Öll batterí búin: „Ég ákvað að gera þetta á fimmtudegi þegar Friðrik væri farinn til vinnu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. júlí 2023 08:00 Í dag lærum við að skilja betur hvernig það getur gerst að atorkumikið og duglegt fólk, vel menntað og vel upplýst, getur ratað í svo mikla kulnun á lífinu að jafnvel sterkustu einstaklingar íhuga sjálfsvíg. Arnrún María Magnúsdóttir deilir með okkur sinni sögu; velgengninni, andlega, fjárhagslega og líkamlega hruninu, botninum og upprisunni. Sögunni um það þegar öll batterí hreinlega kláruðust og hversu mikilvægt það er að hlúa vel að sjálfum sér til að forðast allsherjar þrot. Vísir/Vilhelm, Björgvin Hilmarsson Hún er rétt rúmlega fimmtug og hefur nú þegar afrekað ótrúlega margt. Byrjaði með manninum sínum aðeins 16 ára, menntaði sig sem leikskólakennari og elskaði það starf, en rak hinn geysivinsæla veitingastað Friðrik V um árabil með eiginmanninum. Brann auðvitað út eins og hátt hlutfall hennar kynslóðar, fór í andlegt þrot og síðar heilsuþrot til viðbótar við fjárhagslegt þrot sem fylgdi bankahruninu. Flest áföllin tókst hún við á hnefanum, svona eins og þessari kynslóð er svo tamt að gera; Allt gengur út á að vinna og standa sína pligt. Eða hvað? „Ég var alin þannig upp að maður ætti ekkert að vera að tala um hvernig manni líður. Það var þunglyndi og fleira í fjölskyldunni minni, en við vorum svona eins og í Pollýönnuleik þar sem enginn sagði neitt. Nú er ég hins vegar búin að segja Pollýönnu upp,“ segir Arnrún María Magnúsdóttir kennari og sjálfstætt starfandi ráðgjafi í forvörnum. Já, Pollýanna var einfaldlega rekin. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að læra að skilja það betur, hvernig það getur gerst að atorkumikið og duglegt fólk, vel menntað og vel upplýst, getur á endanum ratað í svo mikla kulnun á lífinu að jafnvel sterkustu einstaklingar íhuga sjálfsvíg sem lausn. Eins og Arnrún María meðal annars gerði. Við skulum heyra sögu Arnrúnar Maríu. Sextán ára í sambúð Arnrún María ólst upp í sveit rétt fyrir utan Akureyri og er yngst fjögurra systkina. Minnistætt úr æskunni er vinskapurinn við tíkina Trillu en líka það þegar hún níu ára gömul upplifði í fyrsta sinn á ævinni að í heiminum væri til eitthvað sem væri rosalega ljótt og grimmt: Ofbeldi gegn börnum. „Ég held að þessi frásögn sé í raun upphafspunkturinn að því að í dag starfa ég sérstaklega að forvörnum og fræðslu fyrir börn frá leikskólaaldri,“ segir Arnrún María en atvikið sem vísað er til, er þegar vinkona Arnrúnar Maríu treysti henni fyrir því að hún hefði verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Fram að þeim tíma, vissi Arnrún María ekki að slíkt ofbeldi væri til. Enda kynferðisleg misnotkun yfir höfuð ekki í umræðu íslensks samfélags þess tíma. Seinna upplifði Arnrún María sama ljótleika í nærumhverfi sínu. Því að hún og eiginmaður hennar, Friðrik V. Hraunfjörð, tóku saman þegar hún var aðeins 16 ára og hann 17 ára. „Við fórum að búa og okkur fannst við bara vera mjög fullorðin. Bjuggum fyrst á Akureyri en fluttum síðar til Reykjavíkur þar sem Friðrik fór að læra kokkinn á Hótel Holti,“ segir Arnrún María en þegar þetta var, hafði tengdafjölskyldan hennar þá þegar flutt til Reykjavíkur. Árið 1995 var tengdafaðir hennar dæmdur fyrir mjög alvarlegt brot og var dómurinn sá þyngsti sinnar tegundar á sínum tíma. Brotið var sifjaspell. „Þetta var á þeim tíma sem Stöð 2 var með hádegisfréttir í sjónvarpi og nafn hans var getið. En síðan var þetta stór frétt í DV og það var erfitt,“ segir Arnrún María og bætir við: „Ég vil ekki særa neinn en þessi maður á ekkert inni hjá mér. Við tókum eiginlega systkini Friðriks að okkur næstu árin á eftir en það sem mér finnst skipta miklu máli í umræðu um svona ljót mál eins og þessi er að almennt passi fólk sig í samfélaginu hvernig það talar,“ segir Arnrún María. Hvað áttu við með því? Ég meina að oft þegar að ljót brot eru framin og upp um þau komast, er dómstóll götunnar einfaldlega svo harður að heilu fjölskyldurnar eru teknar af lífi. Maður upplifir nánast eins og fólki sé útskúfað úr samfélaginu, þótt það hafi ekki átt neinn hlut í brotinu. Ég tala oft um þetta á fyrirlestrum og sýni jafnvel skjáskot af því sem fullorðið fólk er að skrifa á samfélagsmiðla. Þetta eru alls kyns ljótyrði og við getum ekki verið að skamma börnin okkar eða unglingana, ef þetta er hegðun sem fullorðið fólk sýnir.“ Um dómstól götunnar verður meira rætt síðar í þessu samtali, enda ljóst að eitt mein þess samfélags sem við búum í er hvernig margt fólk virðist einfaldlega nærast á kjaftagangi. Arnrún María og Friðrik bjuggu í Reykjavík þegar þau eignuðust dóttur sína Karen Ösp sem fæddist árið 1992. „Það voru auðvitað engir gsm-símar á þessum tíma og reglurnar á Hótel Holti voru þannig að það mátti ekki hringja í starfsmenn. Við bjuggum í Seljahverfinu og vorum á einum bíl og gerðum þetta þannig að þegar að ég vissi að Friðrik væri líklegast að klára vinnuna sína á kvöldin, pakkaði ég hvítvoðunginum einfaldlega inn og fór með hana út í bíl. Síðan biðum við í bílnum fyrir utan Holtið þar til Friðrik birtist. Ef við vorum heppnar kláraði hann fljótlega og kom kannski eftir tíu til tuttugu mínútur. En annars gat ég alveg verið með barnið í bílnum í einn og hálfan tíma að bíða,“ segir Arnrún María. Velgengni veitingastaðarins Friðriks V var mikil en staðinn ráku hjónin í 16 ár á Akureyri og síðar í Reykjavík. Reksturinn yfirtók fjölskylduna og velsældinni fylgdu margar viðurkenningar og verðlaun. Það verður þó að teljast sjokkerandi að heyra að vel menntuð kona sem hefur áorkað svona miklu og er vel upplýst, hrinur það mikið í andlegri líðan að hún íhugar sjálfsvíg: Þó kona sem er eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma. Arnrún María segir mjög mikilvægt að fólk sem íhugi sjálfsvíg tali við einhvern. Til dæmis Píetasamtökin, Rauða krossinn eða einhvern sem það treystir.Úr einkasafni Friðrik V. á Akureyri Skötuhjúin fluttu aftur norður á Akureyri árið 1994, síðar fór Arnrún María í háskólann að læra leikskólakennarann. „Það tók alveg á því ég var ekki með stúdentspróf en þetta er á þeim tíma sem að leikskólakennaranámið varð að háskólanámi en nemendum gefin undanþága að hefja námið án þess að vera með stúdentsprófið.“ Friðrik var að kenna í Verkmenntaskólanum á Akureyri en sem hliðarverkefni stofnuðu þau veitingastaðinn Friðrik V. „Þetta átti að vera svona hobbí,“ segir Arnrún María og skellihlær. Enda muna margir hversu vinsæll Friðrik V var á Akureyri. „Vinsældir staðarins voru þvílíkir og það fór fljótt þannig að Friðrik hætti að kenna og fór alfarið í veitingareksturinn og síðan kom að því sama hjá mér. Þá var ég búin í náminu og byrjuð að vinna í leikskóla sem mér fannst æðislega gaman, en reksturinn má segja yfirtók okkur.“ Þó ákvað Arnrún María að bæta enn einum hatti á sig: „Ég fékk boð um að vera aðjúnkt á leikskólabraut í Háskólanum á Akureyri og sagði auðvitað já. Það var einfaldlega ekki tilboð sem hægt var að hafna. Ég endaði með að vera lengur en áttaði mig á því árið 2006 að ég var komin út í horn. Eitthvað varð undan að láta og þá hætti ég kennslunni.“ Arnrún María segir þensluna árin fyrir hrun án efa gullaldartíma rekstursins. Margt gott og skemmtilegt hafi gerst á þessum árum. En margt óeðlilegt, sem þó þótti eðlilegt þá. „Þarna var fólk að koma á þyrlum og einkaflugvélum eða steggjapartíum einfaldlega vegna þess að það vildi borða hjá okkur um kvöldið. Óráðsían var allsráðandi og satt best að segja á ég enn í dag erfitt með að rifja upp ýmislegt sem maður sá og heyrði frá sumu fólki á þessum tíma. Lengi vel fannst mér ég ekki geta þjónað til borðs lengur því að ég einfaldlega á erfitt með að brosa framan í sumt fólk. Sem var áberandi á þessum tíma og lifði hátt.“ Arnrún María segir Íslandsbankafréttir vikunnar ýfa upp gömul sár úr bankahruninu, enda sýni þær að enn hefur bankakerfið ekkert breyst. Arnrún María og Friðrik reyndu hvað þau gátu að bjarga rekstri veitingastaðarins í kjölfar bankahruns en fóru í þrot árið 2010. Við tók sumarvinna hjá Eddu hótelunum en á endanum var þrot Arnrúnar algjört: Andlegt, fjárhagslegt og líkamlegt. Upprisan er hafin en þó þurfti til mikla sjálfsvinnu til að komast á þann stað sem Arnrún María er í dag.Vísir/Vilhelm og úr einkasafni Fjárhagslegt og andlegt þrot Þann 1.nóvember árið 2006 birti Akureyrarbær frétt á vefsíðu sinni þar sem segir að eigendum veitingastaðarins Friðriks V hafi fengið viðurkenningu frá bæjarstjórn Akureyrar. Viðurkenningar var þátttaka veitingastaðarins á stórri matarráðstefnu í Torino á Ítalíu og einnig fyrir framlag sitt til góðrar kynningar á Akureyri. „Veitingastaðurinn Friðrik V fær sífellt meiri athygli og viðurkenningu. Stefna staðarins hefur verið að leggja mikla áherslu á góða matreiðslu og hráefni af svæðinu og eigendur hans hafa líka verið í fararbroddi varðandi samstarf veitingastaða og fyrirtækja og lagt þannig fram ómetanlegan skerf til að auka hróður Akureyrar.“ Með fréttinni er birt mynd af Friðriki og Arnrúnu Maríu með börnunum sínum, Karen Ösp og Axel F. sem þá var fæddur. Öll skælbrosandi svo ekki sé meira sagt. „Maður bara vann og vann og vann og vann. Við lögðum líf og sál okkar í þennan stað. Ári áður en Axel fæddist, missti ég fóstur. Ég hef bara nýverið gert mér grein fyrir því hversu mikið áfall þessi fósturmissir var. Okkur var einfaldlega ráðlagt að reyna bara sem fyrst aftur að eignast barn, sem við gerðum. Ári síðar varð ég ófrísk og gullmolinn okkar hann Axel fæðist árið 1996.“ En vinnan var alltaf í fyrirrúmi. „Við vorum með reksturinn, tvö lítil börn og að kaupa íbúð. Ég fór meira að segja í nám hjá Impru Nýsköpunarmiðstöð sem kallaðist Brautargengi fyrir konur, að gera viðskiptaáætlun fyrir reksturinn. Maður bara keyrði sig áfram og þegar að ég rifja upp þennan tíma sé ég að oft voru dagarnir það langir að maður einfaldlega svaf varla á næturnar. En svona gerir ungt fólk þetta oft: Það er allt í gangi á öllum vígstöðum og fólk bara vinnur og vinnur,“ segir Arnrún María og eflaust margir lesendur sem kinka kolli henni til samlætis. „Eftir bankahrun kom hins vegar í ljós að auðvitað skiptu verðlaun og viðurkenningar á endanum engu máli. Við höfðum gert dýrar endurbætur á húsnæði Friðriks V sem kallað var Gamla Bögglageymslan í Kaupvangsstræti 6 á Akureyri og ég sé svo sem ekki eftir því vegna þess að húsið hefði annars verið rifið. En fram til ársins 2010 reyndum við allt sem við gátum til að bjarga rekstrinum en það dugði einaldlega ekki til. Á endanum fórum við í gjaldþrot,“ segir Arnrún María. Arnrún María segir þrotið hafa verið afar erfiður biti að kyngja. „Okkur fannst eins og við hefðum eiginlega misst barn því að í svo mörg ár höfðum við lagt allt í reksturinn. Þetta var rosalega erfiður tími og enginn sem hefur í raun gefið því gaum hversu mikið áfall bankahrunið var tilfinningalega fyrir mörg heimili og fyrirtæki. Enda held ég að mjög margir sem upplifðu bankahrunið séu með mikið óbragð í munni horfandi á allar þessar Íslandsbankafréttir,“ segir Arnrún María og bætir við: Síðast í gærkveldi sat ég bara eins og lömuð og horfði á fréttir um þetta ógeðslega mál. Mér finnst það ýfa upp mörg gömul sár frá bankahruninu. Þegar við reyndum allt sem við gátum til að bjarga rekstrinum en misstum á endanum allt. Síðan horfir maður bara á fréttir núna og sér að bankakerfið hefur ekkert breyst og þar er fólk enn að haga sér með sama hætti og fyrir hrun.“ Arnrún María segir andlegt hrun mikið þegar fólk fer í gjaldþrot. „Við fórum reyndar í tvær vikur á heilsustofnun í Hveragerði. En þegar að ég horfi til baka sé ég að auðvitað vorum við ekkert að nýta þær eins vel og við hefðum þurft. Maður var bara með hugann við að við þyrftum að fara að vinna.“ Arnrún María og Friðrik gerðu upp Gömlu Bögglageymsluna í Kaupvangsstræti 6 á Akureyri og segir Arnrún María að þótt Friðrik V hafi farið í kjölfar bankahruns, sjái hún ekki eftir þeim framkvæmdum. Því ef þau hefðu ekki gert upp húsið, hefði það verið rifið. Arnrún María segir fólk berskjaldað sem lendir í fjárhagslegu þroti og mikilvægt að vinna úr tilfinningunum og áfallinu því annars endar andleg og líkamleg heilsa einfaldlega með því að fara í þrot líka.Vísir/Vilhelm og úr einkasafni Heilun um hringveginn og nýtt fall Sumarið eftir hrunið tóku Arnrún María og Friðrik það að sér að starfa sem ráðgefandi aðilar fyrir Eddu hótelin sem þá voru í eigu Icelandair. „Við keyrðum marga hringina um landið þetta sumar og það má segja að það hafi bjargað okkur. Því í raun var þessi tími okkar saman í bílnum eins og nokkurs konar heilun. Við vorum að ná áttum eftir hrun.“ Um tíma störfuðu þau að breytingunum sem gerðar voru á Hótel Loftleiðum, að hjálpa til við að koma Sæmundi í sparifötunum á KEX hostel á laggirnar en ákváðu á endanum að fara aftur af stað með Friðrik V. En nú í Reykjavík. „Ferðamenn voru okkar helstu viðskiptavinir og það voru upp bókuð borð þrjá mánuði fram í tímann,“ segir Arnrún María. Aftur var allt keyrt í bólakaf með vinnu og álagi. Þó hafði ekkert verið unnið úr fyrri áföllum. Ekki aðeins bankahruninu, fósturmissinum eða gjaldþrotinu heldur líka öðrum málum. „Dóttir okkar er til dæmis með Adenomyosis sem er systursjúkdómur endómetríósu, þar af leiðandi alltaf veik. Níu ára gömul var hún því byrjuð á blæðingum og alltaf lasin. Við fengum auðvitað ekki skýringu á þessum veikindum fyrr en tuttugu árum síðar. Í veikindum hennar lenti hún í töluverðu einelti, er þetta gott dæmi um hvað við förum oft í gegnum alls konar dæmi sem eru okkur erfið tilfinningalega, en við gefum okkur ekki tækifæri til að vinna úr þeim tilfinningum. Þetta hef ég svolítið verið að læra í endurhæfingunni í VIRK. Þar sem allt var týnt til og maður fór fyrir alvöru í þá sjálfsvinnu að gera upp hlutina til þess að fara að líða betur,“ segir Arnrún María. Í febrúar og mars árið 2016 dundu þó yfir ný áföll því Arnrún María missti heilsuna nánast alveg. „Fyrst fékk ég heilaslag og var heppin, að komast undir læknishendur fljótt,“ segir Arnrún María en heilaslag þekkist almennt undir heitinu blóðtappi. Í kjölfar heilaslagsins lamaðist Arnrún María í andliti og missti mátt víðar í líkamanum, taugakerfið var einfaldlega hrunið. ,,En ég var bara send heim,“ segir Arnrún María og við tók vægast sagt ömurlegur tími. „Ég gat ekkert gert og fannst ég líka þvílíkur aumingi fyrir vikið. Að geta ekki farið að vinna! Ég fékk svona köst eins og við Friðrik kölluðum þau en þótt ég reyndi að lýsa þeim fyrir hjúkrunarfræðingum símleiðis gerðist ekkert, mér var bara sagt að hvíla mig.“ Á endanum fór Friðrik með hana til læknis og þá var staðan á Arnrúnu Maríu orðin svo slæm að hún var strax lögð inn og send í kjölfarið í endurhæfingu. Hér má sjá strætó sem Axel F. sonur Arnrúnar Maríu og Friðriks hannaði til að vekja athygli á endómetríósu sjúkdómnum en þegar að Karen Ösp systir hans var 9 ára, veiktist hún af Adenomyosis, sem er systursjúkdómur endómetríósu. Karen Ösp lenti í miklu einelti þegar hún var alltaf veik en tuttugu ár liðu þar til skýringin á veikindunum fannst. Arnrún María segir einelti barns dæmi um erfiðleika sem leggst þungt á alla í fjölskyldunni og fólk verður að gefa sér svigrúm til að vinna úr þeim tilfinningum.Úr einkasafni Þegar dauðinn var lausnin Margt gott ávannst í endurhæfingunni en Arnrún María segir að enn í dag þarf hún að passa sig á því að triggerast ekki. Sem til dæmis gerist í kjölfar of mikils álags. „Það kom síðan að því að ég ákvað einfaldlega að taka mitt eigið líf,“ segir Arnrún María. Sem ákvað daginn og hóf undirbúning. „Ég ákvað að gera þetta á fimmtudegi þegar Friðrik væri farinn til vinnu. Ákvað að þetta yrði að taka sem stystan tíma.“ En hvers vegna sjálfsvíg? Mér fannst ég bara svo mikill aumingi. Fyrir Friðrik og börnin mín var ég líka bara orðin svo mikil byrði. Þannig upplifði ég ástandið á mér. Heilsuleysið var algjört og hausinn á mér var í stanslausu niðurrifi. Maður er oft verstur þar. Í samtölum við sjálfan sig sem eru einfaldlega hræðileg.“ Í samtalinu er staldrað nokkuð við í þessum kafla. Því það er erfitt að heyra að kona sem á eiginmann og tvö börn, tengdabörn og ömmustrák, skuli fyrir alvöru geta náð þeim stað að vilja láta sig fara: Að sjá dauðann sem lausnina. „Já mér fannst þetta ákveðið sjokk líka. Þegar að ég áttaði mig á því að ég var í alvörunni tilbúin til að láta mig fara. Að lausnin fyrir mitt nánasta fólk fælist einfaldlega í því að losna við mig,“ segir Arnrún María. Svo ótrúlega vildi til að þegar Friðrik var farinn í vinnuna þennan fimmtudagsmorgun, hringir gömul og góð vinkona í Arnrúnu Maríu á Messenger í myndaspjalli. „Sem hún gerir aldrei! Og ég var líka þvílíkt pirruð út í hana. Hvað hún væri að hringja í mig akkúrat þarna. En það sem gerir þessa sögu samt svo magnaða er að þetta var sama vinkona mín og trúði mér fyrir því 9 ára að hún hefði verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Öllum þessum áratugum síðar bjargaði hún lífi mínu. Við erum búnar að vera nánar vinkonur í öll þessi ár.“ Arnrún María segir að eftir samtalið við vinkonuna var líðanin einfaldlega þannig að viljinn og festinn til að láta til skara skríða var ekki lengur til staðar. „En ég fór upp í rúm og grét úr mér augun þennan dag. Ég held ég hafi aldrei grátið jafn mikið og þá.“ Að vinna og vinna og vinna og standa sína pligt var alltaf í fyrirrúmi hjá Arnrúnu Maríu, sem á milli þess að vinna með Friðriki í veitingarekstri starfaði sem leikskólakennari en líka um tíma sem aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Arnrún María segist enn elska kennarastarfið en í dag einbeitir hún sér að rekstri Ráðgjafastofunnar Samtalið er fræðsla en ekki hræðsla, þar sem hún leggur sérstaka áherslu á að vinna með leikskólabörnum og kennurum.Úr einkasafni Upprisan og góðu ráðin Þegar Arnrún María sagði Friðriki frá því hvað hún var nálægt sjálfsvígi bað Friðrik hana um að tala strax við sálfræðinginn sinn. Sem hún og gerði. Arnrún María hefur líka gert ýmislegt annað. Til dæmis starfar hún með FAST hetjum (Fast Heroes) sem er um allan heim, margverðlaunað verkefni. FAST 112 hetjur er verðlaunað fræðsluverkefni fyrir börn sem miðar að því að fræða alla fjölskylduna um einkenni slags og rétt viðbrögð við því. Átakið, stendur öllum skólum og leikskólum á Íslandi til boða. Skólar sem hafa áhuga á að taka þátt í FAST 112 hetjuverkefninu geta þeir skráð sig í gegnum fastheroes.com. Skammstöfunin „FAST“ er notuð víða um heim og stendur fyrir face (andlit), arm (armur), speech (tal) og tími. Þegar FAST er metið eru þrjú megineinkenni skoðuð: Munnvik sígur niður öðru megin (máttminnkun í hálfu andliti), skyndilegt máttleysi í öðrum handlegg, einstaklingur á skyndilega erfitt með tal. Ef eitt af þessum einkennum á við skiptir tíminn máli og brýnt er að hringt sé strax í 112. „Áður en fólk fær heilaslag eins og blóðtappi er kallaður, eru svo mörg rauð flögg. Ef við kennum fólki á þessi rauðu flögg og kennum fólki að hunsa ekki þessi merki sem líkaminn er svo lengi að gefa okkur áður en eitthvað gerist, getum við bjargað mörgum,“ segir Arnrún María og útskýrir að í þessu verkefni starfa kennarar, vísindamenn, taugalæknar, taugahjúkrunarfræðingar og fleiri. Í dag segist Arnrún María til dæmis gera sér grein fyrir því að rauðu flöggin hennar voru löngu farin að sýna sig áður en hún missti líkamlega heilsu. Þá segist hún sannfærð um að fyrst þurfi að huga að heilbrigðri andlegri heilsu, því þetta tvennt fari algjörlega saman. Það er margrannsakað að áföll í bernsku og síðar á lífsleiðinni, setjast fast í líkamann okkar gerir okkur veik á ótrúlegustu stöðum og stundum dregur það fólk til dauða.“ Telur þú að ef þú hefðir unnið í sjálfri þér fyrr, þá hefði líkamlega heilsan ekkert endilega orðið svona alvarleg eins og raunin varð síðar? „Já ég er algjörlega sannfærð um það. Þessi sjálfsvinna skiptir sköpum og er algjörlega það sem ég hef verið að læra í starfsendurhæfingunni hjá VIRK, við þurfum að gefa okkur svigrúm og tíma til að vinna svo vel og djúpt í okkur til þess að ná bæði andlegri og líkamlegri heilsu aftur. Þetta fór mér ekki að skiljast til fulls fyrr en ég fór til VIRK,“ segir Arnrún María og bætir við: „Við skulum líka bara setja svolítið hlutina í samhengi. Segjum til dæmis leikskólakennarar. Fólk heldur að þar sé hópur af fólki sem fer heim úr vinnu klukkan fimm og sé þá búið að segja skilið við vinnuna. Það er aldeilis ekki raunin. Þegar að maður er að vinna í leikskóla, heldur hausinn á manni áfram að vinna þegar maður kemur heim. Að finna einhverja sniðuga lausn fyrir Sigga litla, að muna eftir því að tala við foreldra Gunnu á morgun og svo framvegis og svo framvegis. Við erum undir gífurlegu álagi alltaf og umræðan oft þannig að ,,já já eru bara ekki allir að fara í kulnun núna, eða er þetta ekki bara breytingaskeiðið eða þunglyndi….,“ orðræða sem manni langar ekkert að verða partur af.“ Að hennar mati sé hins vegar mikilvægt að fólk átti sig á því hversu mikilvægt það er að fólk viðurkenni fyrir sjálfum sér að það þurfi hjálp og gefi sér tíma í þá sjálfsvinnu. „Til dæmis ef fólk kemst á þann ömurlega stað að fara að íhuga sjálfsvíg, þar skiptir öllu máli að þegar þessar hugsanir eru komnar að tala við einhvern strax. Píeta samtökin, Rauði kross síminn eða einhvern annan sem þú treystir. Ekki birgja þessar hugsanir inni og tala við engan. Ég sem betur fer fór ekki alla leið, en er alveg ákveðin í því að miðla þessari reynslu minni, vera ófeimin við að segja frá henni og brýna fyrir fólki hversu mikilvægt það er að tala við einhvern.“ Arnrún María segir líka mikilvægt að sá sem talað er við, taki umræðunni alvarlega og tryggi að viðkomandi fái hjálp. Eins og var í hennar hjónabandi. „Það sem hefur hjálpað okkur Friðriki svo mikið í gegnum langt hjónaband er einmitt að við erum vinir, höfum lært að tjá okkur við hvort annað. Auðvitað hafa skipst á skin og skúrir hjá okkur eins og öðrum. Það er eðlilegt. En að tala við einhvern og tala þá við maka þinn ef þú getur, er mjög mikilvægt. Makinn þarf þá líka að vanda sig við hlustun og veita stuðning. Að auki vil ég bæta við, að makar gleymast algjörlega í svona tilfellum, eins þegar ég fékk blóðtappann, þeim er ekki boðin nein aðstoð til að fá ráð eða fræðslu“ Arnrún María líka miðlar af sinni reynslu hversu sárt það getur verið að verða fyrir barðinu á kjaftasögum og dómstóli götunnar. „Ég tek þetta svo oft fyrir í fyrirlestrum og forvarnarfræðslu hjá mér vegna þess að hér erum við að tala um hvað fullorðið fólk segir og skrifar. En hvernig getum við búist við því að krakkar séu ekki grimm í orðræðu á samfélagsmiðlum ef fullorðið fólk er svona gjarnt á að dæma eða tala um náungann?“ Þá segir Arnrún María líka mikilvægt að fólk sem finnur að það er komið á bjargbrúnina hætti að reyna endalaust að hrista þetta af sér. Það hafi hún sjálf lengst af reynt að gera, vera „PollýAnna“ og sú leið einfaldlega virki ekki. Auðvitað verðum við svolítið berskjölduð þegar að við þurfum að viðurkenna að við þurfum aðstoð. Við verðum líka berskjölduð þegar að við förum í fjárhagslegt þrot. Því að við erum svo oft upptekin af því hvað annað fólk finnist um okkur. Í dag er ég hætt að skamma mig fyrir þau áföll sem ég hef upplifað og er frekar stolt af því að hafa valið þá leið að vinna í sjálfum mér og vinna úr áföllunum.“ Arnrún María segist enn elska kennarastarfið, sem hún þó hefur alltaf starfað við inn á milli allt frá því að hún kláraði námið. Hún hefur þó ákveðið að fara ekki aftur að vinna sem leikskólakennari heldur frekar að nýta reynsluna sína til að miðla áfram af sinni reynslu og starfa sérstaklega að forvörnum. „Ég kalla Ráðgjafastofuna mína Samtalið fræðsla ekki hræðsla. Því að hvort sem við erum að tala um börn eða fullorðið fólk, þá þarf útgangspunkturinn í forvarnarstarfinu að við segjum hlutina upphátt. Því það er ekkert jafn mikilvægt og að segja hlutina upphátt. Að fræða en ekki hræða börn og stundum fullorðna sem vita ekki betur um einkenni þess að einhver er til dæmis að beita ofbeldi, eða samskipti flókin, er góð leið til forvarna. Þess vegna kalla ég Samtalið fræðsla ekki hræðsla og hef ákveðið að fókusera núna alveg á þennan rekstur. Sem vonandi verður öðrum til gagns.“ Geðheilbrigði Fjölskyldumál Góðu ráðin Veitingastaðir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06 Hvað svo? Fékk ekki að mæta í jarðarför föður síns en eignaðist nýja fjölskyldu „Það er eiginlega helst að frétta að stuttu eftir það viðtal lést faðir minn. Ég var reyndar ekki látinn vita af því af fjölskyldunni minni og fékk ekki að fara í jarðaförina hans. Á móti kemur að margt annað gott hefur svo sem gerst líka. Ég til dæmis kynntist óvænt fullorðinni frænku sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í samtali þar sem við veltum aðeins fyrir okkur spurningunni Hvað svo? 18. júní 2023 08:01 Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01 Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00 Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Brann auðvitað út eins og hátt hlutfall hennar kynslóðar, fór í andlegt þrot og síðar heilsuþrot til viðbótar við fjárhagslegt þrot sem fylgdi bankahruninu. Flest áföllin tókst hún við á hnefanum, svona eins og þessari kynslóð er svo tamt að gera; Allt gengur út á að vinna og standa sína pligt. Eða hvað? „Ég var alin þannig upp að maður ætti ekkert að vera að tala um hvernig manni líður. Það var þunglyndi og fleira í fjölskyldunni minni, en við vorum svona eins og í Pollýönnuleik þar sem enginn sagði neitt. Nú er ég hins vegar búin að segja Pollýönnu upp,“ segir Arnrún María Magnúsdóttir kennari og sjálfstætt starfandi ráðgjafi í forvörnum. Já, Pollýanna var einfaldlega rekin. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að læra að skilja það betur, hvernig það getur gerst að atorkumikið og duglegt fólk, vel menntað og vel upplýst, getur á endanum ratað í svo mikla kulnun á lífinu að jafnvel sterkustu einstaklingar íhuga sjálfsvíg sem lausn. Eins og Arnrún María meðal annars gerði. Við skulum heyra sögu Arnrúnar Maríu. Sextán ára í sambúð Arnrún María ólst upp í sveit rétt fyrir utan Akureyri og er yngst fjögurra systkina. Minnistætt úr æskunni er vinskapurinn við tíkina Trillu en líka það þegar hún níu ára gömul upplifði í fyrsta sinn á ævinni að í heiminum væri til eitthvað sem væri rosalega ljótt og grimmt: Ofbeldi gegn börnum. „Ég held að þessi frásögn sé í raun upphafspunkturinn að því að í dag starfa ég sérstaklega að forvörnum og fræðslu fyrir börn frá leikskólaaldri,“ segir Arnrún María en atvikið sem vísað er til, er þegar vinkona Arnrúnar Maríu treysti henni fyrir því að hún hefði verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Fram að þeim tíma, vissi Arnrún María ekki að slíkt ofbeldi væri til. Enda kynferðisleg misnotkun yfir höfuð ekki í umræðu íslensks samfélags þess tíma. Seinna upplifði Arnrún María sama ljótleika í nærumhverfi sínu. Því að hún og eiginmaður hennar, Friðrik V. Hraunfjörð, tóku saman þegar hún var aðeins 16 ára og hann 17 ára. „Við fórum að búa og okkur fannst við bara vera mjög fullorðin. Bjuggum fyrst á Akureyri en fluttum síðar til Reykjavíkur þar sem Friðrik fór að læra kokkinn á Hótel Holti,“ segir Arnrún María en þegar þetta var, hafði tengdafjölskyldan hennar þá þegar flutt til Reykjavíkur. Árið 1995 var tengdafaðir hennar dæmdur fyrir mjög alvarlegt brot og var dómurinn sá þyngsti sinnar tegundar á sínum tíma. Brotið var sifjaspell. „Þetta var á þeim tíma sem Stöð 2 var með hádegisfréttir í sjónvarpi og nafn hans var getið. En síðan var þetta stór frétt í DV og það var erfitt,“ segir Arnrún María og bætir við: „Ég vil ekki særa neinn en þessi maður á ekkert inni hjá mér. Við tókum eiginlega systkini Friðriks að okkur næstu árin á eftir en það sem mér finnst skipta miklu máli í umræðu um svona ljót mál eins og þessi er að almennt passi fólk sig í samfélaginu hvernig það talar,“ segir Arnrún María. Hvað áttu við með því? Ég meina að oft þegar að ljót brot eru framin og upp um þau komast, er dómstóll götunnar einfaldlega svo harður að heilu fjölskyldurnar eru teknar af lífi. Maður upplifir nánast eins og fólki sé útskúfað úr samfélaginu, þótt það hafi ekki átt neinn hlut í brotinu. Ég tala oft um þetta á fyrirlestrum og sýni jafnvel skjáskot af því sem fullorðið fólk er að skrifa á samfélagsmiðla. Þetta eru alls kyns ljótyrði og við getum ekki verið að skamma börnin okkar eða unglingana, ef þetta er hegðun sem fullorðið fólk sýnir.“ Um dómstól götunnar verður meira rætt síðar í þessu samtali, enda ljóst að eitt mein þess samfélags sem við búum í er hvernig margt fólk virðist einfaldlega nærast á kjaftagangi. Arnrún María og Friðrik bjuggu í Reykjavík þegar þau eignuðust dóttur sína Karen Ösp sem fæddist árið 1992. „Það voru auðvitað engir gsm-símar á þessum tíma og reglurnar á Hótel Holti voru þannig að það mátti ekki hringja í starfsmenn. Við bjuggum í Seljahverfinu og vorum á einum bíl og gerðum þetta þannig að þegar að ég vissi að Friðrik væri líklegast að klára vinnuna sína á kvöldin, pakkaði ég hvítvoðunginum einfaldlega inn og fór með hana út í bíl. Síðan biðum við í bílnum fyrir utan Holtið þar til Friðrik birtist. Ef við vorum heppnar kláraði hann fljótlega og kom kannski eftir tíu til tuttugu mínútur. En annars gat ég alveg verið með barnið í bílnum í einn og hálfan tíma að bíða,“ segir Arnrún María. Velgengni veitingastaðarins Friðriks V var mikil en staðinn ráku hjónin í 16 ár á Akureyri og síðar í Reykjavík. Reksturinn yfirtók fjölskylduna og velsældinni fylgdu margar viðurkenningar og verðlaun. Það verður þó að teljast sjokkerandi að heyra að vel menntuð kona sem hefur áorkað svona miklu og er vel upplýst, hrinur það mikið í andlegri líðan að hún íhugar sjálfsvíg: Þó kona sem er eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma. Arnrún María segir mjög mikilvægt að fólk sem íhugi sjálfsvíg tali við einhvern. Til dæmis Píetasamtökin, Rauða krossinn eða einhvern sem það treystir.Úr einkasafni Friðrik V. á Akureyri Skötuhjúin fluttu aftur norður á Akureyri árið 1994, síðar fór Arnrún María í háskólann að læra leikskólakennarann. „Það tók alveg á því ég var ekki með stúdentspróf en þetta er á þeim tíma sem að leikskólakennaranámið varð að háskólanámi en nemendum gefin undanþága að hefja námið án þess að vera með stúdentsprófið.“ Friðrik var að kenna í Verkmenntaskólanum á Akureyri en sem hliðarverkefni stofnuðu þau veitingastaðinn Friðrik V. „Þetta átti að vera svona hobbí,“ segir Arnrún María og skellihlær. Enda muna margir hversu vinsæll Friðrik V var á Akureyri. „Vinsældir staðarins voru þvílíkir og það fór fljótt þannig að Friðrik hætti að kenna og fór alfarið í veitingareksturinn og síðan kom að því sama hjá mér. Þá var ég búin í náminu og byrjuð að vinna í leikskóla sem mér fannst æðislega gaman, en reksturinn má segja yfirtók okkur.“ Þó ákvað Arnrún María að bæta enn einum hatti á sig: „Ég fékk boð um að vera aðjúnkt á leikskólabraut í Háskólanum á Akureyri og sagði auðvitað já. Það var einfaldlega ekki tilboð sem hægt var að hafna. Ég endaði með að vera lengur en áttaði mig á því árið 2006 að ég var komin út í horn. Eitthvað varð undan að láta og þá hætti ég kennslunni.“ Arnrún María segir þensluna árin fyrir hrun án efa gullaldartíma rekstursins. Margt gott og skemmtilegt hafi gerst á þessum árum. En margt óeðlilegt, sem þó þótti eðlilegt þá. „Þarna var fólk að koma á þyrlum og einkaflugvélum eða steggjapartíum einfaldlega vegna þess að það vildi borða hjá okkur um kvöldið. Óráðsían var allsráðandi og satt best að segja á ég enn í dag erfitt með að rifja upp ýmislegt sem maður sá og heyrði frá sumu fólki á þessum tíma. Lengi vel fannst mér ég ekki geta þjónað til borðs lengur því að ég einfaldlega á erfitt með að brosa framan í sumt fólk. Sem var áberandi á þessum tíma og lifði hátt.“ Arnrún María segir Íslandsbankafréttir vikunnar ýfa upp gömul sár úr bankahruninu, enda sýni þær að enn hefur bankakerfið ekkert breyst. Arnrún María og Friðrik reyndu hvað þau gátu að bjarga rekstri veitingastaðarins í kjölfar bankahruns en fóru í þrot árið 2010. Við tók sumarvinna hjá Eddu hótelunum en á endanum var þrot Arnrúnar algjört: Andlegt, fjárhagslegt og líkamlegt. Upprisan er hafin en þó þurfti til mikla sjálfsvinnu til að komast á þann stað sem Arnrún María er í dag.Vísir/Vilhelm og úr einkasafni Fjárhagslegt og andlegt þrot Þann 1.nóvember árið 2006 birti Akureyrarbær frétt á vefsíðu sinni þar sem segir að eigendum veitingastaðarins Friðriks V hafi fengið viðurkenningu frá bæjarstjórn Akureyrar. Viðurkenningar var þátttaka veitingastaðarins á stórri matarráðstefnu í Torino á Ítalíu og einnig fyrir framlag sitt til góðrar kynningar á Akureyri. „Veitingastaðurinn Friðrik V fær sífellt meiri athygli og viðurkenningu. Stefna staðarins hefur verið að leggja mikla áherslu á góða matreiðslu og hráefni af svæðinu og eigendur hans hafa líka verið í fararbroddi varðandi samstarf veitingastaða og fyrirtækja og lagt þannig fram ómetanlegan skerf til að auka hróður Akureyrar.“ Með fréttinni er birt mynd af Friðriki og Arnrúnu Maríu með börnunum sínum, Karen Ösp og Axel F. sem þá var fæddur. Öll skælbrosandi svo ekki sé meira sagt. „Maður bara vann og vann og vann og vann. Við lögðum líf og sál okkar í þennan stað. Ári áður en Axel fæddist, missti ég fóstur. Ég hef bara nýverið gert mér grein fyrir því hversu mikið áfall þessi fósturmissir var. Okkur var einfaldlega ráðlagt að reyna bara sem fyrst aftur að eignast barn, sem við gerðum. Ári síðar varð ég ófrísk og gullmolinn okkar hann Axel fæðist árið 1996.“ En vinnan var alltaf í fyrirrúmi. „Við vorum með reksturinn, tvö lítil börn og að kaupa íbúð. Ég fór meira að segja í nám hjá Impru Nýsköpunarmiðstöð sem kallaðist Brautargengi fyrir konur, að gera viðskiptaáætlun fyrir reksturinn. Maður bara keyrði sig áfram og þegar að ég rifja upp þennan tíma sé ég að oft voru dagarnir það langir að maður einfaldlega svaf varla á næturnar. En svona gerir ungt fólk þetta oft: Það er allt í gangi á öllum vígstöðum og fólk bara vinnur og vinnur,“ segir Arnrún María og eflaust margir lesendur sem kinka kolli henni til samlætis. „Eftir bankahrun kom hins vegar í ljós að auðvitað skiptu verðlaun og viðurkenningar á endanum engu máli. Við höfðum gert dýrar endurbætur á húsnæði Friðriks V sem kallað var Gamla Bögglageymslan í Kaupvangsstræti 6 á Akureyri og ég sé svo sem ekki eftir því vegna þess að húsið hefði annars verið rifið. En fram til ársins 2010 reyndum við allt sem við gátum til að bjarga rekstrinum en það dugði einaldlega ekki til. Á endanum fórum við í gjaldþrot,“ segir Arnrún María. Arnrún María segir þrotið hafa verið afar erfiður biti að kyngja. „Okkur fannst eins og við hefðum eiginlega misst barn því að í svo mörg ár höfðum við lagt allt í reksturinn. Þetta var rosalega erfiður tími og enginn sem hefur í raun gefið því gaum hversu mikið áfall bankahrunið var tilfinningalega fyrir mörg heimili og fyrirtæki. Enda held ég að mjög margir sem upplifðu bankahrunið séu með mikið óbragð í munni horfandi á allar þessar Íslandsbankafréttir,“ segir Arnrún María og bætir við: Síðast í gærkveldi sat ég bara eins og lömuð og horfði á fréttir um þetta ógeðslega mál. Mér finnst það ýfa upp mörg gömul sár frá bankahruninu. Þegar við reyndum allt sem við gátum til að bjarga rekstrinum en misstum á endanum allt. Síðan horfir maður bara á fréttir núna og sér að bankakerfið hefur ekkert breyst og þar er fólk enn að haga sér með sama hætti og fyrir hrun.“ Arnrún María segir andlegt hrun mikið þegar fólk fer í gjaldþrot. „Við fórum reyndar í tvær vikur á heilsustofnun í Hveragerði. En þegar að ég horfi til baka sé ég að auðvitað vorum við ekkert að nýta þær eins vel og við hefðum þurft. Maður var bara með hugann við að við þyrftum að fara að vinna.“ Arnrún María og Friðrik gerðu upp Gömlu Bögglageymsluna í Kaupvangsstræti 6 á Akureyri og segir Arnrún María að þótt Friðrik V hafi farið í kjölfar bankahruns, sjái hún ekki eftir þeim framkvæmdum. Því ef þau hefðu ekki gert upp húsið, hefði það verið rifið. Arnrún María segir fólk berskjaldað sem lendir í fjárhagslegu þroti og mikilvægt að vinna úr tilfinningunum og áfallinu því annars endar andleg og líkamleg heilsa einfaldlega með því að fara í þrot líka.Vísir/Vilhelm og úr einkasafni Heilun um hringveginn og nýtt fall Sumarið eftir hrunið tóku Arnrún María og Friðrik það að sér að starfa sem ráðgefandi aðilar fyrir Eddu hótelin sem þá voru í eigu Icelandair. „Við keyrðum marga hringina um landið þetta sumar og það má segja að það hafi bjargað okkur. Því í raun var þessi tími okkar saman í bílnum eins og nokkurs konar heilun. Við vorum að ná áttum eftir hrun.“ Um tíma störfuðu þau að breytingunum sem gerðar voru á Hótel Loftleiðum, að hjálpa til við að koma Sæmundi í sparifötunum á KEX hostel á laggirnar en ákváðu á endanum að fara aftur af stað með Friðrik V. En nú í Reykjavík. „Ferðamenn voru okkar helstu viðskiptavinir og það voru upp bókuð borð þrjá mánuði fram í tímann,“ segir Arnrún María. Aftur var allt keyrt í bólakaf með vinnu og álagi. Þó hafði ekkert verið unnið úr fyrri áföllum. Ekki aðeins bankahruninu, fósturmissinum eða gjaldþrotinu heldur líka öðrum málum. „Dóttir okkar er til dæmis með Adenomyosis sem er systursjúkdómur endómetríósu, þar af leiðandi alltaf veik. Níu ára gömul var hún því byrjuð á blæðingum og alltaf lasin. Við fengum auðvitað ekki skýringu á þessum veikindum fyrr en tuttugu árum síðar. Í veikindum hennar lenti hún í töluverðu einelti, er þetta gott dæmi um hvað við förum oft í gegnum alls konar dæmi sem eru okkur erfið tilfinningalega, en við gefum okkur ekki tækifæri til að vinna úr þeim tilfinningum. Þetta hef ég svolítið verið að læra í endurhæfingunni í VIRK. Þar sem allt var týnt til og maður fór fyrir alvöru í þá sjálfsvinnu að gera upp hlutina til þess að fara að líða betur,“ segir Arnrún María. Í febrúar og mars árið 2016 dundu þó yfir ný áföll því Arnrún María missti heilsuna nánast alveg. „Fyrst fékk ég heilaslag og var heppin, að komast undir læknishendur fljótt,“ segir Arnrún María en heilaslag þekkist almennt undir heitinu blóðtappi. Í kjölfar heilaslagsins lamaðist Arnrún María í andliti og missti mátt víðar í líkamanum, taugakerfið var einfaldlega hrunið. ,,En ég var bara send heim,“ segir Arnrún María og við tók vægast sagt ömurlegur tími. „Ég gat ekkert gert og fannst ég líka þvílíkur aumingi fyrir vikið. Að geta ekki farið að vinna! Ég fékk svona köst eins og við Friðrik kölluðum þau en þótt ég reyndi að lýsa þeim fyrir hjúkrunarfræðingum símleiðis gerðist ekkert, mér var bara sagt að hvíla mig.“ Á endanum fór Friðrik með hana til læknis og þá var staðan á Arnrúnu Maríu orðin svo slæm að hún var strax lögð inn og send í kjölfarið í endurhæfingu. Hér má sjá strætó sem Axel F. sonur Arnrúnar Maríu og Friðriks hannaði til að vekja athygli á endómetríósu sjúkdómnum en þegar að Karen Ösp systir hans var 9 ára, veiktist hún af Adenomyosis, sem er systursjúkdómur endómetríósu. Karen Ösp lenti í miklu einelti þegar hún var alltaf veik en tuttugu ár liðu þar til skýringin á veikindunum fannst. Arnrún María segir einelti barns dæmi um erfiðleika sem leggst þungt á alla í fjölskyldunni og fólk verður að gefa sér svigrúm til að vinna úr þeim tilfinningum.Úr einkasafni Þegar dauðinn var lausnin Margt gott ávannst í endurhæfingunni en Arnrún María segir að enn í dag þarf hún að passa sig á því að triggerast ekki. Sem til dæmis gerist í kjölfar of mikils álags. „Það kom síðan að því að ég ákvað einfaldlega að taka mitt eigið líf,“ segir Arnrún María. Sem ákvað daginn og hóf undirbúning. „Ég ákvað að gera þetta á fimmtudegi þegar Friðrik væri farinn til vinnu. Ákvað að þetta yrði að taka sem stystan tíma.“ En hvers vegna sjálfsvíg? Mér fannst ég bara svo mikill aumingi. Fyrir Friðrik og börnin mín var ég líka bara orðin svo mikil byrði. Þannig upplifði ég ástandið á mér. Heilsuleysið var algjört og hausinn á mér var í stanslausu niðurrifi. Maður er oft verstur þar. Í samtölum við sjálfan sig sem eru einfaldlega hræðileg.“ Í samtalinu er staldrað nokkuð við í þessum kafla. Því það er erfitt að heyra að kona sem á eiginmann og tvö börn, tengdabörn og ömmustrák, skuli fyrir alvöru geta náð þeim stað að vilja láta sig fara: Að sjá dauðann sem lausnina. „Já mér fannst þetta ákveðið sjokk líka. Þegar að ég áttaði mig á því að ég var í alvörunni tilbúin til að láta mig fara. Að lausnin fyrir mitt nánasta fólk fælist einfaldlega í því að losna við mig,“ segir Arnrún María. Svo ótrúlega vildi til að þegar Friðrik var farinn í vinnuna þennan fimmtudagsmorgun, hringir gömul og góð vinkona í Arnrúnu Maríu á Messenger í myndaspjalli. „Sem hún gerir aldrei! Og ég var líka þvílíkt pirruð út í hana. Hvað hún væri að hringja í mig akkúrat þarna. En það sem gerir þessa sögu samt svo magnaða er að þetta var sama vinkona mín og trúði mér fyrir því 9 ára að hún hefði verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Öllum þessum áratugum síðar bjargaði hún lífi mínu. Við erum búnar að vera nánar vinkonur í öll þessi ár.“ Arnrún María segir að eftir samtalið við vinkonuna var líðanin einfaldlega þannig að viljinn og festinn til að láta til skara skríða var ekki lengur til staðar. „En ég fór upp í rúm og grét úr mér augun þennan dag. Ég held ég hafi aldrei grátið jafn mikið og þá.“ Að vinna og vinna og vinna og standa sína pligt var alltaf í fyrirrúmi hjá Arnrúnu Maríu, sem á milli þess að vinna með Friðriki í veitingarekstri starfaði sem leikskólakennari en líka um tíma sem aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Arnrún María segist enn elska kennarastarfið en í dag einbeitir hún sér að rekstri Ráðgjafastofunnar Samtalið er fræðsla en ekki hræðsla, þar sem hún leggur sérstaka áherslu á að vinna með leikskólabörnum og kennurum.Úr einkasafni Upprisan og góðu ráðin Þegar Arnrún María sagði Friðriki frá því hvað hún var nálægt sjálfsvígi bað Friðrik hana um að tala strax við sálfræðinginn sinn. Sem hún og gerði. Arnrún María hefur líka gert ýmislegt annað. Til dæmis starfar hún með FAST hetjum (Fast Heroes) sem er um allan heim, margverðlaunað verkefni. FAST 112 hetjur er verðlaunað fræðsluverkefni fyrir börn sem miðar að því að fræða alla fjölskylduna um einkenni slags og rétt viðbrögð við því. Átakið, stendur öllum skólum og leikskólum á Íslandi til boða. Skólar sem hafa áhuga á að taka þátt í FAST 112 hetjuverkefninu geta þeir skráð sig í gegnum fastheroes.com. Skammstöfunin „FAST“ er notuð víða um heim og stendur fyrir face (andlit), arm (armur), speech (tal) og tími. Þegar FAST er metið eru þrjú megineinkenni skoðuð: Munnvik sígur niður öðru megin (máttminnkun í hálfu andliti), skyndilegt máttleysi í öðrum handlegg, einstaklingur á skyndilega erfitt með tal. Ef eitt af þessum einkennum á við skiptir tíminn máli og brýnt er að hringt sé strax í 112. „Áður en fólk fær heilaslag eins og blóðtappi er kallaður, eru svo mörg rauð flögg. Ef við kennum fólki á þessi rauðu flögg og kennum fólki að hunsa ekki þessi merki sem líkaminn er svo lengi að gefa okkur áður en eitthvað gerist, getum við bjargað mörgum,“ segir Arnrún María og útskýrir að í þessu verkefni starfa kennarar, vísindamenn, taugalæknar, taugahjúkrunarfræðingar og fleiri. Í dag segist Arnrún María til dæmis gera sér grein fyrir því að rauðu flöggin hennar voru löngu farin að sýna sig áður en hún missti líkamlega heilsu. Þá segist hún sannfærð um að fyrst þurfi að huga að heilbrigðri andlegri heilsu, því þetta tvennt fari algjörlega saman. Það er margrannsakað að áföll í bernsku og síðar á lífsleiðinni, setjast fast í líkamann okkar gerir okkur veik á ótrúlegustu stöðum og stundum dregur það fólk til dauða.“ Telur þú að ef þú hefðir unnið í sjálfri þér fyrr, þá hefði líkamlega heilsan ekkert endilega orðið svona alvarleg eins og raunin varð síðar? „Já ég er algjörlega sannfærð um það. Þessi sjálfsvinna skiptir sköpum og er algjörlega það sem ég hef verið að læra í starfsendurhæfingunni hjá VIRK, við þurfum að gefa okkur svigrúm og tíma til að vinna svo vel og djúpt í okkur til þess að ná bæði andlegri og líkamlegri heilsu aftur. Þetta fór mér ekki að skiljast til fulls fyrr en ég fór til VIRK,“ segir Arnrún María og bætir við: „Við skulum líka bara setja svolítið hlutina í samhengi. Segjum til dæmis leikskólakennarar. Fólk heldur að þar sé hópur af fólki sem fer heim úr vinnu klukkan fimm og sé þá búið að segja skilið við vinnuna. Það er aldeilis ekki raunin. Þegar að maður er að vinna í leikskóla, heldur hausinn á manni áfram að vinna þegar maður kemur heim. Að finna einhverja sniðuga lausn fyrir Sigga litla, að muna eftir því að tala við foreldra Gunnu á morgun og svo framvegis og svo framvegis. Við erum undir gífurlegu álagi alltaf og umræðan oft þannig að ,,já já eru bara ekki allir að fara í kulnun núna, eða er þetta ekki bara breytingaskeiðið eða þunglyndi….,“ orðræða sem manni langar ekkert að verða partur af.“ Að hennar mati sé hins vegar mikilvægt að fólk átti sig á því hversu mikilvægt það er að fólk viðurkenni fyrir sjálfum sér að það þurfi hjálp og gefi sér tíma í þá sjálfsvinnu. „Til dæmis ef fólk kemst á þann ömurlega stað að fara að íhuga sjálfsvíg, þar skiptir öllu máli að þegar þessar hugsanir eru komnar að tala við einhvern strax. Píeta samtökin, Rauði kross síminn eða einhvern annan sem þú treystir. Ekki birgja þessar hugsanir inni og tala við engan. Ég sem betur fer fór ekki alla leið, en er alveg ákveðin í því að miðla þessari reynslu minni, vera ófeimin við að segja frá henni og brýna fyrir fólki hversu mikilvægt það er að tala við einhvern.“ Arnrún María segir líka mikilvægt að sá sem talað er við, taki umræðunni alvarlega og tryggi að viðkomandi fái hjálp. Eins og var í hennar hjónabandi. „Það sem hefur hjálpað okkur Friðriki svo mikið í gegnum langt hjónaband er einmitt að við erum vinir, höfum lært að tjá okkur við hvort annað. Auðvitað hafa skipst á skin og skúrir hjá okkur eins og öðrum. Það er eðlilegt. En að tala við einhvern og tala þá við maka þinn ef þú getur, er mjög mikilvægt. Makinn þarf þá líka að vanda sig við hlustun og veita stuðning. Að auki vil ég bæta við, að makar gleymast algjörlega í svona tilfellum, eins þegar ég fékk blóðtappann, þeim er ekki boðin nein aðstoð til að fá ráð eða fræðslu“ Arnrún María líka miðlar af sinni reynslu hversu sárt það getur verið að verða fyrir barðinu á kjaftasögum og dómstóli götunnar. „Ég tek þetta svo oft fyrir í fyrirlestrum og forvarnarfræðslu hjá mér vegna þess að hér erum við að tala um hvað fullorðið fólk segir og skrifar. En hvernig getum við búist við því að krakkar séu ekki grimm í orðræðu á samfélagsmiðlum ef fullorðið fólk er svona gjarnt á að dæma eða tala um náungann?“ Þá segir Arnrún María líka mikilvægt að fólk sem finnur að það er komið á bjargbrúnina hætti að reyna endalaust að hrista þetta af sér. Það hafi hún sjálf lengst af reynt að gera, vera „PollýAnna“ og sú leið einfaldlega virki ekki. Auðvitað verðum við svolítið berskjölduð þegar að við þurfum að viðurkenna að við þurfum aðstoð. Við verðum líka berskjölduð þegar að við förum í fjárhagslegt þrot. Því að við erum svo oft upptekin af því hvað annað fólk finnist um okkur. Í dag er ég hætt að skamma mig fyrir þau áföll sem ég hef upplifað og er frekar stolt af því að hafa valið þá leið að vinna í sjálfum mér og vinna úr áföllunum.“ Arnrún María segist enn elska kennarastarfið, sem hún þó hefur alltaf starfað við inn á milli allt frá því að hún kláraði námið. Hún hefur þó ákveðið að fara ekki aftur að vinna sem leikskólakennari heldur frekar að nýta reynsluna sína til að miðla áfram af sinni reynslu og starfa sérstaklega að forvörnum. „Ég kalla Ráðgjafastofuna mína Samtalið fræðsla ekki hræðsla. Því að hvort sem við erum að tala um börn eða fullorðið fólk, þá þarf útgangspunkturinn í forvarnarstarfinu að við segjum hlutina upphátt. Því það er ekkert jafn mikilvægt og að segja hlutina upphátt. Að fræða en ekki hræða börn og stundum fullorðna sem vita ekki betur um einkenni þess að einhver er til dæmis að beita ofbeldi, eða samskipti flókin, er góð leið til forvarna. Þess vegna kalla ég Samtalið fræðsla ekki hræðsla og hef ákveðið að fókusera núna alveg á þennan rekstur. Sem vonandi verður öðrum til gagns.“
Geðheilbrigði Fjölskyldumál Góðu ráðin Veitingastaðir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06 Hvað svo? Fékk ekki að mæta í jarðarför föður síns en eignaðist nýja fjölskyldu „Það er eiginlega helst að frétta að stuttu eftir það viðtal lést faðir minn. Ég var reyndar ekki látinn vita af því af fjölskyldunni minni og fékk ekki að fara í jarðaförina hans. Á móti kemur að margt annað gott hefur svo sem gerst líka. Ég til dæmis kynntist óvænt fullorðinni frænku sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í samtali þar sem við veltum aðeins fyrir okkur spurningunni Hvað svo? 18. júní 2023 08:01 Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01 Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00 Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06
Hvað svo? Fékk ekki að mæta í jarðarför föður síns en eignaðist nýja fjölskyldu „Það er eiginlega helst að frétta að stuttu eftir það viðtal lést faðir minn. Ég var reyndar ekki látinn vita af því af fjölskyldunni minni og fékk ekki að fara í jarðaförina hans. Á móti kemur að margt annað gott hefur svo sem gerst líka. Ég til dæmis kynntist óvænt fullorðinni frænku sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í samtali þar sem við veltum aðeins fyrir okkur spurningunni Hvað svo? 18. júní 2023 08:01
Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01
Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00
Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01