Fótbolti

Guðrún hetjan þegar Rosengård vann

Hjörvar Ólafsson skrifar
Guðrún Arnardóttir í leik með FC Rosengård.
Guðrún Arnardóttir í leik með FC Rosengård. Vísir/Getty

Guðrún Arnardóttir, landsliðskona í fótbolta, skoraði sigurmark Rosengård þegar liðið vann 2-1 sigur gegn Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 

Mark Guðrúnar sem tryggði Rosengård stigin þrjú kom rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þetta var annað deildarmarkið sem Guðrún skorar á leiktíðinni. 

Rosengård er í fimmta sæti deildarinnar með 32 stig eftir þennan sigur en liðið er þremur stigum á eftir Hammarby og Linköping sem eru jöfn að stigum í þriðja til fjórða sæti. 

Þrjú efstu sætin í deildinni tryggja þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×