Áralöngu ferli lokið með samkomulagi eftir nokkurra vikna viðræður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júní 2023 19:33 Við undirritun samkomulagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 á næsta ári, en línan á að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og skapa tækifæri til uppbyggingar. Eftir áralangt þras hafa Vogar og Landsnet komist að samkomulagi um framkvæmdina, að loknum snörpum viðræðum. Viðræður um Suðurnesjalínu 2 hafa staðið í hátt í tvo áratugi. Þær hafa einkum strandað á afstöðu Voga sem hafa ekki viljað láta háspennulínu í lofti í gegnum sveitarfélagið, en það hefur Landsnet viljað. Nú er langþráð samkomulag í höfn. Í samkomulaginu, sem var undirritað af forstjóra Landsnets og bæjarstjóra Voga, felst að Suðurnesjalína 2 verður loftlína, en þegar rekstur hennar hefst er stefnt að því að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu á um fimm kílómetra kafla á millu Grindavíkurvegar og Vogaafleggjara. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við línu 2 á næsta ári. „Vonandi getum við klárað það ef vel gengur árið 2024, fyrir áramót þá,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur segir að vegferðin að samkomulaginu hafi verið löng og ströng. „Við erum búin að fara tvisvar í gegnum umhverfismat og verið með miklar viðræður í gangi. Það er mikil og vönduð vinna á bak við þetta. Þetta var niðurstaðan núna eftir talsvert margra ára vinnu, og vonandi ásættanleg fyrir alla aðila.“ Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Vísir/Steingrímur Dúi Komið til móts við bæinn Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að verkefnið komist í gang, enda er línunni ætlað að efla raforkuöryggi á Suðurnesjum. Miðla hafi þurft málum til að samkomulagið yrði að veruleika. „Þetta er afrakstur af góðu samtali sem hefur átt sér stað núna undanfarnar vikur á milli bæjaryfirvalda hér og Landsnets. Það liggur auðvitað í augum uppi að þegar samkomulag liggur á borðinu, þá felur það í sér sátt, og þar er tekið tillit til sjónarmiða beggja aðil,“ Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga.Vísir/Steingrímur Dúi Komið hafi verið til móts við meginsjónarmið bæjarins. „Sem hefur alla tíð verið það að draga sem mest úr áhrifum, sjónrænum áhrifum, af þessari framkvæmd.“ Þrátt fyrir áralangt ferli hafi viðræður um samkomulagið sem nú er á borðinu ekki verið langar. „Það er bara stundum þannig þegar aðilar setjast niður og eru lausnamiðaðir, þá kemur oft eitthvað gott úr úr því. Þetta er bara dæmi um það,“ segir Gunnar Axel. Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 30. júní 2023 12:30 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Viðræður um Suðurnesjalínu 2 hafa staðið í hátt í tvo áratugi. Þær hafa einkum strandað á afstöðu Voga sem hafa ekki viljað láta háspennulínu í lofti í gegnum sveitarfélagið, en það hefur Landsnet viljað. Nú er langþráð samkomulag í höfn. Í samkomulaginu, sem var undirritað af forstjóra Landsnets og bæjarstjóra Voga, felst að Suðurnesjalína 2 verður loftlína, en þegar rekstur hennar hefst er stefnt að því að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu á um fimm kílómetra kafla á millu Grindavíkurvegar og Vogaafleggjara. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við línu 2 á næsta ári. „Vonandi getum við klárað það ef vel gengur árið 2024, fyrir áramót þá,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur segir að vegferðin að samkomulaginu hafi verið löng og ströng. „Við erum búin að fara tvisvar í gegnum umhverfismat og verið með miklar viðræður í gangi. Það er mikil og vönduð vinna á bak við þetta. Þetta var niðurstaðan núna eftir talsvert margra ára vinnu, og vonandi ásættanleg fyrir alla aðila.“ Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Vísir/Steingrímur Dúi Komið til móts við bæinn Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að verkefnið komist í gang, enda er línunni ætlað að efla raforkuöryggi á Suðurnesjum. Miðla hafi þurft málum til að samkomulagið yrði að veruleika. „Þetta er afrakstur af góðu samtali sem hefur átt sér stað núna undanfarnar vikur á milli bæjaryfirvalda hér og Landsnets. Það liggur auðvitað í augum uppi að þegar samkomulag liggur á borðinu, þá felur það í sér sátt, og þar er tekið tillit til sjónarmiða beggja aðil,“ Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga.Vísir/Steingrímur Dúi Komið hafi verið til móts við meginsjónarmið bæjarins. „Sem hefur alla tíð verið það að draga sem mest úr áhrifum, sjónrænum áhrifum, af þessari framkvæmd.“ Þrátt fyrir áralangt ferli hafi viðræður um samkomulagið sem nú er á borðinu ekki verið langar. „Það er bara stundum þannig þegar aðilar setjast niður og eru lausnamiðaðir, þá kemur oft eitthvað gott úr úr því. Þetta er bara dæmi um það,“ segir Gunnar Axel.
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 30. júní 2023 12:30 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 30. júní 2023 12:30