„Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. júlí 2023 20:03 Allir viðmælendurnir sem Fréttastofa ræddi við voru sammála um að Íslandsbankamálið væri hneykslanlegt og það þyrfti harðari aðgerðir gagnvart þeim sem sekir væru. Vísir/Dúi Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. Stjórn Íslandsbanka boðaði í dag til hluthafafundar sem haldinn verður 28. júlí næstkomandi. Þar verður farið yfir sátt bankans við Fjármálaeftirlitið og ný stjórn kjörin. Finnur Árnason, stjórnarformaður bankans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til háværra krafna um birtingu á starfslokasamningi Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, fyrr en lög gera ráð fyrir, í uppgjöri bankans. Landsmenn hneykslaðir og krefjast Íslandsbankamálið er afar umdeilt og hefur verið harðlega gagnrýnt. Fréttastofa fór í Kringluna til að heyra hvað fólkið í landinu hefði að segja um málið. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli og það krefðist uppsagna.Vísir/Dúi „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sólrún Jónsdóttir um bankasöluna. Henni fannst jafnframt að bankinn ætti að taka miklu meiri ábyrgð á málinu heldur hann hefði gert. Ásta Björk nokkur sagði málið mjög spillt og hún ætti í raun ekki orð yfir því. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli. „Það sem á að gera er að segja þeim upp sem hafa komið nálægt þessum verknaði sem var framinn,“ sagði Þórir aðspurður út í það hvernig bankinn ætti að bregðast við. „Alls ekki borga þeim starfslokasamning“ Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, hluthafi í Íslandsbanka, sagði rétt að Birna tæki ábyrgð á sölunni en henni fyndist rétt að reka þá sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og það ætti alls ekki að borga þeim starfslokasamninga. Guðrúni Sigríði fannst að það ætti að reka þá sölumenn sem væru sekir í málinu og það ætti alls ekki að greiða þeim starfslokasamninga.Vísir/Dúi „Birna bankastjóri er búinn að vera byggja upp góðan banka og sterkan. Svo eru einhverjir starfsmenn sem fyllast af græðgi sem maður hélt að væri búið að koma í veg fyrir að hægt væri að gera,“ sagði Guðrún Sigríður í samtali við Fréttastofu. „Það var kannski alveg rétt að hún tæki ábyrgðina á þessu. En það sem mér finnst líka af því ég er hluthafi í Íslandsbanka, svo það sé sagt, að þá finnst mér líka að það ætti að reka þessa sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og alls ekki borga þeim starfslokasamning,“ sagði hún jafnframt. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka boðaði í dag til hluthafafundar sem haldinn verður 28. júlí næstkomandi. Þar verður farið yfir sátt bankans við Fjármálaeftirlitið og ný stjórn kjörin. Finnur Árnason, stjórnarformaður bankans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til háværra krafna um birtingu á starfslokasamningi Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, fyrr en lög gera ráð fyrir, í uppgjöri bankans. Landsmenn hneykslaðir og krefjast Íslandsbankamálið er afar umdeilt og hefur verið harðlega gagnrýnt. Fréttastofa fór í Kringluna til að heyra hvað fólkið í landinu hefði að segja um málið. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli og það krefðist uppsagna.Vísir/Dúi „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sólrún Jónsdóttir um bankasöluna. Henni fannst jafnframt að bankinn ætti að taka miklu meiri ábyrgð á málinu heldur hann hefði gert. Ásta Björk nokkur sagði málið mjög spillt og hún ætti í raun ekki orð yfir því. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli. „Það sem á að gera er að segja þeim upp sem hafa komið nálægt þessum verknaði sem var framinn,“ sagði Þórir aðspurður út í það hvernig bankinn ætti að bregðast við. „Alls ekki borga þeim starfslokasamning“ Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, hluthafi í Íslandsbanka, sagði rétt að Birna tæki ábyrgð á sölunni en henni fyndist rétt að reka þá sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og það ætti alls ekki að borga þeim starfslokasamninga. Guðrúni Sigríði fannst að það ætti að reka þá sölumenn sem væru sekir í málinu og það ætti alls ekki að greiða þeim starfslokasamninga.Vísir/Dúi „Birna bankastjóri er búinn að vera byggja upp góðan banka og sterkan. Svo eru einhverjir starfsmenn sem fyllast af græðgi sem maður hélt að væri búið að koma í veg fyrir að hægt væri að gera,“ sagði Guðrún Sigríður í samtali við Fréttastofu. „Það var kannski alveg rétt að hún tæki ábyrgðina á þessu. En það sem mér finnst líka af því ég er hluthafi í Íslandsbanka, svo það sé sagt, að þá finnst mér líka að það ætti að reka þessa sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og alls ekki borga þeim starfslokasamning,“ sagði hún jafnframt.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira