Max Verstappen hefur verið í sérflokki Formúlu 1 síðustu misserin. Í gær vann hann sigur í sprettakstri og tryggði sér 8 stig í keppni ökuþóra Formúlunnar.
Í dag var síðan komið að aðalhluta keppninnar. Þar var það að sjálfsögðu Vestappen sem varð hlutskarpastur. Hann kom fyrstur í mark en Charles Leclerc, sem ekur fyrir Ferrari, varð annar. Sergio Perez, félagi Verstappen hjá Red Bull, varð í þriðja sæti.
Þar sem Verstappen náði einnig hraðasta hringnum í kappakstri dagsins náði hann hámarksstigafjölda um helgina og jók því enn á forskot sitt í keppni ökumanna. Hann er langefstur með 229 stig en Perez er í öðru sæti með 148.
Þetta þýðir auðvitað að lið Red Bull er með örugga forystu í keppni bílaframleiðanda. Þeir eru með 377 stig í efsta sæti, Mercedes í öðru með 178 stig og Aston Martin í því þriðja með 172 stig.