„Sjúkrahús“ Ronaldo pirrar nágrannana Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2023 17:00 Cristiano Ronaldo lék sinn tvöhundraðasta landsleik hér á Íslandi á dögunum. Vísir/Vilhelm Cristiano Ronaldo er að byggja sér hús í Lissabon í Portúgal. Bygging hússins hefur tekið langan tíma og nú eru nágrannar stórstjörnunnar orðnir pirraðir. Cristiano Ronaldo spilar með Al-Nassr í Sádiarabísku deildinni í knattspyrnu. Hann býr þar ásamt fjölskyldunni en síðustu mánuðina hefur hann einnig verið að byggja sér framtíðarheimili í Lissabon í heimalandi sínu. Hann keypti landareign í útjaðri borgarinnar fyrir þremur árum með þær áætlanir að byggja þar risastórt hús. Nú þremur árum síðar er húsið enn ekki tilbúið og nágrannar hans eru orðnir óþreyjufullir enda stórt verkefni sem orsakar rask í nágrenninu. „Þau eru búin að vera að byggja í þrjú ár. Húsið er svo stórt að það lítur út eins og sjúkrahús. Gatan mín hefur verið lokuð í fleiri mánuði og garðurinn minn er fullur af ryki,“ segir ósáttur nágranni. Nágrannarnir eru sömuleiðis hræddir um að húsið komi til með að minnka útsýni frá þeirra húsum. Áætlað er að það verði 2720 fermetrar að stærð. Kostnaður við byggingu hússins var áætlaður 17 milljónir punda en þær áætlanir hafa heldur betur sprungið því Ronaldo hefur nú þegar þurft að punga út rúmlega 28 milljónum punda eða tæplega fimm milljörðum íslenskra króna. Húsið er staðsett í hverfinu Quina de Marinha sem er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Lissabon. Það er á þremur hæðum með stórri innanhússundlaug, líkamsrækt og þar verður pláss fyrir tuttugu bíla í bílskúr. Sádiarabíski boltinn Portúgal Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Cristiano Ronaldo spilar með Al-Nassr í Sádiarabísku deildinni í knattspyrnu. Hann býr þar ásamt fjölskyldunni en síðustu mánuðina hefur hann einnig verið að byggja sér framtíðarheimili í Lissabon í heimalandi sínu. Hann keypti landareign í útjaðri borgarinnar fyrir þremur árum með þær áætlanir að byggja þar risastórt hús. Nú þremur árum síðar er húsið enn ekki tilbúið og nágrannar hans eru orðnir óþreyjufullir enda stórt verkefni sem orsakar rask í nágrenninu. „Þau eru búin að vera að byggja í þrjú ár. Húsið er svo stórt að það lítur út eins og sjúkrahús. Gatan mín hefur verið lokuð í fleiri mánuði og garðurinn minn er fullur af ryki,“ segir ósáttur nágranni. Nágrannarnir eru sömuleiðis hræddir um að húsið komi til með að minnka útsýni frá þeirra húsum. Áætlað er að það verði 2720 fermetrar að stærð. Kostnaður við byggingu hússins var áætlaður 17 milljónir punda en þær áætlanir hafa heldur betur sprungið því Ronaldo hefur nú þegar þurft að punga út rúmlega 28 milljónum punda eða tæplega fimm milljörðum íslenskra króna. Húsið er staðsett í hverfinu Quina de Marinha sem er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Lissabon. Það er á þremur hæðum með stórri innanhússundlaug, líkamsrækt og þar verður pláss fyrir tuttugu bíla í bílskúr.
Sádiarabíski boltinn Portúgal Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira