„Fannst ég eiga það skilið að koma til baka“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. júní 2023 22:02 Jóhann Árni Gunnarsson er leikmaður Stjörnunnar. Stjarnan Jóhann Árni Gunnarsson var mættur aftur í byrjunarlið Stjörnunnar sem lagði FH sannfærandi að velli í kvöld, 5-0. Hann var ánægður með sigurinn og að fá aftur tækifæri í byrjunarliðinu. Stjarnan stjórnaði leiknum allan tíman og voru komnir tveimur mörkum yfir eftir aðeins 12 mínútur. „Ég er mjög sáttur, byrjum á því að setja tvö mörk og eftir það erum við algjörlega með stjórnina bara allan leikinn. Héldum frábærlega í boltann og mér fannst þeir aldrei eiga séns.“ Eftir að hafa byrjað alla leiki undir stjórn Ágústs Gylfasonar var Jóhann settur á bekkinn þegar Jökull Elísabetarson tók við starfi hans sem aðalþjálfari liðsins. „Mér fannst ég standa mig vel í dag og ég held að sé kominn aftur inn bara afþví að ég er búinn að æfa rosalega vel, sýna gott viðhorf og koma vel inn á þegar ég hef fengið mínútur. Þannig að mér fannst ég eiga það skilið að koma til baka í dag.“ Stjarnan er ungt og spennandi lið sem hefur á köflum sýnt frábæra takta inni á vellinum, en liðinu hefur skort stöðugleika og ekki tekist að tengja saman sigra. „Það er það sem við þurfum að reyna að bæta í okkar leik. Við höfum sýnt að við getum unnið öll lið en við getum líka tapað fyrir öllum liðum, þannig að það [stöðugleiki] er klárlega eitthvað sem við þurfum að reyna að bæta.“ Það er nokkuð langt í að Stjarnan spili aftur, en liðið á næst leik gegn Val mánudaginn 17. júlí. Jóhann segir liðið ætla að nýta þennan tíma vel til undirbúnings fyrir seinni hluta mótsins. „Það hefur verið talað um undirbúningstímabil númer tvö, við fögnum því bara“ Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - FH 5-0 | Stjarnan upp um þrjú sæti með risasigri Stjörnumenn voru heldur betur í stuði þegar þeir tóku á móti FH-ingum í kvöld. Leiknum lauk með 5-0 sigri Stjörnunnar sem kemur sér upp í 8. sæti deildarinnar. Emil Atlason skoraði fyrstu tvö mörkin en Eggert Aron, Guðmundur Kristjánsson og Ísak Andri skoruðu svo eitt mark hver. 29. júní 2023 21:48 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Stjarnan stjórnaði leiknum allan tíman og voru komnir tveimur mörkum yfir eftir aðeins 12 mínútur. „Ég er mjög sáttur, byrjum á því að setja tvö mörk og eftir það erum við algjörlega með stjórnina bara allan leikinn. Héldum frábærlega í boltann og mér fannst þeir aldrei eiga séns.“ Eftir að hafa byrjað alla leiki undir stjórn Ágústs Gylfasonar var Jóhann settur á bekkinn þegar Jökull Elísabetarson tók við starfi hans sem aðalþjálfari liðsins. „Mér fannst ég standa mig vel í dag og ég held að sé kominn aftur inn bara afþví að ég er búinn að æfa rosalega vel, sýna gott viðhorf og koma vel inn á þegar ég hef fengið mínútur. Þannig að mér fannst ég eiga það skilið að koma til baka í dag.“ Stjarnan er ungt og spennandi lið sem hefur á köflum sýnt frábæra takta inni á vellinum, en liðinu hefur skort stöðugleika og ekki tekist að tengja saman sigra. „Það er það sem við þurfum að reyna að bæta í okkar leik. Við höfum sýnt að við getum unnið öll lið en við getum líka tapað fyrir öllum liðum, þannig að það [stöðugleiki] er klárlega eitthvað sem við þurfum að reyna að bæta.“ Það er nokkuð langt í að Stjarnan spili aftur, en liðið á næst leik gegn Val mánudaginn 17. júlí. Jóhann segir liðið ætla að nýta þennan tíma vel til undirbúnings fyrir seinni hluta mótsins. „Það hefur verið talað um undirbúningstímabil númer tvö, við fögnum því bara“
Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - FH 5-0 | Stjarnan upp um þrjú sæti með risasigri Stjörnumenn voru heldur betur í stuði þegar þeir tóku á móti FH-ingum í kvöld. Leiknum lauk með 5-0 sigri Stjörnunnar sem kemur sér upp í 8. sæti deildarinnar. Emil Atlason skoraði fyrstu tvö mörkin en Eggert Aron, Guðmundur Kristjánsson og Ísak Andri skoruðu svo eitt mark hver. 29. júní 2023 21:48 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - FH 5-0 | Stjarnan upp um þrjú sæti með risasigri Stjörnumenn voru heldur betur í stuði þegar þeir tóku á móti FH-ingum í kvöld. Leiknum lauk með 5-0 sigri Stjörnunnar sem kemur sér upp í 8. sæti deildarinnar. Emil Atlason skoraði fyrstu tvö mörkin en Eggert Aron, Guðmundur Kristjánsson og Ísak Andri skoruðu svo eitt mark hver. 29. júní 2023 21:48