtt nafn hefur nú dúkkað upp í umræðunni og það er leikmaður sem við Íslendingar könnumst of vel við. Það er ekkert leyndarmál að Liverpool ætlar sér að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar fest kaup á Argentínumanninum Alexis Mac Allister frá Brighton en liðið er hvergi nærri hætt að skoða miðjumenn og hafa fjölmargir leikmenn verið orðaðir við félagið á síðustu vikum. Khephren Thuram, Manu Kone, Romeo Lavia, Ryan Gravenberch og Gabri Veiga eru nöfn sem hafa verið í umræðunni síðustu vikurnar og virðist sem hinn franski Kheprehn Thuram sé einna líklegastur til að flytja sig yfir í Bítlaborgina. Blaðamaðurinn David Ornstein hjá The Athletic greinir hins vegar frá því í dag að Liverpool sé nú að skoða möguleikann á því að kaupa Ungverjann Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig. Szoboszlai er 22 ára framliggjandi miðjumaður og hefur leikið með þýska liðinu síðastliðin tvö tímabil við góðan orðstír. Liverpool exploring move for Dominik Szoboszlai of RB Leipzig. #LFC met his camp this week; latest attacking mid to be considered. Unclear if it develops due to price but is desired profile. Unrelated to potential Carvalho loan @TheAthleticFC #RBLeipzig https://t.co/KDuUIpoxGT— David Ornstein (@David_Ornstein) June 28, 2023 Ornstein segir að forráðamenn Liverpool hafi hitt fulltrúa leikmannsins í vikunni en hann tekur einnig fram að Szoboszlai sé með klásúlu í samningi sínum sem gerir liðum kleift að kaupa hann fyrir 70 milljónir evra. Óljóst er hvort eða hvenær klásúlan rennur úr gildi. Dominik Szoboszlai er langt frá því að vera einhver Íslandsvinur. Hann skoraði nefnilega sigurmark Ungverja gegn Íslandi í umspilsleik þjóðanna um sæti á Evrópumótinu sem fram fór árið 2021. Hann skoraði sigurmarkið á annarri mínútu uppbótartíma og skildi íslenska liðið og alla þjóðina eftir með brostin hjörtu. Þýski boltinn Tengdar fréttir Eyðilagði EM-draum Íslands en fer ekki á mótið Ungverska ungstirnið Dominik Szoboszlai missir af Evrópumótinu í fótbolta vegna meiðsla í læri sem hafa angrað hann frá því í janúar. 3. júní 2021 10:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Það er ekkert leyndarmál að Liverpool ætlar sér að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar fest kaup á Argentínumanninum Alexis Mac Allister frá Brighton en liðið er hvergi nærri hætt að skoða miðjumenn og hafa fjölmargir leikmenn verið orðaðir við félagið á síðustu vikum. Khephren Thuram, Manu Kone, Romeo Lavia, Ryan Gravenberch og Gabri Veiga eru nöfn sem hafa verið í umræðunni síðustu vikurnar og virðist sem hinn franski Kheprehn Thuram sé einna líklegastur til að flytja sig yfir í Bítlaborgina. Blaðamaðurinn David Ornstein hjá The Athletic greinir hins vegar frá því í dag að Liverpool sé nú að skoða möguleikann á því að kaupa Ungverjann Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig. Szoboszlai er 22 ára framliggjandi miðjumaður og hefur leikið með þýska liðinu síðastliðin tvö tímabil við góðan orðstír. Liverpool exploring move for Dominik Szoboszlai of RB Leipzig. #LFC met his camp this week; latest attacking mid to be considered. Unclear if it develops due to price but is desired profile. Unrelated to potential Carvalho loan @TheAthleticFC #RBLeipzig https://t.co/KDuUIpoxGT— David Ornstein (@David_Ornstein) June 28, 2023 Ornstein segir að forráðamenn Liverpool hafi hitt fulltrúa leikmannsins í vikunni en hann tekur einnig fram að Szoboszlai sé með klásúlu í samningi sínum sem gerir liðum kleift að kaupa hann fyrir 70 milljónir evra. Óljóst er hvort eða hvenær klásúlan rennur úr gildi. Dominik Szoboszlai er langt frá því að vera einhver Íslandsvinur. Hann skoraði nefnilega sigurmark Ungverja gegn Íslandi í umspilsleik þjóðanna um sæti á Evrópumótinu sem fram fór árið 2021. Hann skoraði sigurmarkið á annarri mínútu uppbótartíma og skildi íslenska liðið og alla þjóðina eftir með brostin hjörtu.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Eyðilagði EM-draum Íslands en fer ekki á mótið Ungverska ungstirnið Dominik Szoboszlai missir af Evrópumótinu í fótbolta vegna meiðsla í læri sem hafa angrað hann frá því í janúar. 3. júní 2021 10:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Eyðilagði EM-draum Íslands en fer ekki á mótið Ungverska ungstirnið Dominik Szoboszlai missir af Evrópumótinu í fótbolta vegna meiðsla í læri sem hafa angrað hann frá því í janúar. 3. júní 2021 10:00