„Hver mánuður sem einstaklingur þarf að bíða eftir að fá að hefja sitt líf er mjög alvarlegt mál“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. júní 2023 13:01 Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mikið vanti upp á til að þessir fimmtíu samningar náist. Hátt í fimmtíu nýja NPA samninga vantar á þessu ári til að ríkið fylgi skuldbindingum sínum sem kveðið er á um í lögum. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir fjölmarga fatlaða einstaklinga þurfa að bíða mánuðum saman eftir að hefja sjálfstætt líf. Tilkynnt var um stóraukin fjárframlög vegna NPA, eða notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk, í lok síðasta árs. NPA-samningar eru fyrir fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi og er ætlað að veita því tækifæri til að lifa virku og sjálfstæðu lífi. NPA var lögfest 2018 en fjöldi samninga hefur nánast staðið í stað síðan árið 2019. Þá voru NPA samningar 90 talsins en voru eingöngu orðnir um 95 í fyrra. Samkvæmt lögum eiga NPA samningar að vera orðnir 145 talsins samkvæmt nýrri löggjöf sem samþykkt var í lok síðasta árs. Til að það náist vantar um 50 samninga en það eru einmitt um 50 manns á biðlista eftir þjónustunni. Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mikið vanti upp á til að þessir 50 samningar náist. „Við höfum ekki fengið miklar haldbærar skýringar á hvers vegna það hefur dregist svona lengi að úthluta fjármagni sem var samþykkt fyrir að verða ári síðan,“ segir Rúnar. „Þessir fimmtíu einstaklingar eru margir búnir að bíða í ansi mörg ár eftir því að fá að lifa sjálfstæðu lífi en þessi þjónusta er mjög mikilvæg í innleiðingu samningssamvinnu um réttindi fatlaðs fólks.“ Meirihluti NPA notenda sækir skóla eða vinnu Í rannsóknarskýrslu sem framkvæmd var fyrir heilbrigðisráðuneytið árið 2016 kom fram mikill meirihluti fatlaðara sem nýtir þjónustu NPA sæki skóla eða vinnu. „Það segir okkur að fatlað fólk sem bíður eftir þessari þjónustu er ekki að komast mögulega inn í skóla eða á vinnumarkaðinn. Það er í raun að bíða eftir að fá að hefja sitt sjálfstæða líf. Hver mánuður sem einstaklingur þarf að bíða eftir að fá að hefja sitt líf er mjög alvarlegt mál,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Tilkynnt var um stóraukin fjárframlög vegna NPA, eða notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk, í lok síðasta árs. NPA-samningar eru fyrir fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi og er ætlað að veita því tækifæri til að lifa virku og sjálfstæðu lífi. NPA var lögfest 2018 en fjöldi samninga hefur nánast staðið í stað síðan árið 2019. Þá voru NPA samningar 90 talsins en voru eingöngu orðnir um 95 í fyrra. Samkvæmt lögum eiga NPA samningar að vera orðnir 145 talsins samkvæmt nýrri löggjöf sem samþykkt var í lok síðasta árs. Til að það náist vantar um 50 samninga en það eru einmitt um 50 manns á biðlista eftir þjónustunni. Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mikið vanti upp á til að þessir 50 samningar náist. „Við höfum ekki fengið miklar haldbærar skýringar á hvers vegna það hefur dregist svona lengi að úthluta fjármagni sem var samþykkt fyrir að verða ári síðan,“ segir Rúnar. „Þessir fimmtíu einstaklingar eru margir búnir að bíða í ansi mörg ár eftir því að fá að lifa sjálfstæðu lífi en þessi þjónusta er mjög mikilvæg í innleiðingu samningssamvinnu um réttindi fatlaðs fólks.“ Meirihluti NPA notenda sækir skóla eða vinnu Í rannsóknarskýrslu sem framkvæmd var fyrir heilbrigðisráðuneytið árið 2016 kom fram mikill meirihluti fatlaðara sem nýtir þjónustu NPA sæki skóla eða vinnu. „Það segir okkur að fatlað fólk sem bíður eftir þessari þjónustu er ekki að komast mögulega inn í skóla eða á vinnumarkaðinn. Það er í raun að bíða eftir að fá að hefja sitt sjálfstæða líf. Hver mánuður sem einstaklingur þarf að bíða eftir að fá að hefja sitt líf er mjög alvarlegt mál,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar.
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira