Tólf ára Íslandsmeistari í tennis | Öruggt hjá Rafni Kumar Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júlí 2023 19:46 Rafn Kumar Bonifacius og Garima Nitinkumar Kalugade. Tennissamband Íslands Hin tólf ára Garima Nitinkumar gerði sér lítið fyrir í dag og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í tennis utanhúss þegar hún lagði Sofiu Sóley Jónasdóttur í úrslitaleik. Þær Garima og Sofia Sóley tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigrum á Önnu Soffíu Grönholm og Eygló Dís Ármannsdóttur í undanúrslitum í gær en úrslitaleikurinn í dag var sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sofia Sóley vann 6-2 sigur í fyrsta settinu en Garima jafnaði með því að vinna annað settið sömuleiðis 6-2. Í úrslitasettinu náði hin unga Garima 5-2 forystu en Sofiu Sóley tókst að minnka muninn með sigri í næstu lotu. Garima tryggði sér hins vegar Íslandsmeistaratiilinn í næstu lotu, vann þriðja settið 6-3 og leikinn 2-1. Andri Már Eggertsson hitti Garimu að máli eftir leik sem var vitaskuld sátt með titilinn. „Þetta er mjög gaman. Sofia og Anna Soffía eru fyrirmyndir fyrir mér. Sofia spilaði mjög vel í dag og sérstaklega í fyrsta settinu,“ sagði Garima. „Mér fannst ég gefa góðar uppgjafir, eins og alltaf,“ bætti hún við þegar Andri Már spurði hana hvað hefði gengið vel í dag. Hún segist stefna á toppinn. „Mig langar á toppinn, ég og systir mín,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistari í tennis en Garima varð einnig Íslandsmeistari innanhúss í vetur. Vann pabba sinn í úrslitum Rafn Kumar Bonificius varð Íslandsmeistari í karlaflokki í dag eftir öruggan sigur á föður sínum Raj Bonificius í tveimursettum. Rafn Kumar vann 6-2 í fyrsta setti og 6-1 í öðru og þar með leikinn 2-0. „Það er kannski aðeins öðruvísi þegar maður er að spila við pabba sinn, en það er alltaf gott að vinna,“ sagði Rafn Kumar í samtali við Andra Má eftir leikinn í dag, aðspurður hvort það væri alltaf jafn sætt að vinna. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er það ekkert sérstaklega skemmtilegt, þetta er aðeins of nálægt manni. Auðvitað er þetta alveg gaman en þetta var skemmtilegra fyrir tólf árum þegar hann var um fertugt og ég yngri en tvítugt. Þetta lítur kannski svolítið skringilega út í dag.“ Hann segist hafa átt von á öruggum sigri. „Ég bjóst alveg við því. Hann spilaði aðeins betur en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Rafn Kumar sem sagðist gera ráð fyrir að pabbi hans væri þreyttari aðilinn eftir leikinn. Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Þær Garima og Sofia Sóley tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigrum á Önnu Soffíu Grönholm og Eygló Dís Ármannsdóttur í undanúrslitum í gær en úrslitaleikurinn í dag var sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sofia Sóley vann 6-2 sigur í fyrsta settinu en Garima jafnaði með því að vinna annað settið sömuleiðis 6-2. Í úrslitasettinu náði hin unga Garima 5-2 forystu en Sofiu Sóley tókst að minnka muninn með sigri í næstu lotu. Garima tryggði sér hins vegar Íslandsmeistaratiilinn í næstu lotu, vann þriðja settið 6-3 og leikinn 2-1. Andri Már Eggertsson hitti Garimu að máli eftir leik sem var vitaskuld sátt með titilinn. „Þetta er mjög gaman. Sofia og Anna Soffía eru fyrirmyndir fyrir mér. Sofia spilaði mjög vel í dag og sérstaklega í fyrsta settinu,“ sagði Garima. „Mér fannst ég gefa góðar uppgjafir, eins og alltaf,“ bætti hún við þegar Andri Már spurði hana hvað hefði gengið vel í dag. Hún segist stefna á toppinn. „Mig langar á toppinn, ég og systir mín,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistari í tennis en Garima varð einnig Íslandsmeistari innanhúss í vetur. Vann pabba sinn í úrslitum Rafn Kumar Bonificius varð Íslandsmeistari í karlaflokki í dag eftir öruggan sigur á föður sínum Raj Bonificius í tveimursettum. Rafn Kumar vann 6-2 í fyrsta setti og 6-1 í öðru og þar með leikinn 2-0. „Það er kannski aðeins öðruvísi þegar maður er að spila við pabba sinn, en það er alltaf gott að vinna,“ sagði Rafn Kumar í samtali við Andra Má eftir leikinn í dag, aðspurður hvort það væri alltaf jafn sætt að vinna. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er það ekkert sérstaklega skemmtilegt, þetta er aðeins of nálægt manni. Auðvitað er þetta alveg gaman en þetta var skemmtilegra fyrir tólf árum þegar hann var um fertugt og ég yngri en tvítugt. Þetta lítur kannski svolítið skringilega út í dag.“ Hann segist hafa átt von á öruggum sigri. „Ég bjóst alveg við því. Hann spilaði aðeins betur en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Rafn Kumar sem sagðist gera ráð fyrir að pabbi hans væri þreyttari aðilinn eftir leikinn.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira