Piparúða spreyjað á gesti Írskra daga og fíkniefnahundar frá Suðurnesjum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 16:43 Það eru Írskir dagar á Akranesi um helgina. Vísir/Arnar Óprúttinn aðili spreyjaði piparúða yfir gesti á dansgólfinu í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Yfirlögregluþjónn segir Írska daga hafa farið vel fram en lögreglan væri þó með aukið fíkniefnaeftirlit þar sem um fjölskylduhátíð væri að ræða. Vísi barst ábending um að einhver hefði spreyjað piparúða á gesti í Gamla kaupfélaginu á Akranesi í nótt. Lögreglan á Vesturlandi staðfesti það en hins vegar væri ekki vitað hver viðkomandi væri. „Það er ekki vitað hver gerði þetta en það er einhver sem úðar þarna yfir fólk innandyra og fólkið fann fyrir óþægindum og það var einn fluttur á slysadeildina á Akranesi,“ sagði Ásmundur Kr. Ásmundsson, settur yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Að sögn Ásmundar átti atvikið sér stað rúmlega hálf þrjú í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um 02.39 þess efnis einhver hefði spreyjað á dansgólfinu inni á Gamla kaupfélaginu og var sjúkrabíll sendur á staðinn auk lögreglu. Einn þurfti aðhlynningu og var fluttur á sjúkrahús en aðrir kenndu sér einnig meins. „Fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð“ Fyrir utan þetta atvik sagði Ásmundur að Írskir dagar hefðu farið fram með hefðbundnu sniði. Hins vegar væri lögreglan að leggja meiri áherslu á fíkniefnaeftirlit og væri þess vegna með tvo hunda frá Suðurnesjum. „Við erum núna að leggja áherslu á fíkniefnalöggæslu og það kom lögreglukona frá Suðurnesjum með tvo hunda. Hundurinn er búinn að merkja þrjú mál fyrir okkur enn sem komið er. Þannig við erum að leggja sérstaka áherslu á að hér sé ekki verið að sýsla með fíkniefni en það eru nokkur fíkniefnamál frá því í gær og hefðbundin slagsmál,“ sagði Ásmundur. Lögreglan sagðist einnig vera að taka prufur úr bílum sem koma upp úr Hvalfjarðargöngum. Í fyrra hefði lögreglan orðið vör við aukna fíkniefnaneyslu og nú ætti að taka það föstum tökum. „Við reiknum með að það verði um fjögur til fimm þúsund manns líklega, í brekkusöng og á þessu lopapeysuballi. Við erum að reyna að hafa mjög öfluga löggæslu í kringum það,“ sagði Ásmundur. „Í fyrra urðu lögreglumenn varir við aukna fíkniefnaneyslu hérna og við erum ekki ánægðir með það og þess vegna erum við að setja meira í þetta núna, eins og að vera með hundana, til að sporna við þessu. Þetta er fjölskylduhátíð og skilaboðin okkur eru að þessi sýsla með fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð.“ Akranes Lögreglumál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Vísi barst ábending um að einhver hefði spreyjað piparúða á gesti í Gamla kaupfélaginu á Akranesi í nótt. Lögreglan á Vesturlandi staðfesti það en hins vegar væri ekki vitað hver viðkomandi væri. „Það er ekki vitað hver gerði þetta en það er einhver sem úðar þarna yfir fólk innandyra og fólkið fann fyrir óþægindum og það var einn fluttur á slysadeildina á Akranesi,“ sagði Ásmundur Kr. Ásmundsson, settur yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Að sögn Ásmundar átti atvikið sér stað rúmlega hálf þrjú í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um 02.39 þess efnis einhver hefði spreyjað á dansgólfinu inni á Gamla kaupfélaginu og var sjúkrabíll sendur á staðinn auk lögreglu. Einn þurfti aðhlynningu og var fluttur á sjúkrahús en aðrir kenndu sér einnig meins. „Fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð“ Fyrir utan þetta atvik sagði Ásmundur að Írskir dagar hefðu farið fram með hefðbundnu sniði. Hins vegar væri lögreglan að leggja meiri áherslu á fíkniefnaeftirlit og væri þess vegna með tvo hunda frá Suðurnesjum. „Við erum núna að leggja áherslu á fíkniefnalöggæslu og það kom lögreglukona frá Suðurnesjum með tvo hunda. Hundurinn er búinn að merkja þrjú mál fyrir okkur enn sem komið er. Þannig við erum að leggja sérstaka áherslu á að hér sé ekki verið að sýsla með fíkniefni en það eru nokkur fíkniefnamál frá því í gær og hefðbundin slagsmál,“ sagði Ásmundur. Lögreglan sagðist einnig vera að taka prufur úr bílum sem koma upp úr Hvalfjarðargöngum. Í fyrra hefði lögreglan orðið vör við aukna fíkniefnaneyslu og nú ætti að taka það föstum tökum. „Við reiknum með að það verði um fjögur til fimm þúsund manns líklega, í brekkusöng og á þessu lopapeysuballi. Við erum að reyna að hafa mjög öfluga löggæslu í kringum það,“ sagði Ásmundur. „Í fyrra urðu lögreglumenn varir við aukna fíkniefnaneyslu hérna og við erum ekki ánægðir með það og þess vegna erum við að setja meira í þetta núna, eins og að vera með hundana, til að sporna við þessu. Þetta er fjölskylduhátíð og skilaboðin okkur eru að þessi sýsla með fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð.“
Akranes Lögreglumál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira