„Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júní 2023 06:46 Rjúpa var fyrsti hundur Jóhanns til þess að veikjast af hótelhóstanum. Jóhann Helgi Hlöðversson Hundaeigandi sem missti einn hund sinn sem veiktist af svokölluðum hótelhósta og á tvo hunda til viðbótar sem eru veikir vill vara hundaeigendur við að fara með dýr sín á fjölfarin hundasvæði á meðan pestin gengur yfir. Hann segist hafa átt hunda í mörg ár en aldrei lent í slíkum veikindum líkt og nú. „Það eru ellefu dagar síðan að tíkin mín hún Rjúpa veikist. Hún er búin að vera drulluslöpp og með þurran hósta og litla matarlyst og lést um fimm kíló,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson, ferðaþjónustubóndi á Hótel Vatnsholti og dýravinur mikill. Um er að ræða smitandi öndunarfærasýkingu í hundum sem kallast í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Matvælastofnun setti í fyrra af stað samvinnuverkefni við Tilraunastöð Háskólans á Keldum til að reyna að komast til botns í því hvað veldur hóstanum. Vísir hefur sent Matvælastofnun fyrirspurn vegna málsins. Aðframkominn Rjúpa var fyrsti hundur Jóhanns til þess að smitast af pestinni. Hann fór með hana til dýralæknis sem taldi að um bráðaofnæmi gegn gras og mold væri að ræða þar sem Rjúpa er gjörn á að rífa oft upp grasbletti. Hún fékk sterasprautu og sýklalyf og braggaðist um stund. „En svo veikjast hinir hundarnir okkar þeir Móri og Stubbur og bara virkilega illa. Þeir fengu báðir vökva í lungun og gamli kínverski faxhundurinn hann Móri var svo aðframkominn af þessu og náttúrulega orðinn gamall þannig að við urðum að láta hann fara núna á mánudag.“ Stubbur er hins vegar tekinn að braggast en að sögn Jóhanns varð Rjúpa aftur drulluslöpp, tíu dögum eftir að einkennin fóru fyrst að gera vart við sig. Jóhann segir Móra vera sárt saknað. Hér er Jóhann með Móra í fanginu í hinsta sinn þar sem hann smellti á hann síðasta kossinum.Jóhann Helgi Hlöðversson „Þannig að við fórum aftur með hana til dýralæknis í gær og hún fékk kokteil af lyfjum og er strax orðin mun hressari en alltaf með þennan króníska hósta. Þetta er afskaplega þurr hósti og hún er enn slöpp, þannig að við þurfum að passa að ofgera henni ekki, en hún virðist vera að koma til.“ Þarf ekki nema að hitta einn hund Jóhann segist hafa átt hunda um margra ára skeið en muni ekki til þess að þeir hafi veikst eins alvarlega og nú. Hann segir að full ástæða sé til þess að vara hundaeigendur við. „Að vara fólk við því að vera ekki að fara á hundasvæðin eða aðra staði þar sem margir hundar koma saman og sleppa á því á meðan þessi pest gengur yfir. Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta og tekur verulega á þá, þó flestir fari vel út úr þessu.“ Jóhann segir að dýralæknirinn hafi sagt sér að töluvert væri um tilvik nú þar sem hundar smitist af hótelhóstanum. Hann segist vita hvar Rjúpa hafi fengið hóstann, sem dýralæknar segja að sé bráðsmitandi. Þau hafi mætt saman á hundasýningu í Hafnarfirði og gengið þar um í örskamma stund. „Það þarf ekki nema bara að hitta einn hund sem er veikur. Ég heyrði af því að það hefðu margir hundar veikst eftir þá sýningu, því að þetta er auðvitað bráðsmitandi.“ Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
„Það eru ellefu dagar síðan að tíkin mín hún Rjúpa veikist. Hún er búin að vera drulluslöpp og með þurran hósta og litla matarlyst og lést um fimm kíló,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson, ferðaþjónustubóndi á Hótel Vatnsholti og dýravinur mikill. Um er að ræða smitandi öndunarfærasýkingu í hundum sem kallast í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Matvælastofnun setti í fyrra af stað samvinnuverkefni við Tilraunastöð Háskólans á Keldum til að reyna að komast til botns í því hvað veldur hóstanum. Vísir hefur sent Matvælastofnun fyrirspurn vegna málsins. Aðframkominn Rjúpa var fyrsti hundur Jóhanns til þess að smitast af pestinni. Hann fór með hana til dýralæknis sem taldi að um bráðaofnæmi gegn gras og mold væri að ræða þar sem Rjúpa er gjörn á að rífa oft upp grasbletti. Hún fékk sterasprautu og sýklalyf og braggaðist um stund. „En svo veikjast hinir hundarnir okkar þeir Móri og Stubbur og bara virkilega illa. Þeir fengu báðir vökva í lungun og gamli kínverski faxhundurinn hann Móri var svo aðframkominn af þessu og náttúrulega orðinn gamall þannig að við urðum að láta hann fara núna á mánudag.“ Stubbur er hins vegar tekinn að braggast en að sögn Jóhanns varð Rjúpa aftur drulluslöpp, tíu dögum eftir að einkennin fóru fyrst að gera vart við sig. Jóhann segir Móra vera sárt saknað. Hér er Jóhann með Móra í fanginu í hinsta sinn þar sem hann smellti á hann síðasta kossinum.Jóhann Helgi Hlöðversson „Þannig að við fórum aftur með hana til dýralæknis í gær og hún fékk kokteil af lyfjum og er strax orðin mun hressari en alltaf með þennan króníska hósta. Þetta er afskaplega þurr hósti og hún er enn slöpp, þannig að við þurfum að passa að ofgera henni ekki, en hún virðist vera að koma til.“ Þarf ekki nema að hitta einn hund Jóhann segist hafa átt hunda um margra ára skeið en muni ekki til þess að þeir hafi veikst eins alvarlega og nú. Hann segir að full ástæða sé til þess að vara hundaeigendur við. „Að vara fólk við því að vera ekki að fara á hundasvæðin eða aðra staði þar sem margir hundar koma saman og sleppa á því á meðan þessi pest gengur yfir. Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta og tekur verulega á þá, þó flestir fari vel út úr þessu.“ Jóhann segir að dýralæknirinn hafi sagt sér að töluvert væri um tilvik nú þar sem hundar smitist af hótelhóstanum. Hann segist vita hvar Rjúpa hafi fengið hóstann, sem dýralæknar segja að sé bráðsmitandi. Þau hafi mætt saman á hundasýningu í Hafnarfirði og gengið þar um í örskamma stund. „Það þarf ekki nema bara að hitta einn hund sem er veikur. Ég heyrði af því að það hefðu margir hundar veikst eftir þá sýningu, því að þetta er auðvitað bráðsmitandi.“
Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira